ÍA varð Íslandsmeistari með gríðarlegum yfirburðum 1993 og vann bikarkeppnina að auki. Skagamenn jöfnuðu stigamet og fjölga þurfti leikjum um níu til að markamet þeirra yrði slegið. ÍA kórónaði svo frábært tímabil með glæstum sigri á Hollandsmeisturum Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson skoraði frægt skallamark. ÍA 1993 lenti í 1. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Þetta var svo ekkert rosalega spennandi kosning eftir allt saman. ÍA 1993 rústaði henni eins og liðið rústaði öllum þá um sumarið. Skagamenn fengu 123 stig af 150 í kjörinu og 22 af þrjátíu álitsgjöfum settu þá í efsta sætið. Og það kom ekkert rosalega óvart. Það er nefnilega talað um þetta Skagalið á annan hátt en önnur lið í íslenskri fótboltasögu. Það er talað um það af lotningu og það er jafnvel enn smá ótti í rödd andstæðinga þeirra. Og það er ekki að ástæðulausu. Þegar allt er tekið saman er þetta besta lið íslenskrar fótboltasögu. grafík/sara Skagamenn urðu Íslandsmeistarar, unnu sextán leiki af átján, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Þeir skoruðu flest mörk (62) og fengu á sig fæst (16). Þeir jöfnuðu stigametið í tíu liða deild með þriggja stiga reglu og eiga það ásamt Fram 1988 og ÍA 1995. Þeir áttu markamet sem var ekki slegið fyrr en 2022 þegar leikjum í efstu deild hafði fjölgað um níu frá 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið í efstu deild (19 mörk) og þrír leikmenn ÍA, Þórður, Haraldur Ingólfsson og Mihajlo Bibercic, skoruðu þrettán mörk eða meira. ÍA fékk níu stigum meira en liðið í 2. sæti, FH, og vann báða leikina gegn því 5-0. Það voru einu deildarleikirnir sem FH-ingar töpuðu þetta sumarið. ÍA varð svo bikarmeistari og vann bikarleikina fjóra með markatölunni 10-2. Og svo var það kirsuberið á kökuna, sigurinn á Feyenoord. ÍA varð Íslandsmeistari sem nýliði 1992. Eftir tímabilið héldu tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir til Feyenoord en Ólafur Þórðarson sneri heim eftir dvöl í atvinnumennsku og þá fengu Skagamenn hinn serbneska Bibercic. ÍA var því vel í stakk búið að verja titilinn frá árinu á undan en samt var KR spáð sigri í deildinni, eins og alltaf á þessum árum. KR-ingar enduðu hins vegar í 5. sæti og voru 25 stigum á eftir Skagamönnum. grafík/sara ÍA byrjaði tímabilið á fullu spítti og vann FH 0-5 í Kaplakrika í fyrsta leik. Fjögur markanna komu reyndar í seinni hálfleik þegar Skagamenn voru manni fleiri. ÍA vann í kjölfarið tvo nauma sigra á KR og Þór en tapaði svo 4-2 fyrir Fram í leik þar sem liðið lenti 4-0 undir. Þá settist Guðjón Þórðarson niður og breytti um leikaðferð, skipti úr 3-5-2 í 4-4-2. Theodóri Hervarssyni var fórnað, Sturlaugur Haraldsson var settur í hægri bakvörðinn og Sigursteinn Gíslason í þann vinstri. Rétta formúlan var fundin og í fyrsta leik eftir breytinguna vann ÍA Víking, 10-1. Skagamenn hefðu getað skorað enn fleiri mörk og hefðu sprengt xG-skalann hefði hann verið til á þessum tíma. Þrátt fyrir að hafa þurft að sækja boltann tíu sinnum í markið sitt var samdóma álit manna að Guðmundur Hreiðarsson, markvörður Víkings, hefði átt stórleik. Til að gera langa sögu stutta vann ÍA þrettán af fjórtán leikjum sínum eftir breytinguna á leikkerfinu og Skagamenn skoruðu eins og óðir menn. Þeir misstigu sig aftur gegn Fram og gerði 3-3 jafntefli við þá - ekkert spes lið Fram var eina liðið sem tók stig af ÍA sumarið 1993 - en jörðuðu alla aðra andstæðinga. ÍA skoraði sex mörk gegn Þór, fimm gegn FH og ÍBV, fjögur gegn KR í Vesturbænum og einnig gegn Fylki. Það kom enginn höggi á Skagamenn, lét þá svitna. Til þess voru þeir alltof góðir. ÍA var hæfileikaríkasta og harðasta lið landsins. Þetta lið var útbólgið af testósteróni en spilaði líka frábæran fótbolta. Langaði þig að reyna spila fótbolta á móti því? Góður gamli. Langaði þig að slást við það? Þú gerðir það þá á eigin ábyrgð. grafík/sara ÍA tryggði sér titilinn með 2-5 sigri í Eyjum í 16. umferð og varð svo bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Eftir hann snoðuðu leikmenn og þjálfarar ÍA sig. Ofan á allt var ÍA 1993 með „iconic look“ eins og krakkarnir myndu segja. Í fyrsta leiknum með nýju klippinguna vann ÍA Partizan Tirana frá Albaníu, 3-0, og tryggði sér þar með leiki gegn Feyenoord. Og fyrri leikurinn gegn Hollendingunum var krýning ÍA-liðsins sem það besta í íslenskri fótboltasögu. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu hollensku meisturunum, 1-0, með skallamarki Ólafs. Skallinn er goðsagnakenndur en undirbúningurinn var litlu síðri, hvernig Sigursteinn (sem fór úr axlarlið við að bera poka fyrir leikinn - já, þessir menn voru í fullri vinnu og rúmlega það meðfram fótboltanum), Haraldur og Bibercic brutust fram vinstri kantinn sem endaði með hárnákvæmri fyrirgjöf þess síðastnefnda á nýsnoðaðan koll Ólafs. Í seinni leiknum í Rotterdam sýndi Feyenoord hins vegar styrk sinn og vann 3-0 sigur. En heimaleikurinn lifir alltaf. Snoðunin fræga.friðþjófur helgason Skagamenn voru eins og XXX Rottweiler hundar, ólíkir innbyrðis en mynduðu eina sterka heild. ÍA var nánast alltaf með sama byrjunarliðið og notaði nánast aðeins tólf leikmenn. Sex þeirra spiluðu alla átján leikina, tveir sautján leiki, einn sextán, tveir fimmtán og einn fjórtán. Til marks um það hversu sterkt ÍA-liðið var spiluðu allir Íslendingarnir í byrjunarliðinu nema einn landsleik og flestir fjölmarga. ÍA var landsliðið, klætt í gult og svart, auk tveggja af bestu erlendu leikmönnum sem hafa spilað hér á landi. Kristján Finnbogason fékk aðeins sextán mörk á sig í deildinni og hélt hreinu í helmingi leikja ÍA í öllum keppnum. Sturlaugur var einn af nýliðum ársins, Sigursteinn blómstraði sem vinstri bakvörður og Ólafur Adolfsson og Luka Kostic mynduðu besta miðvarðapar landsins. Stærsti munurinn á ÍA frá tímabilinu á undan var svo Sigurður Jónsson. Meiðsli og bönn settu strik í reikning hans 1992 en sumarið 1993 var hann heill, í formi og langbestur í deildinni. Um fáa íslenska leikmenn er rætt eins og Sigga Jóns en samherjar og mótherjar tala jafnan um hann sem þann besta sem þeir komust í kynni við, nánast eins og goðsagnakennda veru. Við hlið hans var Alexander Högnason, frábær alhliða leikmaður sem hefur fengið miklu meira hrós eftir að ferlinum lauk heldur á meðan honum stóð. Og hann skoraði bara flott mörk. Guðjón Þórðarson og Luka Kostic fagna á Akratorgi eftir að ÍA varð bikarmeistari. Á hægri kantinum skoraði Ólafur þrjú mörk og lagði upp átta og þá þeim vinstri skoraði Haraldur fjórtán mörk og lagði upp níu. Frammi voru svo Bibercic og Þórður. Bibercic var með bumbu þegar hann kom en þegar hún minnkaði aðeins héldu honum engin bönd. Hann skoraði átján mörk í öllum keppnum og markatölfræði hans hér á landi er einstök. Í 74 leikjum í efstu deild skoraði hann 51 mark. Hann var fullkomið jin við jangið hans Þórðar. Sumarið 1993 var enginn heitari en Þórður, nema kannski Björk. Hann skoraði nítján mörk í deild, 22 í allt, jafnaði markametið í efstu deild og var hársbreidd frá því að slá það. Eftir tímabilið hélt Þórður í atvinnumennsku, búinn að gera allt sem hægt var að gera hérna heima. Önnur íslensk lið hafa unnið tvöfalt, unnið titilinn með miklum yfirburðum, skorað mikið, fengið fá mörk á sig og náð eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni. En ekkert lið hefur gert allt þetta með viðlíka stíl og ÍA 1993. Þeir voru bestir, eru bestir og það þarf mjög sérstakt lið til að þeir verði ekki bestir um ókomna tíð. Þetta er lið sem lifir; lið sem var, og er enn, ósnertanlegt. Besta deild karla ÍA 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): FH 2005 | Skrifað í sögu stórum stöfum FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil. 9. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu áfram að skína Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð. 8. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. 7. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti
ÍA 1993 lenti í 1. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Þetta var svo ekkert rosalega spennandi kosning eftir allt saman. ÍA 1993 rústaði henni eins og liðið rústaði öllum þá um sumarið. Skagamenn fengu 123 stig af 150 í kjörinu og 22 af þrjátíu álitsgjöfum settu þá í efsta sætið. Og það kom ekkert rosalega óvart. Það er nefnilega talað um þetta Skagalið á annan hátt en önnur lið í íslenskri fótboltasögu. Það er talað um það af lotningu og það er jafnvel enn smá ótti í rödd andstæðinga þeirra. Og það er ekki að ástæðulausu. Þegar allt er tekið saman er þetta besta lið íslenskrar fótboltasögu. grafík/sara Skagamenn urðu Íslandsmeistarar, unnu sextán leiki af átján, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Þeir skoruðu flest mörk (62) og fengu á sig fæst (16). Þeir jöfnuðu stigametið í tíu liða deild með þriggja stiga reglu og eiga það ásamt Fram 1988 og ÍA 1995. Þeir áttu markamet sem var ekki slegið fyrr en 2022 þegar leikjum í efstu deild hafði fjölgað um níu frá 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið í efstu deild (19 mörk) og þrír leikmenn ÍA, Þórður, Haraldur Ingólfsson og Mihajlo Bibercic, skoruðu þrettán mörk eða meira. ÍA fékk níu stigum meira en liðið í 2. sæti, FH, og vann báða leikina gegn því 5-0. Það voru einu deildarleikirnir sem FH-ingar töpuðu þetta sumarið. ÍA varð svo bikarmeistari og vann bikarleikina fjóra með markatölunni 10-2. Og svo var það kirsuberið á kökuna, sigurinn á Feyenoord. ÍA varð Íslandsmeistari sem nýliði 1992. Eftir tímabilið héldu tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir til Feyenoord en Ólafur Þórðarson sneri heim eftir dvöl í atvinnumennsku og þá fengu Skagamenn hinn serbneska Bibercic. ÍA var því vel í stakk búið að verja titilinn frá árinu á undan en samt var KR spáð sigri í deildinni, eins og alltaf á þessum árum. KR-ingar enduðu hins vegar í 5. sæti og voru 25 stigum á eftir Skagamönnum. grafík/sara ÍA byrjaði tímabilið á fullu spítti og vann FH 0-5 í Kaplakrika í fyrsta leik. Fjögur markanna komu reyndar í seinni hálfleik þegar Skagamenn voru manni fleiri. ÍA vann í kjölfarið tvo nauma sigra á KR og Þór en tapaði svo 4-2 fyrir Fram í leik þar sem liðið lenti 4-0 undir. Þá settist Guðjón Þórðarson niður og breytti um leikaðferð, skipti úr 3-5-2 í 4-4-2. Theodóri Hervarssyni var fórnað, Sturlaugur Haraldsson var settur í hægri bakvörðinn og Sigursteinn Gíslason í þann vinstri. Rétta formúlan var fundin og í fyrsta leik eftir breytinguna vann ÍA Víking, 10-1. Skagamenn hefðu getað skorað enn fleiri mörk og hefðu sprengt xG-skalann hefði hann verið til á þessum tíma. Þrátt fyrir að hafa þurft að sækja boltann tíu sinnum í markið sitt var samdóma álit manna að Guðmundur Hreiðarsson, markvörður Víkings, hefði átt stórleik. Til að gera langa sögu stutta vann ÍA þrettán af fjórtán leikjum sínum eftir breytinguna á leikkerfinu og Skagamenn skoruðu eins og óðir menn. Þeir misstigu sig aftur gegn Fram og gerði 3-3 jafntefli við þá - ekkert spes lið Fram var eina liðið sem tók stig af ÍA sumarið 1993 - en jörðuðu alla aðra andstæðinga. ÍA skoraði sex mörk gegn Þór, fimm gegn FH og ÍBV, fjögur gegn KR í Vesturbænum og einnig gegn Fylki. Það kom enginn höggi á Skagamenn, lét þá svitna. Til þess voru þeir alltof góðir. ÍA var hæfileikaríkasta og harðasta lið landsins. Þetta lið var útbólgið af testósteróni en spilaði líka frábæran fótbolta. Langaði þig að reyna spila fótbolta á móti því? Góður gamli. Langaði þig að slást við það? Þú gerðir það þá á eigin ábyrgð. grafík/sara ÍA tryggði sér titilinn með 2-5 sigri í Eyjum í 16. umferð og varð svo bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Eftir hann snoðuðu leikmenn og þjálfarar ÍA sig. Ofan á allt var ÍA 1993 með „iconic look“ eins og krakkarnir myndu segja. Í fyrsta leiknum með nýju klippinguna vann ÍA Partizan Tirana frá Albaníu, 3-0, og tryggði sér þar með leiki gegn Feyenoord. Og fyrri leikurinn gegn Hollendingunum var krýning ÍA-liðsins sem það besta í íslenskri fótboltasögu. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu hollensku meisturunum, 1-0, með skallamarki Ólafs. Skallinn er goðsagnakenndur en undirbúningurinn var litlu síðri, hvernig Sigursteinn (sem fór úr axlarlið við að bera poka fyrir leikinn - já, þessir menn voru í fullri vinnu og rúmlega það meðfram fótboltanum), Haraldur og Bibercic brutust fram vinstri kantinn sem endaði með hárnákvæmri fyrirgjöf þess síðastnefnda á nýsnoðaðan koll Ólafs. Í seinni leiknum í Rotterdam sýndi Feyenoord hins vegar styrk sinn og vann 3-0 sigur. En heimaleikurinn lifir alltaf. Snoðunin fræga.friðþjófur helgason Skagamenn voru eins og XXX Rottweiler hundar, ólíkir innbyrðis en mynduðu eina sterka heild. ÍA var nánast alltaf með sama byrjunarliðið og notaði nánast aðeins tólf leikmenn. Sex þeirra spiluðu alla átján leikina, tveir sautján leiki, einn sextán, tveir fimmtán og einn fjórtán. Til marks um það hversu sterkt ÍA-liðið var spiluðu allir Íslendingarnir í byrjunarliðinu nema einn landsleik og flestir fjölmarga. ÍA var landsliðið, klætt í gult og svart, auk tveggja af bestu erlendu leikmönnum sem hafa spilað hér á landi. Kristján Finnbogason fékk aðeins sextán mörk á sig í deildinni og hélt hreinu í helmingi leikja ÍA í öllum keppnum. Sturlaugur var einn af nýliðum ársins, Sigursteinn blómstraði sem vinstri bakvörður og Ólafur Adolfsson og Luka Kostic mynduðu besta miðvarðapar landsins. Stærsti munurinn á ÍA frá tímabilinu á undan var svo Sigurður Jónsson. Meiðsli og bönn settu strik í reikning hans 1992 en sumarið 1993 var hann heill, í formi og langbestur í deildinni. Um fáa íslenska leikmenn er rætt eins og Sigga Jóns en samherjar og mótherjar tala jafnan um hann sem þann besta sem þeir komust í kynni við, nánast eins og goðsagnakennda veru. Við hlið hans var Alexander Högnason, frábær alhliða leikmaður sem hefur fengið miklu meira hrós eftir að ferlinum lauk heldur á meðan honum stóð. Og hann skoraði bara flott mörk. Guðjón Þórðarson og Luka Kostic fagna á Akratorgi eftir að ÍA varð bikarmeistari. Á hægri kantinum skoraði Ólafur þrjú mörk og lagði upp átta og þá þeim vinstri skoraði Haraldur fjórtán mörk og lagði upp níu. Frammi voru svo Bibercic og Þórður. Bibercic var með bumbu þegar hann kom en þegar hún minnkaði aðeins héldu honum engin bönd. Hann skoraði átján mörk í öllum keppnum og markatölfræði hans hér á landi er einstök. Í 74 leikjum í efstu deild skoraði hann 51 mark. Hann var fullkomið jin við jangið hans Þórðar. Sumarið 1993 var enginn heitari en Þórður, nema kannski Björk. Hann skoraði nítján mörk í deild, 22 í allt, jafnaði markametið í efstu deild og var hársbreidd frá því að slá það. Eftir tímabilið hélt Þórður í atvinnumennsku, búinn að gera allt sem hægt var að gera hérna heima. Önnur íslensk lið hafa unnið tvöfalt, unnið titilinn með miklum yfirburðum, skorað mikið, fengið fá mörk á sig og náð eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni. En ekkert lið hefur gert allt þetta með viðlíka stíl og ÍA 1993. Þeir voru bestir, eru bestir og það þarf mjög sérstakt lið til að þeir verði ekki bestir um ókomna tíð. Þetta er lið sem lifir; lið sem var, og er enn, ósnertanlegt.
Tíu bestu liðin (1984-2023): FH 2005 | Skrifað í sögu stórum stöfum FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil. 9. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu áfram að skína Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð. 8. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. 7. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti