Lífið

Hvað færðu fyrir 520 milljónir? Friðað ein­býlis­hús, auð­vitað

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þrúðvangur stendur við Laufásveg 7.
Þrúðvangur stendur við Laufásveg 7. Miklaborg

Einbýlishúsið Þrúðvangur við Laufásveg 7 í Reykjavík hefur verið sett á sölu. Húsið er friðlýst og ásett verð er 520 milljónir. Húsið er um 453 fermetrar og því er fermetraverðið rúmlega 1,1 milljón króna. 

Á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið skiptist í kjallara, tvær hæðir og risloft. Það var teiknað og byggt árið 1918 af Jens Eyjólfssyni fyrir Margréti Zoega. Þá kemur fram að miklar endurbætur hafi farið fram á húsinu á síðustu árum.

Einar Benediktsson skáld er meðal fyrri íbúa, en hann bjó í húsinu með eiginkonu sinni Valgerði Zoega og áðurnefndri Margréti, sem var tengdamóðir hans. 

Í kjallara hússins er að finna gestasnyrtingu, eldhús, stofur (já, í fleirtölu), baðherbergi, þrjú svefnherbergi og vinnurými. Frá garði er hurð inn í geymslu. Á fyrstu hæðinni er síðan að finna aðra gestasnyrtingu, tvær samliggjandi stofur með arni, eldhús, borðstofu og dagstofu, hvaðan hægt er er að ganga út á svalir. 

Á annarri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Frá einu svefnherbergjanna er hægt að ganga út á þaksvalir sem snúa í suður og austur. Þá er einnig risloft í húsinu, sem notað hefur verið sem geymsla. 

Innan úr einni af stofum hússins. Miklaborg
Önnur tveggja samliggjandi stofa á fyrstu hæð.Miklaborg
Kósy arinn.Miklaborg
Hér er farið af einni hæð á aðra.Miklaborg
Ein stofanna.Miklaborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.