„Við megum ekki sitja eftir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 13:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði 102 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 109 leiki fyrir öll landslið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira