Settur í fjölmiðlabann tvítugur: Vonandi búinn að þroskast eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 11:01 FH-ingar fagna hér Böðvari Böðvarssyni eftir að hann skoraði í Evrópuleik FH á móti Sporting Braga. EPA-EFE/HUGO DELGADO Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina þegar hann samdi við uppeldisfélagið á nýjan leik. Fleiri lið úr Bestu deild karla í fótbolta höfðu áhuga á að semja við hann. „Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar. Besta deild karla FH Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar.
Besta deild karla FH Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira