Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Helena Rós Sturludóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. desember 2023 08:01 Heba segist hafa mjög gaman að því að vinna með höndunum. Vísir/Einar Piparkökuskreytingar eru löngu orðinn fastur liður hjá mörgum fyrir jólin. Ung kona á Seltjarnarnesi gengur skrefinu lengra í ár og hefur meðal annars bakað stóran og veglegan piparköku Eiffelturn sem prýðir stofu fjölskyldunnar. Fréttamaður leit við hjá hinni 23 ára gömlu Hebu Guðrúnu Nielsen í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að baka. Ég gerði eitt í fyrra, þannig að ég ákvað að gera það sama í ár. Nema ég ákvað að gera þau aðeins stærri og flottari. Ég ákvað að gera Eiffelturninn og Tower Brigde“ segir Heba. Heba segist hafa varið mörgum kvöldstundum í verkefnið. „Allan nóvember, svolítið í október og eitthvað í desember. Þannig að mjög mikið af kvöldstundum.“ Hvað finnst fjölskyldunni um þetta áhugamál? „Þeim finnst þetta geggjað. Þau alla vega hafa ekkert slæmt að segja um það. Ég hef mitt pláss og minn tíma og enginn að trufla mig. Þannig að þeim finnst það bara geggjað.“ Heba, sem er ekki lærður bakari, segist hafa mjög gaman að því að vinna með höndunum. „Ég er mjög mikið að prjóna og hekla og baka kökur, og alls konar. Ég hef gaman að þessu öllu.“ Eiffelturninn og Tower-brúin á góðum stað á heimili Hebu. Vísir/Einar Heba segist sjá fyrir sér að leggja eitthvað af því fyrir sig. „Ég sé mig ekki fyrir mér í einhverju öðru. Einhverju bókatengdu eða einhverju þannig, ég sé það ekki fyrir mér. Frekar eitthvað svona.“ Sjálf segist Heba ekki borða piparkökur. En hvað verður þá um piparkökuhúsin þegar jólin klárast? „Ég set bara poka yfir og hendi því niður,“ segir Heba og hlær. Heba segir það smá sársaukafullt að horfa á verkin fara í ruslið. En þá geri hún bara eitthvað flottara á næsta ári. Og hana dreymir stórt. „Ég væri til í að geta gert Taj Mahal bygginguna. Kannski geri ég það einn daginn,“ segir Heba. Verk Hebu lítur vel út í ljósi jafnt sem myrkri. Vísir/Einar Jól Matur Seltjarnarnes Föndur Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Fréttamaður leit við hjá hinni 23 ára gömlu Hebu Guðrúnu Nielsen í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að baka. Ég gerði eitt í fyrra, þannig að ég ákvað að gera það sama í ár. Nema ég ákvað að gera þau aðeins stærri og flottari. Ég ákvað að gera Eiffelturninn og Tower Brigde“ segir Heba. Heba segist hafa varið mörgum kvöldstundum í verkefnið. „Allan nóvember, svolítið í október og eitthvað í desember. Þannig að mjög mikið af kvöldstundum.“ Hvað finnst fjölskyldunni um þetta áhugamál? „Þeim finnst þetta geggjað. Þau alla vega hafa ekkert slæmt að segja um það. Ég hef mitt pláss og minn tíma og enginn að trufla mig. Þannig að þeim finnst það bara geggjað.“ Heba, sem er ekki lærður bakari, segist hafa mjög gaman að því að vinna með höndunum. „Ég er mjög mikið að prjóna og hekla og baka kökur, og alls konar. Ég hef gaman að þessu öllu.“ Eiffelturninn og Tower-brúin á góðum stað á heimili Hebu. Vísir/Einar Heba segist sjá fyrir sér að leggja eitthvað af því fyrir sig. „Ég sé mig ekki fyrir mér í einhverju öðru. Einhverju bókatengdu eða einhverju þannig, ég sé það ekki fyrir mér. Frekar eitthvað svona.“ Sjálf segist Heba ekki borða piparkökur. En hvað verður þá um piparkökuhúsin þegar jólin klárast? „Ég set bara poka yfir og hendi því niður,“ segir Heba og hlær. Heba segir það smá sársaukafullt að horfa á verkin fara í ruslið. En þá geri hún bara eitthvað flottara á næsta ári. Og hana dreymir stórt. „Ég væri til í að geta gert Taj Mahal bygginguna. Kannski geri ég það einn daginn,“ segir Heba. Verk Hebu lítur vel út í ljósi jafnt sem myrkri. Vísir/Einar
Jól Matur Seltjarnarnes Föndur Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira