Lífið

Leikarinn David Gail látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
David Gai er látinn, 58 ára að aldri.
David Gai er látinn, 58 ára að aldri. Getty

Bandaríski leikarinn David Gail, sem var þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210 og Port Charles, er látinn 58 ára að aldri. Ekki er vitað hvernig andlát hans bar að.

Peter Ferriero, vinur David til margra ára, greindi frá andláti hans í hlaðvarpi um sjónvarpsþættina Beverly Hills, 90210. Katie Colmenares, systir Gail, staðfesti fregnirnar síðan á Instagram-síðu sinni.

Gail fæddist í Tampa í Flórída árið 1965 og hóf leiklistarferil sinn í sjónvarpsþáttunum Growing Pains árið 1990. Hann lék ýmis smáhlutverk í sjónvarpsþáttum á tíunda áratugnum áður en hann fékk hlutverk í hinum vinsælu Beverly Hills, 90210. Þar lék hann fyrst hótelstarfsmanninn Tom árið 1991 en sneri aftur og lék þá Stuart Carson, ástarviðfang Brendu Walsh.

Lengst af lék Gail hins vegar í sápuóperunni Port Charles, spin-off-þáttum af General Hospital. Hann lék þar í meira en 200 þáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×