„Mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 19:23 Vinirnir Bjarni Hall og Vilhjálmur Karl. Vísir/Ívar Fannar Eftirvænting og spenna ríkir hjá landsmönnum fyrir áramótaskaupinu. Tveir vinir sem eytt hafa árinu í að stúdera Áramótaskaup síðustu 29 ára binda miklar vonir við að höfundar skaupsins í ár taki ríkisstjórnina rækilega fyrir. Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært. Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært.
Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira