Íslenski boltinn

Ís­lands­meistararnir fá öflugan liðs­styrk

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jasmín Erla Ingadóttir og stöllur hennar í Stjörnunni laumuðu sér upp í Evrópusæti í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar og geta tryggt sér sætið á morgun.
Jasmín Erla Ingadóttir og stöllur hennar í Stjörnunni laumuðu sér upp í Evrópusæti í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar og geta tryggt sér sætið á morgun. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar 2022, er farin frá Stjörnunni og hefur skrifað undir hjá Íslandsmeisturum Vals. 

Valur tilkynnti félagsskiptin á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Félagið samdi sömuleiðis á dögunum við Hailey Allende Whitaker, 23 ára bandarískan bakvörð sem kemur frá Auburn háskólanum. 

Áður hafði félagið samið við Katie Cousins frá Þrótti og Helenu Ósk Hálfdánardóttur frá Breiðabliki.  

Jasmín hefur leikið með Stjörnunni síðan árið 2019 en aldrei unnið titil með félaginu. Metnaðurinn er mikill og markmiðin eru skýr: 

„Aðalatriðið er að hjálpa liðinu að ná þeim markmiðum sem við stefnum að. Ég vil berjast um titla, fara lengra í Evrópu og bæta mig sem leikmann“ sagði Jasmín við undirritun samningsins. 

„Jasmín er frábær leikmaður sem kemur bæði með töfra í sóknarleikinn en einnig vinnusemi í varnarleikinn. Hún er með mikla reynslu úr Bestu deildinni sem mun klárlega hjálpa okkur í sumar“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir einn af þjálfurum meistaraflokks kvenna hjá Val um Jasmíni. 

Þrátt fyrir mikinn liðsstyrk hafa meistararnir misst nokkra lykilmenn frá sér, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Þórdís Elva Ágústsdóttir og markadrottningin Bryndís Arna Níelsdóttir eru allar farnar í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×