Hulunni svipt af Fröken Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 15:00 Jóna Sigurjónsdóttir fæddist árið 1933 og lést árið 2013. Björn Brynjúlfur Björnsson Hulunni hefur verið svipt af því hvaða yngismær bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir höfðu í huga þegar þeir sömdu textann við lagið Fröken Reykjavík um miðja síðustu öld. Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri og framleiðandi svaraði spurningunni sem landsmenn hafa margir hverjir spurt sig um árabil. Hver er þessi stúlka engri lík sem gengur eftur Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm? Björn Brynjúlfur upplýsir í umræðum í Facebook-hópnum Gamlar myndir að þar sé á ferðinni engin önnur en móðir hans heitin Jóna Sigurjónsdóttir. Fröken Reykjavík Hver gengur þarna eftir Austurstrætiog ilmar eins og vorsins blóm.Með djarfan svip og ögn af yfirlætiá ótrúlega rauðum skóm.Ó, það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem gengur þarna eftir Austurstrætiá ótrúlega rauðum skóm.Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkumí grasinu á Arnarhól,svo ung og djörf í ekta nælonsokkumen ofurlítið flegnum kjól.Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem situr þarna ung í ekta sokkumen ofurlítið flegnum kjól.Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífur þarna suður Tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn á brúnum sumarjakkahjá björkunum við Hljómskálann?Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem svífur þarna suður tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann. „Þeir sögðu henni það bræðurnir en þau þekktust öll vel. Þannig var að hún hafði séð rauða skó í erlendu tískublaði en slíkt var ekki til í Reykjavík þeirra daga. Hún tók því skó sem hún átti og málaði þá eldrauða með málningu. Svo spígsporaði hún um göturnar og vakti óskipta athygli,“ sagði Björn Brynjúlfur og birti myndina að ofan af móður sinni á hennar yngri árum. Ekki stóð á hrósyrðum frá meðlimum grúppunnar um hina fallegu Jónu og meðal annars upplýst að hún hafi verið kölluð Jóna fagra. Lag þeirra Árnasona um Fröken Reykjavík þekkja svo til allir landsmenn. Ýmist upprunalegu útgáfu þeirra bræðra eða endurútgáfu Friðriks Dórs Jónssonar af laginu frá 2016 sem hefur notið mikilla vinsælda síðan það var gefið út. Tónlist Reykjavík Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Sjá meira
Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri og framleiðandi svaraði spurningunni sem landsmenn hafa margir hverjir spurt sig um árabil. Hver er þessi stúlka engri lík sem gengur eftur Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm? Björn Brynjúlfur upplýsir í umræðum í Facebook-hópnum Gamlar myndir að þar sé á ferðinni engin önnur en móðir hans heitin Jóna Sigurjónsdóttir. Fröken Reykjavík Hver gengur þarna eftir Austurstrætiog ilmar eins og vorsins blóm.Með djarfan svip og ögn af yfirlætiá ótrúlega rauðum skóm.Ó, það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem gengur þarna eftir Austurstrætiá ótrúlega rauðum skóm.Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkumí grasinu á Arnarhól,svo ung og djörf í ekta nælonsokkumen ofurlítið flegnum kjól.Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem situr þarna ung í ekta sokkumen ofurlítið flegnum kjól.Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífur þarna suður Tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn á brúnum sumarjakkahjá björkunum við Hljómskálann?Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem svífur þarna suður tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann. „Þeir sögðu henni það bræðurnir en þau þekktust öll vel. Þannig var að hún hafði séð rauða skó í erlendu tískublaði en slíkt var ekki til í Reykjavík þeirra daga. Hún tók því skó sem hún átti og málaði þá eldrauða með málningu. Svo spígsporaði hún um göturnar og vakti óskipta athygli,“ sagði Björn Brynjúlfur og birti myndina að ofan af móður sinni á hennar yngri árum. Ekki stóð á hrósyrðum frá meðlimum grúppunnar um hina fallegu Jónu og meðal annars upplýst að hún hafi verið kölluð Jóna fagra. Lag þeirra Árnasona um Fröken Reykjavík þekkja svo til allir landsmenn. Ýmist upprunalegu útgáfu þeirra bræðra eða endurútgáfu Friðriks Dórs Jónssonar af laginu frá 2016 sem hefur notið mikilla vinsælda síðan það var gefið út.
Fröken Reykjavík Hver gengur þarna eftir Austurstrætiog ilmar eins og vorsins blóm.Með djarfan svip og ögn af yfirlætiá ótrúlega rauðum skóm.Ó, það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem gengur þarna eftir Austurstrætiá ótrúlega rauðum skóm.Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkumí grasinu á Arnarhól,svo ung og djörf í ekta nælonsokkumen ofurlítið flegnum kjól.Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem situr þarna ung í ekta sokkumen ofurlítið flegnum kjól.Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífur þarna suður Tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn á brúnum sumarjakkahjá björkunum við Hljómskálann?Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem svífur þarna suður tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann.
Tónlist Reykjavík Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Sjá meira