Missti sjón á öðru auga vegna streitu Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2024 13:47 Eva Katrín rak sig illilega á og líkaminn gafst upp. Facebook Eva Katrín Sigurðardóttir, læknir og Wim Hof kennari segist mögulega eiga Íslandsmet í endurhæfingu eftir kulnun. Eva mætti í podcast Sölva Tryggvasonar og sagði frá því þegar hún blindaðist á öðru auga vegna streitu. Eva Katrín var í meira en hálft ár á Reykjalundi eftir að hafa keyrt sig gjörsamlega út. Hún hefur nú fengið bata og vinnur meðal annars við að aðstoða fólk í svipuðum sporum. „Ég bjó í Danmörku með eiginmanni mínum og þremur börnum, þar af einu pínulitlu. Ég var að klára nám í læknisfræði og maðurinn minn var í mjög krefjandi vinnu að klára sérnám og á sama tíma var ég að æfa þríþraut og undirbúa „Iron man“. Ég hef alltaf verið mjög aktív og viljað halda mörgum boltum á lofti,“ segir Eva. Eva Katrín í skriftastólnum hjá Sölva. Hún segist ekki hafa kunnað annað til að losa streitu en að fara á æfingu og bæta í raun bara við álagið. „Það hljómar eflaust furðulega fyrir marga, en þegar álagið var orðið hve mest ákvað ég til dæmis að keppa í þríþraut og „Ironman“. Ég góð mamma, eiginkona, vinkona, systir; sá um alla og bjarga heiminu þangað til að líkaminn sagði loksins stopp. Viðvörunarbjöllurnar hjá mér voru öll þessi líkamlegu einkenni. Það er auðvelt fyrir mig að sjá þetta núna úr baksýnisspeglinum. Fyrst eitt og eitt rautt ljós, en svo bara bláar sírenur. Meltingareinkenni, hjartsláttarónot og taugaeinkenni.“ Líkaminn sagði stopp Eva Katrín fór til alls kyns sérfræðinga vegna allra þessa en það kom aldrei neitt úr úr því og smám saman fór hún að verða örvæntingarfull. „Svo færðist þetta út í mjög svæsin taugaeinkenni. Til dæmis skyntruflanir eins og náladofi og fjörfiskur, of hraður hjartsláttur og fleira. Samhæfingin fór svo að verða verri og ég fór til dæmis að eiga erfitt með að hjóla á hjóli. En svo var stóra sjokkið þegar ég missti sjónina á öðru auga og það varð bara allt svart.“ Fleiri áföll fylgdu eins og þau þegar Eva Katrín datt út í hádegismatnum í vinnunni og endaði á að ranka við sér í hjartalínuriti, komin í slopp, en það fannst aldrei neitt. „Þarna varð ég mjög hrædd og fór heim og ákvað að hvíla mig allavega í einn dag. En svo varð einn dagur að tveimur og í heildina voru þetta 17 dagar þar sem líkaminn minn sagði alveg stopp. Þetta var orðið mjög slæmt á endanum og maðurinn minn þurfti beinlínis að halda á mér inni á klósett til að pissa. En samt var ég enn í afneitun.“ Óvissan var erfið Þegar lengst var gengið hafði Eva greint sig sjálfa sig með Parkinson eða MND þegar hún örmagnaðist á líkama og sál árið 2020. Hún var nánast farin að vona að hún væri með alvarlegan sjúkdóm eins og MS, bara til þess að fá einhverja skýringu á ástandinu. „Það er hrikalegt að segja þetta, en ég var nánast farin að vona að ég væri með MS sjúkdóminn, en var samt eiginlega sannfærð um að ég væri komin með MND, sem er einn versti taugasjúkdómur sem til er. Þessi óvissa var orðin svo rosalega erfið og kvíðavaldandi að ég varð bara að fá einhverja skýringu á þessu öllu saman, segir Eva. Hún hafi samt einhvern vegin náð að halda áfram á þrjóskunni einni saman. Eva Katrín segir hreyfingu mikilvæga sem og að kæla líkamann. „Þetta var í fyrstu Covid bylgjunni og bæði ég og maðurinn minn vorum skikkuð til að vinna í Kaupmannahöfn, en svo flytjum við heim í júlí og það líða ekki nema tvær vikur og þá hryn ég gjörsamlega. Bæði andlega, líkamlega og tilfinningalega. Elsta dóttir mín þurfti að ná mér upp úr gólfinu og ég grét bara og grét.“ Reykjalundur bjargaði Evu Katrínu Þá var ekkert annað í stöðunni en að leita sér hjálpar. Fljótlega eftir það komst Eva Katrín inn á Reykjalund. Hún sá fyrir sér að vera þar í nokkrar vikur, en endaði á að vera þar í sex og hálfan mánuð. „Ég veit ekki hvort ég á Íslandsmet í endurhæfingu eftir streitu, en ég hlýt að vera nálægt því að minnsta kosti. Það tók starfsfólkið á Reykjalundi alveg tvo mánuði að ná að róa mig nógu mikið niður til þess að ég væri í raun tilbúin til að byrja að fá bata og uppbyggingu.” Hægt og rólega kom batinn og Eva fór að finna sjálfa sig aftur. Eitt af því sem hún gerði þegar það versta var yfirstaðið var aðkynna sér öndunarfræði og kuldameðferðir Wim Hof. Wim Hof aðferðin byggir á þremur stoðum, öndunaræfingum, stigvaxandi kulda æfingum og hugarfari. Hún segir þetta þrennt hafa hjálpað sér mikið og átt stóran þátt í batanum: „Ég man að á sjötta degi þar sem ég var byrjuð að stunda þetta var ég allt í einu farin í sund með dætur mínar í fyrsta sinn í meira en ár og maðurinn minn benti mér á hvað það væru orðnar miklar breytingar á mér. Ég fann hvernig öndunin fór að bæta svefninn og boltinn fór að rúlla í rétta átt. Kuldaþjálfunin var mjög hæg fyrst um sinn og ég fór ekki í kalt bað fyrr en eftir talsverðan tíma. En ég man enn þegar það gerðist. Þá slökknaði á öllum kvíða og það kom bara algjört „bliss“. En fjórum mánuðum eftir að ég byrjaði þessa þjálfun var ég komin af öllum blóðþrýstingslyfjum og svo koll af kolli. Fyrir mig sem lækni var magnað að upplifa þetta og ég fékk ástríðu fyrir þessu.“ Mikið álag sem heilbrigðisstarfsfólk stendur frammi fyrir Eva starfar enn sem læknir. Hún segir að álagið á heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi mjög mikið og að það sé allt of stór hluti lækna og hjúkrunarfræðinga sem upplifi sjúklega streitu: „Það hafa verið gerðar rannsóknir á þessu á undanförnum árum og því miður bendir margt til þess að ástandið sé ekki nógu gott hjá heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi. Ég vann og bjó í Danmörku og þar kvartaði fólk undir álagi, en það er ekki nærri því jafn mikið og slæmt og hér á landi. Þegar þú ert undir miklu álagi getur þú farið að upplifa mikinn kvíða, depurð og fleiri einkenni og á endanum getur þú farið í kulnun. Þá er svefninn farinn og grunnþarfirnar orðnar vandamál.“ Þegar svona er komið geta þessi sjúklegu streitueinkenni sem Eva Katrín þekkir svo vel og örmögnunarástand farið að láta á sér kræla. Og þá er fólk lengi að ná sér til baka. „Heildræn líðan er komin alveg úr lagi og fólk fær jafnvel tímabundin heilabilunareinkenni og þreytan verður gríðarleg. Ég man þegar ég deildi sögunni minni á síðu íslenskra lækna fékk ég ekki miklar undirtektir í lækum, en ég fékk 56 einkaskilaboð frá læknum sem sögðust tengja við það sem ég væri að segja, en skömmin væri of mikil til að viðurkenna það. Það er ljóst að við sem samfélag verðum að tala um þessa hluti og sleppa skömm og fordómum.“ Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Eva Katrín var í meira en hálft ár á Reykjalundi eftir að hafa keyrt sig gjörsamlega út. Hún hefur nú fengið bata og vinnur meðal annars við að aðstoða fólk í svipuðum sporum. „Ég bjó í Danmörku með eiginmanni mínum og þremur börnum, þar af einu pínulitlu. Ég var að klára nám í læknisfræði og maðurinn minn var í mjög krefjandi vinnu að klára sérnám og á sama tíma var ég að æfa þríþraut og undirbúa „Iron man“. Ég hef alltaf verið mjög aktív og viljað halda mörgum boltum á lofti,“ segir Eva. Eva Katrín í skriftastólnum hjá Sölva. Hún segist ekki hafa kunnað annað til að losa streitu en að fara á æfingu og bæta í raun bara við álagið. „Það hljómar eflaust furðulega fyrir marga, en þegar álagið var orðið hve mest ákvað ég til dæmis að keppa í þríþraut og „Ironman“. Ég góð mamma, eiginkona, vinkona, systir; sá um alla og bjarga heiminu þangað til að líkaminn sagði loksins stopp. Viðvörunarbjöllurnar hjá mér voru öll þessi líkamlegu einkenni. Það er auðvelt fyrir mig að sjá þetta núna úr baksýnisspeglinum. Fyrst eitt og eitt rautt ljós, en svo bara bláar sírenur. Meltingareinkenni, hjartsláttarónot og taugaeinkenni.“ Líkaminn sagði stopp Eva Katrín fór til alls kyns sérfræðinga vegna allra þessa en það kom aldrei neitt úr úr því og smám saman fór hún að verða örvæntingarfull. „Svo færðist þetta út í mjög svæsin taugaeinkenni. Til dæmis skyntruflanir eins og náladofi og fjörfiskur, of hraður hjartsláttur og fleira. Samhæfingin fór svo að verða verri og ég fór til dæmis að eiga erfitt með að hjóla á hjóli. En svo var stóra sjokkið þegar ég missti sjónina á öðru auga og það varð bara allt svart.“ Fleiri áföll fylgdu eins og þau þegar Eva Katrín datt út í hádegismatnum í vinnunni og endaði á að ranka við sér í hjartalínuriti, komin í slopp, en það fannst aldrei neitt. „Þarna varð ég mjög hrædd og fór heim og ákvað að hvíla mig allavega í einn dag. En svo varð einn dagur að tveimur og í heildina voru þetta 17 dagar þar sem líkaminn minn sagði alveg stopp. Þetta var orðið mjög slæmt á endanum og maðurinn minn þurfti beinlínis að halda á mér inni á klósett til að pissa. En samt var ég enn í afneitun.“ Óvissan var erfið Þegar lengst var gengið hafði Eva greint sig sjálfa sig með Parkinson eða MND þegar hún örmagnaðist á líkama og sál árið 2020. Hún var nánast farin að vona að hún væri með alvarlegan sjúkdóm eins og MS, bara til þess að fá einhverja skýringu á ástandinu. „Það er hrikalegt að segja þetta, en ég var nánast farin að vona að ég væri með MS sjúkdóminn, en var samt eiginlega sannfærð um að ég væri komin með MND, sem er einn versti taugasjúkdómur sem til er. Þessi óvissa var orðin svo rosalega erfið og kvíðavaldandi að ég varð bara að fá einhverja skýringu á þessu öllu saman, segir Eva. Hún hafi samt einhvern vegin náð að halda áfram á þrjóskunni einni saman. Eva Katrín segir hreyfingu mikilvæga sem og að kæla líkamann. „Þetta var í fyrstu Covid bylgjunni og bæði ég og maðurinn minn vorum skikkuð til að vinna í Kaupmannahöfn, en svo flytjum við heim í júlí og það líða ekki nema tvær vikur og þá hryn ég gjörsamlega. Bæði andlega, líkamlega og tilfinningalega. Elsta dóttir mín þurfti að ná mér upp úr gólfinu og ég grét bara og grét.“ Reykjalundur bjargaði Evu Katrínu Þá var ekkert annað í stöðunni en að leita sér hjálpar. Fljótlega eftir það komst Eva Katrín inn á Reykjalund. Hún sá fyrir sér að vera þar í nokkrar vikur, en endaði á að vera þar í sex og hálfan mánuð. „Ég veit ekki hvort ég á Íslandsmet í endurhæfingu eftir streitu, en ég hlýt að vera nálægt því að minnsta kosti. Það tók starfsfólkið á Reykjalundi alveg tvo mánuði að ná að róa mig nógu mikið niður til þess að ég væri í raun tilbúin til að byrja að fá bata og uppbyggingu.” Hægt og rólega kom batinn og Eva fór að finna sjálfa sig aftur. Eitt af því sem hún gerði þegar það versta var yfirstaðið var aðkynna sér öndunarfræði og kuldameðferðir Wim Hof. Wim Hof aðferðin byggir á þremur stoðum, öndunaræfingum, stigvaxandi kulda æfingum og hugarfari. Hún segir þetta þrennt hafa hjálpað sér mikið og átt stóran þátt í batanum: „Ég man að á sjötta degi þar sem ég var byrjuð að stunda þetta var ég allt í einu farin í sund með dætur mínar í fyrsta sinn í meira en ár og maðurinn minn benti mér á hvað það væru orðnar miklar breytingar á mér. Ég fann hvernig öndunin fór að bæta svefninn og boltinn fór að rúlla í rétta átt. Kuldaþjálfunin var mjög hæg fyrst um sinn og ég fór ekki í kalt bað fyrr en eftir talsverðan tíma. En ég man enn þegar það gerðist. Þá slökknaði á öllum kvíða og það kom bara algjört „bliss“. En fjórum mánuðum eftir að ég byrjaði þessa þjálfun var ég komin af öllum blóðþrýstingslyfjum og svo koll af kolli. Fyrir mig sem lækni var magnað að upplifa þetta og ég fékk ástríðu fyrir þessu.“ Mikið álag sem heilbrigðisstarfsfólk stendur frammi fyrir Eva starfar enn sem læknir. Hún segir að álagið á heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi mjög mikið og að það sé allt of stór hluti lækna og hjúkrunarfræðinga sem upplifi sjúklega streitu: „Það hafa verið gerðar rannsóknir á þessu á undanförnum árum og því miður bendir margt til þess að ástandið sé ekki nógu gott hjá heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi. Ég vann og bjó í Danmörku og þar kvartaði fólk undir álagi, en það er ekki nærri því jafn mikið og slæmt og hér á landi. Þegar þú ert undir miklu álagi getur þú farið að upplifa mikinn kvíða, depurð og fleiri einkenni og á endanum getur þú farið í kulnun. Þá er svefninn farinn og grunnþarfirnar orðnar vandamál.“ Þegar svona er komið geta þessi sjúklegu streitueinkenni sem Eva Katrín þekkir svo vel og örmögnunarástand farið að láta á sér kræla. Og þá er fólk lengi að ná sér til baka. „Heildræn líðan er komin alveg úr lagi og fólk fær jafnvel tímabundin heilabilunareinkenni og þreytan verður gríðarleg. Ég man þegar ég deildi sögunni minni á síðu íslenskra lækna fékk ég ekki miklar undirtektir í lækum, en ég fékk 56 einkaskilaboð frá læknum sem sögðust tengja við það sem ég væri að segja, en skömmin væri of mikil til að viðurkenna það. Það er ljóst að við sem samfélag verðum að tala um þessa hluti og sleppa skömm og fordómum.“
Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira