Eiður Smári og Inga Lind í banastuði á aðventunni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2023 10:35 Það var stuð víða um helgina. Eiður Smári fékk vænt adrenalínkikk, Inga Lind söng í karókí í London og Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að mála. Já það gekk á með ýmsu um liðna helgi sem kennd er við annan í aðventu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði margan fótboltaleikinn undir pressu á árum áður. Um helgina skellti hann sér upp á Hellisheiði með grallaranum Sverri Þór Sverrissyni, æskuvininum Sveppa úr ÍR, en tilefnið var Zip-line af Kömbunum og niður. Eiður Smári kallar ekki allt ömmu sína en upplýsti þó að hjartslátturinn væri orðinn verulega ár þegar hann var tilbúinn í salíbununa. Ekki varð honum meint af og var skömmu síðar kominn í buggy-bíl með Sveppa sem elskar að keyra, svo mikið að hann heldur úti bílahlaðvarpi með Pétri Jóhanni. Gylfi Þór Sigurðsson er á landinu og reif ekki bara fram pensilinn heldur skellti sér í málningargallann. Þórir Rafn Hólmgeirsson vinur hans og vanur málari fylgdist þó með að allt færi vel fram. Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona skildi hundinn eftir heima á Íslandi, væntanlega í góðum höndum, og skellti sér til London með félögum sínum hjá framleiðslufyrirtækinu Skot productions. Hópurinn skellti sér á Michelin-veitingastaðinn Brat og svo tók Inga Lind lagið í karókí með vinum sínum. Inga Lind, sem spilar bæði golf og tennis, er ýmislegt til lista lagt og má telja líklegt að hún hafi massað sönginn eins og annað. Fleiri voru á ferð og flugi. Þar á meðal íþróttaálfurinn Magnús Scheving og hans heittelskaða Hrefna Sverrisdóttir veitingakona. Þau hittu Sunnevu Sverrisdóttur, systur Hrefnu, fyrir í Kaupmannahöfn og skelltu sér í Tívólí í jólabúning. Sunneva sló í gegn í þáttunum Tveir + sex á Popp Tíví fyrir áratug þar sem hún kynnti sér ýmislegt öðruvísi í kynlífi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, var með í för - ekki við gerð kynlífsþáttanna fyrir áratug heldur í jólagleðinni í Tívolí um helgina. Eiður Smári gerði fleira í liðinni viku en að svífa í háloftunum og keyra Buggy bíl. Kappinn skellti sér í fjallgöngu á Esjunni í vikunni og lét kuldabola ekki trufla sig. Þá sást til hans í góðum gír á Snaps með söngdívunni Bryndísi Jakobs. Já, það er hægt að „hygge sig“ á fleiri stöðum en í Danmörku. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að góðri aðventustund. Jólatónleikarnir eru á fullu og sem betur fer komast flestir heim án þess að ælt sé yfir þá. Það var tilfellið hjá óheppnasta jólatónleikagesti helgarinnar eins og Vísir fjallaði um á laugardag. Katrín Jakobsdóttir var á meðal gesta á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Á Akureyri héldu Friðrik Ómar og félagar sex jólatónleika í Hofi um helgina. Svo mikill galsi var komið í Friðrik, Selmu Björns, Jógvan og félaga að þau byrjuðu að telja niður í sýningu í kallkerfi hússins á hinum ýmsu tungumálum. Vinur Friðriks Ómars, útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars, gerði sér glaðan sunnudag og skellti sér í miðbæinn. Kaffibrennslan var staðurinn, gleðin var mikil en óvíst hvað var í glasinu hans Sigga sem var á spjalli með góðum vinum. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar og fastagestur á öldurhúsinu Kalda, sást úti að borða á veitingastaðnum Sumac á Laugaveginum í liðinni viku. Austurlensk matargerð er greinilega vinsæl hjá Jóni Gunnari sem skálaði með góðri vinkonu á aðventunni. En það var örugglega eitthvað sem við misstum af. Ertu með skemmtilega ábendingu? Sendu okkur línu á lifid@visir.is. Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði margan fótboltaleikinn undir pressu á árum áður. Um helgina skellti hann sér upp á Hellisheiði með grallaranum Sverri Þór Sverrissyni, æskuvininum Sveppa úr ÍR, en tilefnið var Zip-line af Kömbunum og niður. Eiður Smári kallar ekki allt ömmu sína en upplýsti þó að hjartslátturinn væri orðinn verulega ár þegar hann var tilbúinn í salíbununa. Ekki varð honum meint af og var skömmu síðar kominn í buggy-bíl með Sveppa sem elskar að keyra, svo mikið að hann heldur úti bílahlaðvarpi með Pétri Jóhanni. Gylfi Þór Sigurðsson er á landinu og reif ekki bara fram pensilinn heldur skellti sér í málningargallann. Þórir Rafn Hólmgeirsson vinur hans og vanur málari fylgdist þó með að allt færi vel fram. Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona skildi hundinn eftir heima á Íslandi, væntanlega í góðum höndum, og skellti sér til London með félögum sínum hjá framleiðslufyrirtækinu Skot productions. Hópurinn skellti sér á Michelin-veitingastaðinn Brat og svo tók Inga Lind lagið í karókí með vinum sínum. Inga Lind, sem spilar bæði golf og tennis, er ýmislegt til lista lagt og má telja líklegt að hún hafi massað sönginn eins og annað. Fleiri voru á ferð og flugi. Þar á meðal íþróttaálfurinn Magnús Scheving og hans heittelskaða Hrefna Sverrisdóttir veitingakona. Þau hittu Sunnevu Sverrisdóttur, systur Hrefnu, fyrir í Kaupmannahöfn og skelltu sér í Tívólí í jólabúning. Sunneva sló í gegn í þáttunum Tveir + sex á Popp Tíví fyrir áratug þar sem hún kynnti sér ýmislegt öðruvísi í kynlífi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, var með í för - ekki við gerð kynlífsþáttanna fyrir áratug heldur í jólagleðinni í Tívolí um helgina. Eiður Smári gerði fleira í liðinni viku en að svífa í háloftunum og keyra Buggy bíl. Kappinn skellti sér í fjallgöngu á Esjunni í vikunni og lét kuldabola ekki trufla sig. Þá sást til hans í góðum gír á Snaps með söngdívunni Bryndísi Jakobs. Já, það er hægt að „hygge sig“ á fleiri stöðum en í Danmörku. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að góðri aðventustund. Jólatónleikarnir eru á fullu og sem betur fer komast flestir heim án þess að ælt sé yfir þá. Það var tilfellið hjá óheppnasta jólatónleikagesti helgarinnar eins og Vísir fjallaði um á laugardag. Katrín Jakobsdóttir var á meðal gesta á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Á Akureyri héldu Friðrik Ómar og félagar sex jólatónleika í Hofi um helgina. Svo mikill galsi var komið í Friðrik, Selmu Björns, Jógvan og félaga að þau byrjuðu að telja niður í sýningu í kallkerfi hússins á hinum ýmsu tungumálum. Vinur Friðriks Ómars, útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars, gerði sér glaðan sunnudag og skellti sér í miðbæinn. Kaffibrennslan var staðurinn, gleðin var mikil en óvíst hvað var í glasinu hans Sigga sem var á spjalli með góðum vinum. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar og fastagestur á öldurhúsinu Kalda, sást úti að borða á veitingastaðnum Sumac á Laugaveginum í liðinni viku. Austurlensk matargerð er greinilega vinsæl hjá Jóni Gunnari sem skálaði með góðri vinkonu á aðventunni. En það var örugglega eitthvað sem við misstum af. Ertu með skemmtilega ábendingu? Sendu okkur línu á lifid@visir.is.
Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira