Þórdís vann samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:22 Þórdís Erla Zoëga með teikningum af verki sínu Upphaf sem mun prýða byggingu hins nýja Landspítala. Þórdís Erla Zoëga bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala. Samhljóma niðurstaða dómnefndar var að verk hennar, Upphaf, bæri fyrir sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum. Þar kemur fram að í maí á þessu ári hafi Nýr Landspítali ohf. efnt til samkeppnis meðal myndlistarmanna um nýtt listaverk til útfærslu á Sóleyjartorgi, aðalaðkomutorgi meðferðarkjarna sem er stærsta einstaka nýbyggingin í uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Segir að samkeppnin hafi verið haldin samkvæmt myndlistarlögum nr. 64/2012 en í IV kafla 14. gr. kemur fram að eitt prósent af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga skuli varið til listaverka í henni og umhverfi hennar. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en alls bárust 51 umsókn um þátttöku. Forvalsnefnd valdi sex listamenn/hópa úr innsendum umsóknum til þátttöku í lokuðum hluta samkeppninnar. Þeir listamenn sem valdir voru til þáttöku voru: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Katrín Sigurðardóttir Ólöf Nordal Rósa Gísladóttir Sigurður Guðjónsson Þórdís Erla Zoëga Listamönnunum var falið að skila inn einni eða tveimur tillögum/útfærslum hverjum. Alls bárust dómnefnd tíu gildar tillögur. Verkið mun prýða byggingu hins nýja Landspítala. Verkið virkji rýmið Í umsögn dómnefndar um verk Þórdísar, Upphaf, segir að tillagan beri með sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Hringlaga form afmarkar annars vegar tjörn og hins vegar setsvæði til hliðar við aðalinngang byggingarinnar. Litað gler tengir innra og ytra rými og varpar hlýrri birtu um svæðið þannig að frá verkinu stafar jafnt hlýju og ljósi. „Form verksins kallast, á sannfærandi hátt, á við hringlaga stiga sem verður áberandi hluti af anddyrinu. Tillagan rímar vel við efnismeðferð anddyrisbyggingarinnar og byggingarlist meðferðarkjarnans, þar sem gler leikur margþætt hlutverk. Verkið virkjar rýmið og skapar áhugaverðan viðkomustað án þess að yfirtaka torgið. Setsvæðin gefa fyrirheit um hvíldarstað og skapa viðkomustað fyrir þá sem eiga erindi á sjúkrahúsið. Upphaf verður þannig jákvæður áhrifavaldur þegar horft er til mannlífs í umhverfi spítalans.“ Dómnefndin segir vatn leika stórt hlutverk í þeim hluta verksins sem sé utandyra. Birtan af lituðu gleri falli á vatnið sem jafnframt endurvarpi sólarljósi og gefi frá sér hljóð sem hafi áhrif á upplifun manna af staðnum. Upphaf ofan frá. „Birtan af glerinu hefur jafnframt áhrif á innra setsvæðið en það er hlutlausara og býður upp á frjálslega notkun sem kallar á samveru ólíkra kynslóða. Höfundur tilgreinir markmið verksins, sem falla á sannfærandi hátt að keppnislýsingu og ber einföld hugmyndin með sér góða formskynjun og einstaklega áhugaverða notkun rýmis.“ Dómnefndin segir að tillagan sé sterk þegar komi að sjónrænni útfærslu, dragi athygli að aðalinngangi byggingarinnar og hafi þannig burði til að vera kennileiti í umhverfi spítalans. „Veður og dagsbirta leika veigamikil hlutverk í upplifun áhorfandans en Upphaf myndar einskonar brennipunkt vatns, forms, lita og ljóss. Tillagan fellur vel að þeirri uppbyggilegu og líknandi starfsemi sem fer fram á sjúkrahúsi. Hugmyndin að verkinu er skýr og einföld þar sem áhorfendur virkja verkið og upplifun þeirra er kjarni þess.“ Tækniteikning af hinu nýja verki. Tvær tillögur hlutu viðurkenningu Þá kemur fram í tilkynningunni að tvær tillögur hafi hlotið viðurkenningu. Hjartaþræðing eftir Harald Jónssonar og Önnu Maríu Bogadóttur og Blíðleikur eftir Ólöf Nordal. Hjartaþræðing, höfundar: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan er einstaklega frumleg og endurspeglar áhugaverða nálgun við list í almannarými. Höfundur nálgast samkeppnissvæðið og allt umhverfið með ríkri tilfinningu fyrir hlutverki spítalans og sögu. Áhugaverð er samlíking milli mannslíkamans og bygginga spítalans. Verkið hefur til að bera margbreytileika sem fangar athygli manna jafnt á afgerandi hátt sem og með smágerðu áreiti. Tillagan tekur mið af byggingunni en dregur jafnframt inn á áhugaverðan hátt eldri byggingu Landspítala, en sá hluti tillögunnar fellur að hluta utan ramma samkeppninnar. Áhugavert er með hvaða hætti tillagan gerir ráð fyrir nýtingu ljóss og hljóðs s.s. í fossi sem streymir á milli hæða og er áberandi við aðalinngang meðferðarkjarnans. Almennt er styrkur tillögunnar lágstemmd inngrip sem auðga upplifun af rýminu. Dómnefnd telur listrænt gildi tillögunnar mikið og að hún sé til þess fallin að marka frumleg spor þegar kemur að myndlist sem áhrifavaldi í manngerðu umhverfi. Blíðleikur, höfundur: Ólöf Nordal Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan dregur fram sterk hughrif og ber með sér skýr merki um listrænt gildi byggt á þekkingu og innsæi í sagna- og menningararf. Verkið hefur burði til að laða að sér vegfarendur og verða þannig kennileiti og mikilvægur hluti af almannarýminu og Sóleyjartorgi. Verkið er innihaldsríkt og hugvitsamlega útfært þar sem höfundur tengir það á áhugaverðan hátt við trúarbrögð, táknfræði og vangaveltur um mannlega tilvist. Formræn útfærsla er vísvitandi gróf þar sem hún vísar til hins handgerða, en efnisval er hefðbundið og varanlegt sem hæfir verkinu vel. Tillagan er hugmyndalega vel rökstudd og einföld í framkvæmd. Sýning verður á innsendum tillögum í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 6.-7.janúar frá kl.13.00-17.00. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar á www.nlsh.is, www.lsh.is og www.sim.is. Landspítalinn Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum. Þar kemur fram að í maí á þessu ári hafi Nýr Landspítali ohf. efnt til samkeppnis meðal myndlistarmanna um nýtt listaverk til útfærslu á Sóleyjartorgi, aðalaðkomutorgi meðferðarkjarna sem er stærsta einstaka nýbyggingin í uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Segir að samkeppnin hafi verið haldin samkvæmt myndlistarlögum nr. 64/2012 en í IV kafla 14. gr. kemur fram að eitt prósent af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga skuli varið til listaverka í henni og umhverfi hennar. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en alls bárust 51 umsókn um þátttöku. Forvalsnefnd valdi sex listamenn/hópa úr innsendum umsóknum til þátttöku í lokuðum hluta samkeppninnar. Þeir listamenn sem valdir voru til þáttöku voru: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Katrín Sigurðardóttir Ólöf Nordal Rósa Gísladóttir Sigurður Guðjónsson Þórdís Erla Zoëga Listamönnunum var falið að skila inn einni eða tveimur tillögum/útfærslum hverjum. Alls bárust dómnefnd tíu gildar tillögur. Verkið mun prýða byggingu hins nýja Landspítala. Verkið virkji rýmið Í umsögn dómnefndar um verk Þórdísar, Upphaf, segir að tillagan beri með sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Hringlaga form afmarkar annars vegar tjörn og hins vegar setsvæði til hliðar við aðalinngang byggingarinnar. Litað gler tengir innra og ytra rými og varpar hlýrri birtu um svæðið þannig að frá verkinu stafar jafnt hlýju og ljósi. „Form verksins kallast, á sannfærandi hátt, á við hringlaga stiga sem verður áberandi hluti af anddyrinu. Tillagan rímar vel við efnismeðferð anddyrisbyggingarinnar og byggingarlist meðferðarkjarnans, þar sem gler leikur margþætt hlutverk. Verkið virkjar rýmið og skapar áhugaverðan viðkomustað án þess að yfirtaka torgið. Setsvæðin gefa fyrirheit um hvíldarstað og skapa viðkomustað fyrir þá sem eiga erindi á sjúkrahúsið. Upphaf verður þannig jákvæður áhrifavaldur þegar horft er til mannlífs í umhverfi spítalans.“ Dómnefndin segir vatn leika stórt hlutverk í þeim hluta verksins sem sé utandyra. Birtan af lituðu gleri falli á vatnið sem jafnframt endurvarpi sólarljósi og gefi frá sér hljóð sem hafi áhrif á upplifun manna af staðnum. Upphaf ofan frá. „Birtan af glerinu hefur jafnframt áhrif á innra setsvæðið en það er hlutlausara og býður upp á frjálslega notkun sem kallar á samveru ólíkra kynslóða. Höfundur tilgreinir markmið verksins, sem falla á sannfærandi hátt að keppnislýsingu og ber einföld hugmyndin með sér góða formskynjun og einstaklega áhugaverða notkun rýmis.“ Dómnefndin segir að tillagan sé sterk þegar komi að sjónrænni útfærslu, dragi athygli að aðalinngangi byggingarinnar og hafi þannig burði til að vera kennileiti í umhverfi spítalans. „Veður og dagsbirta leika veigamikil hlutverk í upplifun áhorfandans en Upphaf myndar einskonar brennipunkt vatns, forms, lita og ljóss. Tillagan fellur vel að þeirri uppbyggilegu og líknandi starfsemi sem fer fram á sjúkrahúsi. Hugmyndin að verkinu er skýr og einföld þar sem áhorfendur virkja verkið og upplifun þeirra er kjarni þess.“ Tækniteikning af hinu nýja verki. Tvær tillögur hlutu viðurkenningu Þá kemur fram í tilkynningunni að tvær tillögur hafi hlotið viðurkenningu. Hjartaþræðing eftir Harald Jónssonar og Önnu Maríu Bogadóttur og Blíðleikur eftir Ólöf Nordal. Hjartaþræðing, höfundar: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan er einstaklega frumleg og endurspeglar áhugaverða nálgun við list í almannarými. Höfundur nálgast samkeppnissvæðið og allt umhverfið með ríkri tilfinningu fyrir hlutverki spítalans og sögu. Áhugaverð er samlíking milli mannslíkamans og bygginga spítalans. Verkið hefur til að bera margbreytileika sem fangar athygli manna jafnt á afgerandi hátt sem og með smágerðu áreiti. Tillagan tekur mið af byggingunni en dregur jafnframt inn á áhugaverðan hátt eldri byggingu Landspítala, en sá hluti tillögunnar fellur að hluta utan ramma samkeppninnar. Áhugavert er með hvaða hætti tillagan gerir ráð fyrir nýtingu ljóss og hljóðs s.s. í fossi sem streymir á milli hæða og er áberandi við aðalinngang meðferðarkjarnans. Almennt er styrkur tillögunnar lágstemmd inngrip sem auðga upplifun af rýminu. Dómnefnd telur listrænt gildi tillögunnar mikið og að hún sé til þess fallin að marka frumleg spor þegar kemur að myndlist sem áhrifavaldi í manngerðu umhverfi. Blíðleikur, höfundur: Ólöf Nordal Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan dregur fram sterk hughrif og ber með sér skýr merki um listrænt gildi byggt á þekkingu og innsæi í sagna- og menningararf. Verkið hefur burði til að laða að sér vegfarendur og verða þannig kennileiti og mikilvægur hluti af almannarýminu og Sóleyjartorgi. Verkið er innihaldsríkt og hugvitsamlega útfært þar sem höfundur tengir það á áhugaverðan hátt við trúarbrögð, táknfræði og vangaveltur um mannlega tilvist. Formræn útfærsla er vísvitandi gróf þar sem hún vísar til hins handgerða, en efnisval er hefðbundið og varanlegt sem hæfir verkinu vel. Tillagan er hugmyndalega vel rökstudd og einföld í framkvæmd. Sýning verður á innsendum tillögum í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 6.-7.janúar frá kl.13.00-17.00. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar á www.nlsh.is, www.lsh.is og www.sim.is.
Landspítalinn Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira