Vaknaði oftar en einu sinni í steininum á aðfangadag Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. desember 2023 12:07 Fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson stendur fyrir jólatónleikaviðburði í Þjóðleikhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 20:00. Vísir/Vilhelm Fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson er mikið jólabarn en hann stendur fyrir viðburðinum Snorri Ásmundsson og Jólagestir í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar kemur Snorri fram sem píanóleikari og syngur jólalög fyrir gesti ásamt jólagestum sínum. Snorri hlakkar mikið til þriðjudagsins.Aðsend Bæði harmþrungið og hamingjuríkt Snorri var skírður á jóladag og hefur að eigin sögn verið mikið jólabarn allar götur síðan. Hann kann frá mörgu að segja bæði harmþrungnu og hamingjuríku en á tónleikunum mun hann flytja falleg jólalög ásamt því að segja jólasögur og ævintýri. Snorri gaf út jólaplötuna Jólasveit og Jóladís fyrir nokkrum árum og að hans sögn er hún af mörgum talin ein allra besta jólaplata seinni ára. Hann hefur áður haldið jólatónleika með Högna Egilssyni í Mengi. „Ólavía Hrönn hjá Þjóðleikhúsinu er mikill hvatamaður minn, hún hvatti mig til þess að halda þessa tónleika. Ég var með tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í sumar þar sem kvöldið var í anda Gísla Marteins. Ég söng og spilaði á píanó og fékk gesti úr salnum. Það gekk svona rosalega vel og margir sem hafa komið á mína tónleika lýsa því yfir að það séu bestu tónleikar sem þau hafa farið á. Þó að ég sé kannski svolítið þekktur þá er ég mjög avant-garde. Fólk er stundum feimið við að mæta á viðburði hjá mér og upplifir jafnvel að það sé vandræðalegt, því fólk er ekki vant því að vera í vandræðalegum aðstæðum. En það er svolítið það sem mér finnst gaman að gera. Þegar ég sest við píanóið leysast einhverjir töfrar úr læðingi og ég fæ aldrei sviðsskrekk. Mér finnst ekki gaman að vera flottur, þegar allt er fullkomið þá höfðar það ekki til mín. Mér finnst ófullkomleikinn fullkomnastur.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Snorra Ásmundsson leika á píanó í bústað sendiherra Íslands í Austurríki: „Vandræðalegar aðstæður minn heimavöllur“ Snorri segist almennt ekki upplifa að verða vandræðalegur. „Þetta er orðið svo eðlilegt hjá mér. Vandræðalegar aðstæður eru minn heimavöllur. En ég á meira að segja nokkra vini sem eiga erfitt með að koma á viðburði hjá mér því þeir verða svo meðvirkir.“ Á tónleikunum verður Snorri með óvænta leynigesti en afhjúpar að Davíð Oddsson verði meðal gesta. Aðspurður hvort Davíð komi til með að koma fram segir Snorri: „Ég hef ekkert talað um þetta við hann en ég bara vona að hann komi og verði þarna gestur hjá mér.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Heiðarleikinn geri okkur frjáls Snorra þykir gott að lifa í hreinskilni og deilir því meðal annars að hann hafi vaknað oftar en einu sinni í steininum á aðfangadag fyrir drykkjuskap og ólæti en hann lagði flöskuna til hliðar fyrir meira en 20 árum. „Ég var í kringum tvítugt þegar ég fór í mína fyrstu meðferð og þá sagði fjölskyldan bara að ég væri í vertíð. Það var svo mikil skömm í kringum þetta. Svo man ég í fjölskylduboði var einhver að spyrja hvernig vertíðin hefði gengið og ég sagði bara ha vertíð? Ég var í meðferð. Þá sló alveg þögn í rýmið og allir urðu vandræðalegir. En ég skammast mín ekki fyrir neitt og ég er svolítið opinskár. Ég held að það stafi líka af því að kynslóðin á undan var svolítið tepruleg, mikið að sópa hlutunum undir teppi og búa til leyndarmál. Ég er svo sá sem brýst út. Leyndarmálin gera okkur ófrjáls en heiðarleikinn gerir okkur frjáls og ég upplifi mig sem frjálsan mann.“ Snorri segist því leyfa sér að gera mistök og setur ekki þá kröfu á sig að gera allt óaðfinnanlega. „Við erum öll fullkomlega ófullkomin og við þurfum að fá að vera það.“ Jólin góð og falleg mantra Aðspurður hvað sé uppáhaldið hans við jólatíðina svarar Snorri: „Það er hugur fólks. Ég er ekkert sérstaklega hlynntur trúarbrögðum þó ég geti alveg borið virðingu fyrir þeim. En jólin fyrir mér eru góð og falleg mantra, hátíð ljóss og friðar. Jólin búa líka yfir slæmum myndum og sumir reyna að friða samvisku sína með því að gefa stórar gjafir en þú færð ekki syndafyrirgefningu með pökkum. Það er líklega ódýrast fyrir fólk að kaupa aflátsbréf af mér,“ segir Snorri léttur í bragði að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana. Snorri Ásmundsson var viðmælandi í Vísisþáttunum Kúnst í fyrra. Hægt er að sjá allan þáttinn í spilaranum hér: Menning Tónlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þar kemur Snorri fram sem píanóleikari og syngur jólalög fyrir gesti ásamt jólagestum sínum. Snorri hlakkar mikið til þriðjudagsins.Aðsend Bæði harmþrungið og hamingjuríkt Snorri var skírður á jóladag og hefur að eigin sögn verið mikið jólabarn allar götur síðan. Hann kann frá mörgu að segja bæði harmþrungnu og hamingjuríku en á tónleikunum mun hann flytja falleg jólalög ásamt því að segja jólasögur og ævintýri. Snorri gaf út jólaplötuna Jólasveit og Jóladís fyrir nokkrum árum og að hans sögn er hún af mörgum talin ein allra besta jólaplata seinni ára. Hann hefur áður haldið jólatónleika með Högna Egilssyni í Mengi. „Ólavía Hrönn hjá Þjóðleikhúsinu er mikill hvatamaður minn, hún hvatti mig til þess að halda þessa tónleika. Ég var með tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í sumar þar sem kvöldið var í anda Gísla Marteins. Ég söng og spilaði á píanó og fékk gesti úr salnum. Það gekk svona rosalega vel og margir sem hafa komið á mína tónleika lýsa því yfir að það séu bestu tónleikar sem þau hafa farið á. Þó að ég sé kannski svolítið þekktur þá er ég mjög avant-garde. Fólk er stundum feimið við að mæta á viðburði hjá mér og upplifir jafnvel að það sé vandræðalegt, því fólk er ekki vant því að vera í vandræðalegum aðstæðum. En það er svolítið það sem mér finnst gaman að gera. Þegar ég sest við píanóið leysast einhverjir töfrar úr læðingi og ég fæ aldrei sviðsskrekk. Mér finnst ekki gaman að vera flottur, þegar allt er fullkomið þá höfðar það ekki til mín. Mér finnst ófullkomleikinn fullkomnastur.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Snorra Ásmundsson leika á píanó í bústað sendiherra Íslands í Austurríki: „Vandræðalegar aðstæður minn heimavöllur“ Snorri segist almennt ekki upplifa að verða vandræðalegur. „Þetta er orðið svo eðlilegt hjá mér. Vandræðalegar aðstæður eru minn heimavöllur. En ég á meira að segja nokkra vini sem eiga erfitt með að koma á viðburði hjá mér því þeir verða svo meðvirkir.“ Á tónleikunum verður Snorri með óvænta leynigesti en afhjúpar að Davíð Oddsson verði meðal gesta. Aðspurður hvort Davíð komi til með að koma fram segir Snorri: „Ég hef ekkert talað um þetta við hann en ég bara vona að hann komi og verði þarna gestur hjá mér.“ View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Heiðarleikinn geri okkur frjáls Snorra þykir gott að lifa í hreinskilni og deilir því meðal annars að hann hafi vaknað oftar en einu sinni í steininum á aðfangadag fyrir drykkjuskap og ólæti en hann lagði flöskuna til hliðar fyrir meira en 20 árum. „Ég var í kringum tvítugt þegar ég fór í mína fyrstu meðferð og þá sagði fjölskyldan bara að ég væri í vertíð. Það var svo mikil skömm í kringum þetta. Svo man ég í fjölskylduboði var einhver að spyrja hvernig vertíðin hefði gengið og ég sagði bara ha vertíð? Ég var í meðferð. Þá sló alveg þögn í rýmið og allir urðu vandræðalegir. En ég skammast mín ekki fyrir neitt og ég er svolítið opinskár. Ég held að það stafi líka af því að kynslóðin á undan var svolítið tepruleg, mikið að sópa hlutunum undir teppi og búa til leyndarmál. Ég er svo sá sem brýst út. Leyndarmálin gera okkur ófrjáls en heiðarleikinn gerir okkur frjáls og ég upplifi mig sem frjálsan mann.“ Snorri segist því leyfa sér að gera mistök og setur ekki þá kröfu á sig að gera allt óaðfinnanlega. „Við erum öll fullkomlega ófullkomin og við þurfum að fá að vera það.“ Jólin góð og falleg mantra Aðspurður hvað sé uppáhaldið hans við jólatíðina svarar Snorri: „Það er hugur fólks. Ég er ekkert sérstaklega hlynntur trúarbrögðum þó ég geti alveg borið virðingu fyrir þeim. En jólin fyrir mér eru góð og falleg mantra, hátíð ljóss og friðar. Jólin búa líka yfir slæmum myndum og sumir reyna að friða samvisku sína með því að gefa stórar gjafir en þú færð ekki syndafyrirgefningu með pökkum. Það er líklega ódýrast fyrir fólk að kaupa aflátsbréf af mér,“ segir Snorri léttur í bragði að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana. Snorri Ásmundsson var viðmælandi í Vísisþáttunum Kúnst í fyrra. Hægt er að sjá allan þáttinn í spilaranum hér:
Menning Tónlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira