Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2024 10:26 Marteinn og Þorsteinn elska báðir hlaup. Garpur Ingason Elísabetarson hitti tvo vini sem urðu vinir á heldur óhefðbundinn hátt í Íslandi í dag á Stöð 2. Þeir eiga sér sameiginlegt áhugamál sem þeir ákváðu að búa til hlaðvarp úr sem heitir því einfalda og skemmtilega nafni Út að hlaupa. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup
Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira