„ADHD er ofurkraftur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. desember 2023 08:01 Thelma fékk ekki greiningu fyrr en seint á unglingsaldri og þegar hún var í grunnskóla bjó til eigin aðferð til að tileinka sér námsefnið. Aðsend Thelma Dögg Harðardóttir samfélagsmiðlastýra og sveitastjórnarfulltrúi VG í Borgarbyggð var greind með ADHD fyrir níu árum. Eftir stutta reynslu af Concerta einsetti hún sér að lifa með greiningunni lyfjalaus og lagðist í mikla og djúpa sjálfsvinnu. Í dag talar hún um ekki um ADHD-ið ekki sem röskun. Hún kallar það ofurkraft. Lærði í gegnum samtöl Líkt og algengt er fékk Thelma ekki greiningu á ADHD fyrr en hún var komin á unglingsaldur. En einkennin höfðu engu að síður komið í ljós mun fyrr, þegar hún var í Lindaskóla í Kópavogi. Þegar hún var í grunnskóla var umræðan um ADHD vissulega byrjuð að myndast. En ADHD hjá stúlkum kom nánast aldrei til tals. Þegar hún var komin í gagnfræðiskóla, og enn meiri áhersla var lögð á bóknám, varð róðurinn sífellt þyngri. „Ég gat lært, bara ekki í gegnum bækur og án þess að tala. Þegar kom að fögum eins og smíði og myndmennt gekk mér vel, af því að þar fékk maður að sitja við borð með samnemendum, vinna með verkefni í höndunum og tala á meðan.“ Thelma var kornung þegar hún byrjaði í hestaíþróttinni og síðan þá hafa hestarnir verið hennar líf og yndi. Foreldrar hennar notuðu ástríðu hennar gagnvart hestunum sem hvatningu í gegnum námið, umbun og refsingu eftir því hvernig frammistaða hennar var í skólanum. „Og mörgum fannst það eflaust harkalegt, en það virkaði samt ótrúlega vel, og ég var heppin að ég hafði þetta sport sem ég brann svo mikið fyrir. Þau sáu hvernig þau gátu nýtt það og þetta kallaði fram árangur innan námsins." Hún þróaði að eigin sögn með sér ákveðna aðferð til að tileinka sér námsefnið þegar hún var í grunnskóla. „Ég gat lært námsefnið með samtölum við kennarana, til dæmis í enskukennslunni, með því að tala við kennarana á ensku. Ég var mjög heppin að kennararnir í Lindaskóla höfðu þolinmæði gagnvart því, en eflaust var það samt á á kostnað annara nemenda.“ Þessi aðferð reyndist Thelmu svo vel að hún útskrifaðist úr Lindaskóla með yfir 9 í öllum fögum, nema að vísu stærðfræðinni. „Og það var kannski þess vegna sem engum datt í hug að greina mig. Ég var ekki þetta týpíska ADHD barn.“ Skellur að koma í Versló Að loknum grunnskóla fór Thelma í Verslunarskólann. Þar var kennslufyrirkomulagið skiljanlega hefðbundið og afar fastmótað. Það var ekki mikið svigrúm í boði fyrir þá nemendur sem þurftu að nálgast námsefnið á sínum eigin forsendum. Námsaðferðinar sem höfðu nýst Thelmu í grunnskóla voru ekki lengur í boði. Þarna fékk hún að eigin sögn „skellinn.“ „Ég upplifði mig í fyrsta skipti eins og það væri virkilega eitthvað að mér. Fyrsta árið var rosalega mikið sjokk. Ég eyddi miklum tíma í að reyna að ná tökum á náminu. Á sama tíma var ég á fullu að keppa í hestunum og það var ómögulegt fyrir mig að halda utan um þetta allt.“ Þegar Thelma var komin á annað ár í Verslunarskólanum varð henni ljóst að þetta væri töpuð barátta. Námið fór að fjara út í sandinn og það varð auðveldara að að leyfa hestamennskunni að taka yfir allan tíma. Hún hætti að skila inn verkefnum og læra fyrir próf. Einkunnirnar hröpuðu í kjölfarið og hún féll. „Um vorið bauðst mér að fara í sumarskóla og taka þetta upp en ég var bara búin að kveðja þetta einhvern veginn. Ég vissi samt ekkert hvað ég ætlaði að gera. Það var krefjandi að horfast í augu við þetta og foreldrar mínir höfðu skiljanlega áhyggjur af mér.“ Um þetta leyti hafði Thelma verið að ganga til sálfræðings út af ýmsu öðru. Það var fyrir hans tilstilli að Thelma fékk tilvísun í ADHD greiningu, fyrst hjá öðrum sálfræðingi og síðan geðlækni. Sá sálfræðingur var með stofu í sama húsnæði og sálfræðingurinn sem hún gekk til og því voru hæg heimatökin. Hann sendi hana bókstaflega yfir í næsta herbergi til að kanna möguleikann á greiningu. Og öfugt við marga fékk Thelma greiningu innan nokkurra mánaða. „Sorgleg staðreynd íslensks heilbrigðiskerfis“ eins og Thelma orðar það. Hestaíþróttin hefur verið ástríða Thelmu frá því hún var barn.Birgit Zimmerman Greiningin var að hennar sögn ekki eitthvað sem henni datt í hug að vera sérlega ánægð með, en var að engu að síður blessun í dulargervi böls. „Þarna fékk ég loksins skýringu á svo mörgu. Af hverju ég þurfti alltaf að vaða í hlutina, af hverju ég var alltaf að segja hluti án þess að hugsa. Ég skildi loksins af hverju mér tókst aldrei að hafa stjórn á tímanum.“ Lyfin veittu nýja sýn Nokkrum mánuðum seinna skipti Thelma um skóla og hóf nám við Menntaskólanum í Kópavogi. „Ég upplifði það þannig að kennararnir í MK væru með meiri reynslu og þekkingu þegar kemur að „allskonar“ nemendum. Það var miklu rými þar fyrir fjölbreyttari kennsluaðferðir, umhverfið var ekki eins fastmótað eins og í skólum sem eru með bekkjarkerfi. Það var meira frelsi til að velja áfanga sem höfðuðu til manns.“ Um svipað leyti byrjaði Thelma að taka inn ofvirknilyfið Concerta. „Og ég varð allt önnur manneskja. Ég gat sest niður með stærðfræðibók og einbeitt mér. Ég gat skilið það sem stóð á blaðinu. Ég gat klárað heilt verkefni án þess að líta upp. Þetta var algjörlega nýtt líf og ég hugsaði með mér: „Vá, ég get þetta, þetta er allt hérna uppi í hausnum á mér.“ Á endanum komst Thelma þó að þeirri niðurstöðu að þó svo að lyfin gerðu henni kleift að „fúnkera“ betur í samfélaginu þá var það ekki þess virði. „Ég fékk kannski ekki alveg fullnægjandi eftirfylgni. Í mörgum tilfellum eru lyfin bjargráð, vissulega.Mér gekk jú betur í skólanum en ég hafði misst svo margt annað. Á nokkrum mánuðum léttist ég meira en þætti eðlilegt. Ég fór að finna fyrir miklu þunglyndi, í fyrsta sinn á ævinni, og það var orðið hrikalega erfitt að vakna á morgnana. Ég var rosalega virk á milli átta og fjögur á daginn en seinnipartinn, þegar áhrifin af lyfjunum fóru að dofna, þá varð ég ómöguleg. „Thelma fyrir lyfin“ var til dæmis miklu meira skapandi en Thelma sem var á lyfjunum." Mér finnst frekar sorglegt að hugsa til þess, út frá allri umræðunni um ADHD og lyf. Samfélagið okkar gengur svo mikið út á að „delivera“ sem mest og setja alla í sama boxið. Það er eins og viðhorfið sé að það sé langhentugast að taka þá sem passa ekki inn og eru til óþæginda og gera þá að einhverskonar vélmennum. Fékk aukinn metnað Thelma segir að „til allrar hamingju“ hafi móðir hennar tekist að tala hana ofan af því að taka lyfin áfram. Thelma las allt sem hún komst yfir um ADHD og áhrif lyfja á líkamann. Hún tók sátt við greininguna. Hún einsetti sér síðan að lifa lyfjalaus með ADHD. „Lyfin kynntu mig fyrir útgáfu af sjálfri mér sem ég hafði ekki upplifað áður en margt af því breytti mér of mikið. Ég er þakklát fyrir að ég prófaði lyfin vegna þess að það breytti svo miklu fyrir mig. Það gerði það að verkum að ég sá hvað ég gat. Og út frá því öðlaðist ég líka miklu meiri metnað og varð jákvæðari gagnvart skólagöngunni, af því að ég var búin að sjá að ég gat alveg lært eins og aðrir. Og ég fann hvað það var gaman að geta virkilega skilið námsefnið.“ Þegar hér var komið sögu var Thelma á síðari hluta menntaskólanámsins og þó svo það hafi reynst henni erfitt á köflum að klára námið, þá tókst henni það. Það hjálpaði að á þessum tíma hafði hún svigrúm til að sníða námið meira samkvæmt eigin áhugasviði. „Líffræðikennslan opnaði til dæmis hjá mér nýjar hugsanir þegar kom að hestamennskunni. Í íslenskunni gat ég tekið áfanga í yndislestri og fékk að rita eigin sögur. Áhuginn á náminu reis samhliða.