Skipulagðar gönguferðir slá í gegn á nýju ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 13:30 Guðrún Svava gekk fyrsta legg leiðarinnar í desember með nokkrum vinum sínum í dásamlega fallegu veðri. Guðrún Svava Viðarsdóttir Mikill áhugi er fyrir allskonar skipulögðum gönguferðum um landið nú í upphafi árs. Ein af göngunum er raðganga í þremur hlutum á milli vita þar sem Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn koma við sögu. Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð
Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira