Lífið

Eliza að drukkna í við­tölum í Dubai

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eliza Reid hefur notið veru sinnar í Dúbaí.
Eliza Reid hefur notið veru sinnar í Dúbaí.

Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni.

Eliza skrifaði bókina Secrets of the Sprakkar: How the Extraordinary Women of Iceland Are Bringing Gender Equality Within Reach, sem myndi útleggjast á íslensku sem „Leyndarmál Sprakkana: Hvernig hinar ótrúlegu íslensku konur eru við það að ná kynjajafnrétti“.

Orðið sprakki merkir kvenskörungur eða röskleikakona. Bókinni er ætlað að gefa jákvæða en raunsæja mynd af íslensku samfélagi.

Eliza er virk á samfélagsmiðlum sínum og þakkar fólkinu í Dúbaí fyrir yndsilega daga. Hún segist hafa tekið þátt í pallborði með Floellu Bejamin barónessu, veit fjölda prent og sjónvarpsviðtala, áritað bók sína og flutt fyrirlestur í háskóla.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginmaður Elizu var ekki með í för. Hann hefur verið upptekinn við önnur verkefni hér heima undanfarna daga, svo sem veitingu viðurkenninga á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og á UT-messunni.

Guðni tilkynnti í ársbyrjun að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem forseti í sumar. Nýr forseti tekur við þann 1. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×