Sport

Vel á annað hundrað er­lendra sund­kappa í Laugardalslaug

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Anton Sveinn McKee, til vinstri, hafnaði í 2. sæti í kosningum um Íþróttamann ársins. Hann og Snorri Dagur, til hægri, munu synda 100m bringusund í úrslitum síðar í dag.
Anton Sveinn McKee, til vinstri, hafnaði í 2. sæti í kosningum um Íþróttamann ársins. Hann og Snorri Dagur, til hægri, munu synda 100m bringusund í úrslitum síðar í dag. Sundsamband ÍSlands

Reykjavíkurleikarnir í sundi hófust í gær, föstudag, í Laugardalslaug og árangurinn lét ekki á sér standa.

Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson tryggðu sér lágmark í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótið í 50m laug sem fer fram í Serbíu í júní. 

Birnir Freyr Hálfdánarsson tryggði sér lágmark í 50m flugsundi á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í Vilníus í Litháen í júlí og Hólmar Grétarsson tryggði sér lágmark í 400m fjórsundi á Norðurlandameistaramót Æskunnar sem fer fram í Helsinki í sumar.

Mótið hélt svo áfram í morgun með undanrásum en úrslitin hefjast kl 17:00 og má búast við harðri keppni í mörgum greinum. 

Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur munu synda 100m bringusund í úrslitum og Snæfríður Sól mun synda 50m skriðsund og 200m skriðsund. 

Snæfríður Sól syndir 50m skriðsund kl 17;25 og 200m skriðsund kl 18:51. Anton Sveinn syndir 100m bringusund kl 18:07. 

Það er mikil stemmning í Laugardalslauginni þessa helgina, mótið er hið glæsilegasta og eru 300 keppendur mættir til leiks þar af vel á annað hundrað erlendra gesta.

Hægt er að fylgjast með beinu streymi úr Laugardalnum hér. 

Úrslit mótsins má finna hér. 


Tengdar fréttir

Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins

Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld.

Anton Sveinn örugg­lega í úr­slit

Sundkappinn Anton Sveinn McKee tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum 200 metra bringusunds á Evrópumótinu í 25 metra laug sem nú fram fer í Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×