Lífið

Eltihrellir lætur Taylor Swift ekki í friði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Taylor fylgdist með leik kærasta síns í Kansas City Chiefs gegn Buffalo Bills í NFL deildinni um helgina.
Taylor fylgdist með leik kærasta síns í Kansas City Chiefs gegn Buffalo Bills í NFL deildinni um helgina. Kathryn Riley/Getty Images

Meintur eltihrellir bandarísku söngkonunnar Taylor Swift var handtekinn fyrir utan íbúð hennar í New York borg í gær. Einungis örfáir dagar eru liðnir síðan hann reyndi að brjótast inn á heimili hennar.

Í umfjöllun bandaríska miðilsins PageSix um málið er haft eftir lögreglunni í New York að nágrannar söngkonunnar hafi látið lögreglu vita af ferðum mannsins fyrir utan íbúð hennar. Ekki kemur fram hvort söngkonan hafi verið heima.

Fram kemur að maðurinn hafi áður reynt að brjótast inn í íbúð hennar á laugardaginn. Hann hafi verið mættur aftur fyrir utan hjá söngkonunni einungis örfáum klukkustundum eftir að hafa verið látinn laus.

Þá birtir bandaríski miðillinn myndir af manninum og handtöku hans. PageSix segir hann hafa hangið fyrir utan íbúð hennar, fengið sér lúr og öskrað á nærstadda. Lögregla hafi fjarlægt manninn, sem reynst hafi verið á sakaskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×