Kalli svikinn um löggilt kynþokkavottorðið Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2024 12:06 Því verður ekki á móti mælt að Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur og poppstjarna, er löðrandi í kynþokka. Sjóðheitur að sögn Tobbu, sem vill hafa hann fyrir sig. Í tilefni bóndadags birti DV lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Og eru eins og vænta má margir álitlegir menn kynntir til sögunnar. Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“ Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“
Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira