Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. janúar 2024 07:00 Júlí Heiðar minnir feður á að njóta tímans með börnunum sínum á meðan þau eru lítil og njóta augnablikana. Hildur Erla Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson segir erfitt að missa af mikilvægum stundum í lífi sonar síns og stjúpsonar þar sem hann hittir þá aðeins aðra hverja viku. Í lagi hans Farfuglar, sem kemur út á morgun, lýsir hann því hvernig það er að vera „pabbi í hlutastarfi“ og hversu mikið að hann þráir að verja meiri tíma með drengjunum tveimur. Júlí Heiðar og tónlistar- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau sitthvorn soninn frá fyrri samböndum. Þau Þórdís og Júlí voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd. Fyrsta verk þeirra saman eftir útskrift, Vorið vaknar naut til að mynda mikilla vinsælda árið 2020 en það var sýnt fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar um langt skeið. Júlí Heiðar og Þórdís Björk höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd.Hildur Erla Pabbi í hlutastarfi „Lagið fjallar um hve sárt það er að missa af mikilvægum stundum í lífi barna, svo sem afmælum, hátíðisdögum og öðrum gæðastundum á þessum fyrstu mótunarárum. Þessa miklu aðlögunarhæfni sem börn þurfa til þess að vera í jafnvægi á tveimur heimilum. Það erfitt að ímynda sér sem fullorðinn aðili hvernig hægt er að skipta svona um heimili í hverri viku. Jafnvel þó ást og umhyggja sé alls staðar í kring getur rótin orðið frekar óskýr. Jákvæða hliðin er þó sú að í flestum tilfellum fjölgar fólki í kringum börnin, fólk sem elskar þau og er til staðar fyrir þau,“ segir Júlí um lagið. Lagið má heyra neðar í fréttinni. Hér fyrir neðan svarar Júlí Heiðar spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Það var mikil hamingju tilfinning sem fór um líkamann en í bland við spennu og stress yfir því hvort allt myndi ganga upp. Ég viðurkenni að það féllu gleðitár enda hlakka ég mikið til að eignast barn með konunni minni og stækka fjölskylduna. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Þá og nú? Ég og barnsmóðir mín vorum hætt saman þegar það kom í ljós að hún var ófrísk. Fyrstu mánuðina vorum við því ekki saman. Við létum samt aftur reyna á sambandið, sem betur fer, því ég hefði ekki viljað missa af þessum fallega kafla. Núna reyni ég að dekra við Dísu eins mikið og ég get og geri mitt allra besta til að létta henni lífið. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það er einstök tilfinning sem erfitt er að lýsa. Mikil hamingja en líka pínu stress og hugsanir eins og hvernig á ég að gera þetta? og ég ber ábyrgð á þessari litlu manneskju. En svo gekk þetta bara afskaplega vel. Hvernig gekk að finna nafn á soninn? Mig minnir að það hafi nú ekki verið neitt sérstaklega flókið. Benedikt Nói var algjörlega út í loftið en okkur fannst þessi nöfn bara falleg. Júlí Heiðar og Nói, sonur hans, á tónleikum í sumar. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Ég sveif um á bleiku skýi en svo var Nói frekar vært barn þannig að þetta voru bara rosalega notalegar stundir. Finnst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Með hverju sparkinu sem ég finn finnst mér ég tengjast barninu meira. Mér fannst ég líka tengjast því aðeins meira þegar ég fékk að vita kynið en þá fór maður bara að fylla aðeins inn í eyðurnar og stækka hugmyndina um hver leynist þarna inni. Upplifir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Ég vildi óska þess að ég gæti tekið 50% á móti Dísu í þessu öllu saman. En maður gerir hvað maður getur og reynir að létta henni lífið. Hvernig tilkynntu þið fjölskyldunni um meðgönguna? Við sögðum fjölskyldum okkar þetta í persónu, hringdum í nokkra vini og gerðum myndband af viðbrögðunum þeirra. Þetta átti nú bara að vera eitthvað krúttlegt sem færi á netið og væri smá tilkynning en ég gerði mér nú kannski ekki grein fyrir því að myndbandið sjálft myndi fá rúmar 70.000 spilanir á Instagram. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Var eitthvað sem þér fannst sjálfum erfitt við meðgönguna sjálfa? Eins og ég segi þá væri ég bara til í að geta gert meira til þess að létta henni lífið og taka meiri þunga. Kúlan stækkar og maður verður spenntari með hverjum deginum að hitta krílið. Hvað finnst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Ég elska að finna spörkin en mér finnst líka bara afskaplega kærkomið að verja fleiri rólegum stundum með konunni minni. Hún er alltaf svo dugleg í vinnu og stoppar varla, en núna er hún ekki beint í stöðu til þess að vera jafn mikið á þeytingi svo við fáum fleiri stundir saman. Hvernig hefur gengið að sameina fjölskyldurnar? Það hefur ekki verið neitt svakalega flókið. Strákarnir okkar eru bestu vinir og nánast ómögulegir nema þeir séu báðir heima á sama tíma. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála með allt sem tengist uppeldi en við finnum alltaf milliveg og látum hlutina ganga upp. Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara. Hvernig fannst þér að verða stjúppabbi? Þegar tíminn líður þá verður það bara ekkert öðruvísi en að vera pabbi. Auðvitað til að byrja með er maður bara kynnast og svo hægt og rólega finnum við tempóið saman. Stjúpsonur minn er líka alveg einstaklega ljúfur og klár strákur. Það eru þess vegna bara algjör forréttindi að fá að fylgjast með honum vaxa úr grasi og fylgja honum í gegnum lífið. Breyttist samband þitt gagnvart syni þínum við breytingarnar? Ekki að minni hálfu, ég elska hann alltaf jafn mikið. En mér finnst alltaf ömurlegt þegar hann fer og alltaf jafn glaður þegar hann kemur aftur til okkar. Hann varð samt meira háður mér þegar hann fór að vera viku og viku en skiljanlega, það þarf að bæta upp tapaðan tíma og kannski búinn að vera einhver söknuður. Sonur minn er einstaklega skemmtilegur og orkumikill, við eyddum nokkrum árum bara tveir og höfum því myndað mjög sterkt samband. Nói og Bjartur. Hver er tilhugsunin um að fara í gegnum fæðingu með unnustu þinni? Dísa er algjör meistari og hef ég nú heyrt sögur af hennar fyrri fæðingu. Hún var ekki auðveld en ljósmæðurnar lýstu þessu víst eins og góðu uppistandi. Ég reyni bara að vera góður rótari í þessari sýningu sem er fram undan í lok apríl, byrjun maí. Eruði komin með hugmyndir af nafni? Nei en nafnapælingarnar fara örugglega bráðum af stað. Sonur minn var skírður út í bláinn, svo kannski gerist það aftur hver veit. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem er í boði fyrir feður? Það er hægt að finna allt mögulegt á netinu og fjöldi bóka til um þetta allt saman. Svo er fólk allt í kringum mann sem hefur farið í gegnum þetta ferðalag, ljósmæður og fleiri sem geta leiðbeint manni. Hefur samband ykkar Dísu breyst eftir að hún varð ólétt? Sambandið okkar er alltaf jafn æðislegt og verður bara betra með hverju árinu sem líður. Dísa ólétt er það fallegasta sem ég hef séð og er ég henni endalaust þakklátur fyrir að leggja þessa meðgöngu á sig og sinn líkama. Til þess að svara spurningunni þá finnst mér sambandið bara breytast á jákvæðan hátt og styrkjast. Þórdís Björk glæsileg að vanda.Skjáskot/Þórdís Björk Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Og stjúpfeðra. Það eignast enginn sitt fyrsta barn og er hið fullkomna foreldri, maður er að læra eitthvað nýtt og þroskast inn í þetta hlutverk á hverjum degi. Gefið ykkur tíma, sýnið barninu ást, umhyggju og þolinmæði. Þolinmæði finnst mér sérstaklega mikið eiga við stjúpföðurhlutverkið og ekki reyna að kreista fram tenginguna, hún kemur með tímanum. Vinna og frami má ekki taka of mikinn fókus. Tíminn með börnunum á meðan þau eru lítil kemur aldrei aftur svo það er mikilvægt að minna sig á að njóta augnabliksins með þeim, á meðan maður getur. Hægt er að hlusta á lagið í Farfuglar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Júlí Heiðar - Farfuglar Föðurland Tónlist Barnalán Tengdar fréttir Þórdís og Júlí eiga von á barni Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau hvort sinn soninn frá fyrri samböndum. 22. október 2023 22:40 „Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. 23. júní 2023 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Júlí Heiðar og tónlistar- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau sitthvorn soninn frá fyrri samböndum. Þau Þórdís og Júlí voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd. Fyrsta verk þeirra saman eftir útskrift, Vorið vaknar naut til að mynda mikilla vinsælda árið 2020 en það var sýnt fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar um langt skeið. Júlí Heiðar og Þórdís Björk höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd.Hildur Erla Pabbi í hlutastarfi „Lagið fjallar um hve sárt það er að missa af mikilvægum stundum í lífi barna, svo sem afmælum, hátíðisdögum og öðrum gæðastundum á þessum fyrstu mótunarárum. Þessa miklu aðlögunarhæfni sem börn þurfa til þess að vera í jafnvægi á tveimur heimilum. Það erfitt að ímynda sér sem fullorðinn aðili hvernig hægt er að skipta svona um heimili í hverri viku. Jafnvel þó ást og umhyggja sé alls staðar í kring getur rótin orðið frekar óskýr. Jákvæða hliðin er þó sú að í flestum tilfellum fjölgar fólki í kringum börnin, fólk sem elskar þau og er til staðar fyrir þau,“ segir Júlí um lagið. Lagið má heyra neðar í fréttinni. Hér fyrir neðan svarar Júlí Heiðar spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Það var mikil hamingju tilfinning sem fór um líkamann en í bland við spennu og stress yfir því hvort allt myndi ganga upp. Ég viðurkenni að það féllu gleðitár enda hlakka ég mikið til að eignast barn með konunni minni og stækka fjölskylduna. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Þá og nú? Ég og barnsmóðir mín vorum hætt saman þegar það kom í ljós að hún var ófrísk. Fyrstu mánuðina vorum við því ekki saman. Við létum samt aftur reyna á sambandið, sem betur fer, því ég hefði ekki viljað missa af þessum fallega kafla. Núna reyni ég að dekra við Dísu eins mikið og ég get og geri mitt allra besta til að létta henni lífið. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það er einstök tilfinning sem erfitt er að lýsa. Mikil hamingja en líka pínu stress og hugsanir eins og hvernig á ég að gera þetta? og ég ber ábyrgð á þessari litlu manneskju. En svo gekk þetta bara afskaplega vel. Hvernig gekk að finna nafn á soninn? Mig minnir að það hafi nú ekki verið neitt sérstaklega flókið. Benedikt Nói var algjörlega út í loftið en okkur fannst þessi nöfn bara falleg. Júlí Heiðar og Nói, sonur hans, á tónleikum í sumar. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Ég sveif um á bleiku skýi en svo var Nói frekar vært barn þannig að þetta voru bara rosalega notalegar stundir. Finnst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Með hverju sparkinu sem ég finn finnst mér ég tengjast barninu meira. Mér fannst ég líka tengjast því aðeins meira þegar ég fékk að vita kynið en þá fór maður bara að fylla aðeins inn í eyðurnar og stækka hugmyndina um hver leynist þarna inni. Upplifir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Ég vildi óska þess að ég gæti tekið 50% á móti Dísu í þessu öllu saman. En maður gerir hvað maður getur og reynir að létta henni lífið. Hvernig tilkynntu þið fjölskyldunni um meðgönguna? Við sögðum fjölskyldum okkar þetta í persónu, hringdum í nokkra vini og gerðum myndband af viðbrögðunum þeirra. Þetta átti nú bara að vera eitthvað krúttlegt sem færi á netið og væri smá tilkynning en ég gerði mér nú kannski ekki grein fyrir því að myndbandið sjálft myndi fá rúmar 70.000 spilanir á Instagram. View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Var eitthvað sem þér fannst sjálfum erfitt við meðgönguna sjálfa? Eins og ég segi þá væri ég bara til í að geta gert meira til þess að létta henni lífið og taka meiri þunga. Kúlan stækkar og maður verður spenntari með hverjum deginum að hitta krílið. Hvað finnst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Ég elska að finna spörkin en mér finnst líka bara afskaplega kærkomið að verja fleiri rólegum stundum með konunni minni. Hún er alltaf svo dugleg í vinnu og stoppar varla, en núna er hún ekki beint í stöðu til þess að vera jafn mikið á þeytingi svo við fáum fleiri stundir saman. Hvernig hefur gengið að sameina fjölskyldurnar? Það hefur ekki verið neitt svakalega flókið. Strákarnir okkar eru bestu vinir og nánast ómögulegir nema þeir séu báðir heima á sama tíma. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála með allt sem tengist uppeldi en við finnum alltaf milliveg og látum hlutina ganga upp. Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara. Hvernig fannst þér að verða stjúppabbi? Þegar tíminn líður þá verður það bara ekkert öðruvísi en að vera pabbi. Auðvitað til að byrja með er maður bara kynnast og svo hægt og rólega finnum við tempóið saman. Stjúpsonur minn er líka alveg einstaklega ljúfur og klár strákur. Það eru þess vegna bara algjör forréttindi að fá að fylgjast með honum vaxa úr grasi og fylgja honum í gegnum lífið. Breyttist samband þitt gagnvart syni þínum við breytingarnar? Ekki að minni hálfu, ég elska hann alltaf jafn mikið. En mér finnst alltaf ömurlegt þegar hann fer og alltaf jafn glaður þegar hann kemur aftur til okkar. Hann varð samt meira háður mér þegar hann fór að vera viku og viku en skiljanlega, það þarf að bæta upp tapaðan tíma og kannski búinn að vera einhver söknuður. Sonur minn er einstaklega skemmtilegur og orkumikill, við eyddum nokkrum árum bara tveir og höfum því myndað mjög sterkt samband. Nói og Bjartur. Hver er tilhugsunin um að fara í gegnum fæðingu með unnustu þinni? Dísa er algjör meistari og hef ég nú heyrt sögur af hennar fyrri fæðingu. Hún var ekki auðveld en ljósmæðurnar lýstu þessu víst eins og góðu uppistandi. Ég reyni bara að vera góður rótari í þessari sýningu sem er fram undan í lok apríl, byrjun maí. Eruði komin með hugmyndir af nafni? Nei en nafnapælingarnar fara örugglega bráðum af stað. Sonur minn var skírður út í bláinn, svo kannski gerist það aftur hver veit. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem er í boði fyrir feður? Það er hægt að finna allt mögulegt á netinu og fjöldi bóka til um þetta allt saman. Svo er fólk allt í kringum mann sem hefur farið í gegnum þetta ferðalag, ljósmæður og fleiri sem geta leiðbeint manni. Hefur samband ykkar Dísu breyst eftir að hún varð ólétt? Sambandið okkar er alltaf jafn æðislegt og verður bara betra með hverju árinu sem líður. Dísa ólétt er það fallegasta sem ég hef séð og er ég henni endalaust þakklátur fyrir að leggja þessa meðgöngu á sig og sinn líkama. Til þess að svara spurningunni þá finnst mér sambandið bara breytast á jákvæðan hátt og styrkjast. Þórdís Björk glæsileg að vanda.Skjáskot/Þórdís Björk Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Og stjúpfeðra. Það eignast enginn sitt fyrsta barn og er hið fullkomna foreldri, maður er að læra eitthvað nýtt og þroskast inn í þetta hlutverk á hverjum degi. Gefið ykkur tíma, sýnið barninu ást, umhyggju og þolinmæði. Þolinmæði finnst mér sérstaklega mikið eiga við stjúpföðurhlutverkið og ekki reyna að kreista fram tenginguna, hún kemur með tímanum. Vinna og frami má ekki taka of mikinn fókus. Tíminn með börnunum á meðan þau eru lítil kemur aldrei aftur svo það er mikilvægt að minna sig á að njóta augnabliksins með þeim, á meðan maður getur. Hægt er að hlusta á lagið í Farfuglar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Júlí Heiðar - Farfuglar
Föðurland Tónlist Barnalán Tengdar fréttir Þórdís og Júlí eiga von á barni Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau hvort sinn soninn frá fyrri samböndum. 22. október 2023 22:40 „Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. 23. júní 2023 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þórdís og Júlí eiga von á barni Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau hvort sinn soninn frá fyrri samböndum. 22. október 2023 22:40
„Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. 23. júní 2023 20:00