Logi Bergmann í banastuði á sveittum tónleikum Auðuns Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2023 09:01 Stemmningin var mikil á tónleikunum og símarnir á lofti enda langt frá því að Auðunn Lúthersson tróð upp hér á landi. Auðunn Lúthersson er mættur til landsins og tróð upp fyrir fullu húsi í Iðnó á laugardagskvöldið. Fremstur í flokki tónleikagesta var sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann sem skemmti sér konunglega. Mikil stemmning var á meðal tónleikagesta á meðan Auðunn fór á kostum á sviðinu. Logi sveiflaði sér í góðum takti á gólfinu eins og aðrir gestir en stuðið var mikið. Sviðinu í Iðnó var aðeins breytt og stækkað til hliðar sem Auðunn nýtti sér í lifandi sviðsframkomu. Svitinn var mikill á dansgólfinu og vonandi að einhverjir hafi hreinilega náð að svitna af sér jólastressið. „Ógleymanlegt. Takk x 1000,“ skrifar Auðunn í story á Instagram eftir tónleikana. Auðunn tók alla sína frægustu slagara eins og Freðinn, Enginn eins og þú og líka nýrri lög sem hann hefur samið í Los Angeles þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin misseri. Logi hefur sömuleiðis verið nokkuð utan sviðsljóssins hér á landi eftir langan feril í fjölmiðlum. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Í Bandaríkjunum fann Auðunn einmitt ástina og er kærastan hans Cassandra með honum hér á landi og eflaust verið stolt af sínum manni um helgina. Auðunn stefnir á að sýna sinni heittelskuðu hvað Ísland hefur upp á að bjóða í kringum jól og áramót. Má telja líklegt að parið skelli sér í Sundhöllina en Auðunn er mikill áhugamaður um sund eins og systir hans, sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir. Auðunn gaf á dögunum út lagið Í hjartanu yfir harið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála á Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ sagði Auðunn við Vísi á dögunum. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Logi Bergmann aftur á skjánum Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Mikil stemmning var á meðal tónleikagesta á meðan Auðunn fór á kostum á sviðinu. Logi sveiflaði sér í góðum takti á gólfinu eins og aðrir gestir en stuðið var mikið. Sviðinu í Iðnó var aðeins breytt og stækkað til hliðar sem Auðunn nýtti sér í lifandi sviðsframkomu. Svitinn var mikill á dansgólfinu og vonandi að einhverjir hafi hreinilega náð að svitna af sér jólastressið. „Ógleymanlegt. Takk x 1000,“ skrifar Auðunn í story á Instagram eftir tónleikana. Auðunn tók alla sína frægustu slagara eins og Freðinn, Enginn eins og þú og líka nýrri lög sem hann hefur samið í Los Angeles þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin misseri. Logi hefur sömuleiðis verið nokkuð utan sviðsljóssins hér á landi eftir langan feril í fjölmiðlum. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Í Bandaríkjunum fann Auðunn einmitt ástina og er kærastan hans Cassandra með honum hér á landi og eflaust verið stolt af sínum manni um helgina. Auðunn stefnir á að sýna sinni heittelskuðu hvað Ísland hefur upp á að bjóða í kringum jól og áramót. Má telja líklegt að parið skelli sér í Sundhöllina en Auðunn er mikill áhugamaður um sund eins og systir hans, sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir. Auðunn gaf á dögunum út lagið Í hjartanu yfir harið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála á Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ sagði Auðunn við Vísi á dögunum.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Logi Bergmann aftur á skjánum Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14
Logi Bergmann aftur á skjánum Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. 26. maí 2023 08:01