“ Thelma er þakklát fyrir að hafa prófað ofvirknilyf, þó svo að hún hafi tekið þá ákvörðun að lifa lífinu án lyfja.James Einar Becker Hannaði eigið kerfi Eftir að Thelma útskrifaðist úr MK tók hún þá ákvörðun að flytja vestur til Borgarfjörð þar sem henni bauðst starf á hóteli í sveitinni. Hún hóf seinna meir nám við Háskólann á Bifröst og lauk diplólmanámi í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum samhliða náminu á Bifröst. „Ég var komin á stað þar sem ég var tiltölulega einangruð en á sama tíma var ég komin í ákveðna forréttindastöðu,“ segir hún og bætir við að það hafi reynst henni mikil blessun að vera komin í umhverfi þar sem hún var fjarri öllu áreiti, hlutum og stöðum sem toguðu sífellt í athyglina. Þarna skapaðist mikið rými fyrir sjálfsvinnu. Eitt af því sem Thelma tók upp á þessum tíma er ákveðin athöfn sem hún heldur sig við ennþá í dag. „Ég gaf sjálfri mér ákveðið loforð. Ég byrjaði að setjast niður á hverjum einasta sunnudegi með bullet journal dagbók og planaði vikuna framundan, upp á hverja einustu mínútu. Ég sá fyrir mér vikuna, hvað þetta og þetta myndi taka mig langan tíma. Svo vann ég út frá því. Ég gerði þetta að skemmtilegri og notalegri stund þar sem ég sat og skrifaði og teiknaði í dagbókina og var þá oft með einhvern skemmtilegan þátt eða tónlist í gangi á meðan. Þetta var algjörlega heilög stund fyrir mér og leyfði engu að trufla mig. Svo þegar ég var búin að skrifa þá lokaði ég bókinni og þá mátti alls ekki breyta neinu sem stóð þar. Það var allt í föstum skorðum. Þetta virkar rosalega vel fyrir mig, að vita nákvæmlega hvað ég er að fara að gera og hvenær.Þannig upplifði ég mig fá tilfinningu fyrir því sem ég tók mér fyrir hendur og ljúka verkefnunum en ekki vaða úr einu í annað." Sjálfsvinna er öllum holl Annað sem Thelma prófaði á sínum tíma og nýttist henni afar vel var að kortleggja og skrásetja nákvæmlega lífsvenjur sínar, mataræði, hreyfingu, svefn og annað. Hún bar það síðan saman við hvernig henni gekk að halda utan um verkefnin sín frá degi til dags. „Ég bjó til nokkurs konar graf yfir þetta og setti til dæmis inn hvað var ég var að sofa lengi eða hvað var ég að borða mikinn sykur sem voru tveir þættir sem geðlæknir benti mér sérstaklega á að gæta að. Út frá þessu komst ég að því að vatnsneysla hefur rosalega mikil áhrif á mig. Það virtist ekki hafa það mikil áhrif þó ég væri að sofa minna eða borða sykur. Mér gekk alltaf betur þegar ég var dugleg að drekka vatn. Það var rosalega valdeflandi að gera þessa tilraun og kynnast sjálfri mér betur. Í kjölfarið á þessu er ég miklu meðvitaðri um sjálfa mig.“ Thelma tekur fram að vissulega henti ekki það sama öllum. „Lyfin hjálpa mörgum, og í mörgum tilfellum eru þau mjög nauðsynleg. En þetta er það sem ég hef fundið út að virkar fyrir mig, og ég held að það sé bara mjög gott fyrir alla að fara í þessa sjálfsvinnu og kynnast sjálfum sér betur.“ Thelma tók fyrsta árið í Háskólanum á Bifröst í staðnámi en færði sig svo yfir í fjarnám. Sveigjanleikinn sem fylgdi fjarnáminu gerði það að verkum að hún átti ekki í neinum vandræðum með að fylgja námsefninu eftir. Hún efast um að hún hefði náð slíkum árangri í „hefðbundari“ skólum, eins og Háskóla Íslands. „Það breytti öllu að geta verið í fjarnámi, og vera í þessum aðstæðum þar sem að það var ekkert að trufla. Ég skapaði aðstæður sem gerðu mér kleift að sinna náminu, var með hestana nálægt mér og skólann hinum megin og hafði þetta eins einfalt og ég gat; hestarnir og skólinn.“ Thelma hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu.Birgit Zimmerman Kraftur sem þarf að virkja Thelma er með mörg járn í eldinum í dag. Hún er oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð og verktaki í ýmsum verkefnum sem tengjast samfélagsmiðlum og markaðssetningu. Hún er mikill náttúruverndarsinni og sinnir hestaíþróttinni af ástríðu. Hún segir að þökk sé mikilli sjálfsvinnu, sem hafi að sjálfsögðu ekki verið einföld, hafi hún náð að „beisla“ ADHD einkennin. Einkenni sem flestir telja vera bresti en ekki kosti. Og hún hefur að eigin sögn fundið leið til að nýta þessa eiginleika til góðs. „Í dag finnst mér ég hafa náð að breyta þessu í algjöran ofurkraft.“ Hún telur hiklaust þörf á gera grunn - og framhaldsskólanám einstaklingsmiðaðra. „Mér finnst mjög dapurlegt að hugsa til þess að það er ákveðinn hópur einstaklinga þarna úti sem eru með alla þessa hæfileika og þessa hæfni en hafa engan kost á því að fara í nám, af því að þeir passa ekki inn í skólaumhverfi sem er línulegt og rúðstrikað.“ Hún nefnir sjálfa sig sem dæmi. „Ég blæði og brenn fyrir hestum. Það er mín ástríða. Alltaf þegar ég var að lesa texta um hesta þá sogaðist ég inn. Ég gat lesið allt sem fann sem tengdist hestum, og lærði til og mynda dönsku mest á því að lesa skandinavísk hestablöð. Eins þegar kom að stærðfræði, ég nálgaðist hana öðruvísi ef hún tengist hestum á einhvern hátt, eins og reikna hvað það þyrfti mikið af fóðri eða heyi og þess háttar.“ Thelma bendir á að það geti skapast miklir möguleikar ef að skólakerfið reyni frekar að höfða til barna á grundvelli áhugamála þeirra. Tengja ástríðu þeirra og áhuga við námsefnið. „Eins og til dæmis strákar sem hafa rosa mikinn áhuga á fótbolta; leyfa þeim að lesa meira um fótbolta. Eða strákar sem elska tölvuleiki og geta þar af leiðandi verið rosalega klárir í tölvum. Það myndi örugglega breyta miklu ef að þeir fengu að nálgast námsefnið út frá því. Gefa þeim tækifæri til að skína og verða besta útgáfan af sjálfum sér." „Það eru svo margir þarna úti sem eru með ADHD og aðrar greiningar, sem hafa verið brotnir niður af menntakerfinu, og samfélaginu. Af því að þeir henta ekki þjóðhagkerfinu. Þeir þurfa að fara grýtta braut til að ná að vera eins og allir hinir. Það er reynt að láta þá fara auðveldu leiðina í gegnum þennan flöskuháls." Hún segir slæmt að horfa upp á hversu lítið menntakerfið er að gera til að koma til móts við þarfir ólíkra nemenda. Það er alþekkt að einstaklingar með ADHD eru með yfirburði á mörgum öðrum sviðum. Oft er um að ræða gífurlega öfluga, kraftmikla og skapandi einstaklinga. „Það er dapurlegt að sjá hvað það er stór hluti barna sem þurfa að neyta lyfja til að virka inni í skólunum. Mér finnst þetta líka vera spurning um hvernig samfélag við viljum reka. Viljum við troða öllum í sama boxið eftir hentugleika eða viljum við byggja upp samfélag þar sem hver og einn fær að blómstra á eigin forsendum? Ég hefði viljað að þegar ég var yngri að einhver hefði sest niður með mér sagt: „Þú ert með þennan ofurkraft, það er þín hæfni. Svona getum við hjálpað þér að virkja það. Það þýðir að þú ert ekki að fara að sitja við borð og lesa, þú ert að fara að gera hlutina öðruvísi. Það sem þú þarft að hjálp með er ekki það sama og einhver annar þarf hjálp með. Þó þú sért með ADHD eða eitthvað annað þá þarf það ekki að skilgreina þig. Þú ert ekki greiningin. Það þarf ekki að laga þig, heldur virkja þig,“ segir Thelma jafnframt. „Það skiptir sköpum fyrir börn og ungmenni sem greinast með ADHD að við þau sé talað eins og greiningin sé ekki þröskuldur sem þarf að yfirstíga heldur fyrst og fremst kraftur sem þarf að virkja. Ólíkir einstaklingar byggja fjölbreyttan heim. Og mikið væri heimurinn magnaður ef öll sem alast upp með ólíkar greiningar fengju að skína í umhverfi sem lagar sig að þeim, en ekki öfugt. Vonandi verður heimurinn einn daginn þannig.“ ADHD Skóla - og menntamál Borgarbyggð Tengdar fréttir „Ekki gott að við séum að greina of marga“ Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? Hversu margir Íslendingar eru með ADHD? Er verið að ofgreina röskunina? Hvað með lyfjagjöf; er verið að fara offörum í henni? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? 28. nóvember 2023 11:36 ADHD og núvitund: Hvernig ástundun núvitundar getur hjálpað til við að stjórna ADHD einkennum Að lifa með ADHD getur verið áskorun og getur oft verið yfirþyrmandi að stjórna einkennum þess. En vissir þú að það að æfa núvitund getur verið áhrifaríkt tæki til að stjórna ADHD einkennum? 20. nóvember 2023 07:30 Eflum ástríðu hjá börnum Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. 24. október 2023 10:31 Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Amfetamín og gulu kortin Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ 12. september 2023 12:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Lærði í gegnum samtöl Líkt og algengt er fékk Thelma ekki greiningu á ADHD fyrr en hún var komin á unglingsaldur. En einkennin höfðu engu að síður komið í ljós mun fyrr, þegar hún var í Lindaskóla í Kópavogi. Þegar hún var í grunnskóla var umræðan um ADHD vissulega byrjuð að myndast. En ADHD hjá stúlkum kom nánast aldrei til tals. Þegar hún var komin í gagnfræðiskóla, og enn meiri áhersla var lögð á bóknám, varð róðurinn sífellt þyngri. „Ég gat lært, bara ekki í gegnum bækur og án þess að tala. Þegar kom að fögum eins og smíði og myndmennt gekk mér vel, af því að þar fékk maður að sitja við borð með samnemendum, vinna með verkefni í höndunum og tala á meðan.“ Thelma var kornung þegar hún byrjaði í hestaíþróttinni og síðan þá hafa hestarnir verið hennar líf og yndi. Foreldrar hennar notuðu ástríðu hennar gagnvart hestunum sem hvatningu í gegnum námið, umbun og refsingu eftir því hvernig frammistaða hennar var í skólanum. „Og mörgum fannst það eflaust harkalegt, en það virkaði samt ótrúlega vel, og ég var heppin að ég hafði þetta sport sem ég brann svo mikið fyrir. Þau sáu hvernig þau gátu nýtt það og þetta kallaði fram árangur innan námsins." Hún þróaði að eigin sögn með sér ákveðna aðferð til að tileinka sér námsefnið þegar hún var í grunnskóla. „Ég gat lært námsefnið með samtölum við kennarana, til dæmis í enskukennslunni, með því að tala við kennarana á ensku. Ég var mjög heppin að kennararnir í Lindaskóla höfðu þolinmæði gagnvart því, en eflaust var það samt á á kostnað annara nemenda.“ Þessi aðferð reyndist Thelmu svo vel að hún útskrifaðist úr Lindaskóla með yfir 9 í öllum fögum, nema að vísu stærðfræðinni. „Og það var kannski þess vegna sem engum datt í hug að greina mig. Ég var ekki þetta týpíska ADHD barn.“ Skellur að koma í Versló Að loknum grunnskóla fór Thelma í Verslunarskólann. Þar var kennslufyrirkomulagið skiljanlega hefðbundið og afar fastmótað. Það var ekki mikið svigrúm í boði fyrir þá nemendur sem þurftu að nálgast námsefnið á sínum eigin forsendum. Námsaðferðinar sem höfðu nýst Thelmu í grunnskóla voru ekki lengur í boði. Þarna fékk hún að eigin sögn „skellinn.“ „Ég upplifði mig í fyrsta skipti eins og það væri virkilega eitthvað að mér. Fyrsta árið var rosalega mikið sjokk. Ég eyddi miklum tíma í að reyna að ná tökum á náminu. Á sama tíma var ég á fullu að keppa í hestunum og það var ómögulegt fyrir mig að halda utan um þetta allt.“ Þegar Thelma var komin á annað ár í Verslunarskólanum varð henni ljóst að þetta væri töpuð barátta. Námið fór að fjara út í sandinn og það varð auðveldara að að leyfa hestamennskunni að taka yfir allan tíma. Hún hætti að skila inn verkefnum og læra fyrir próf. Einkunnirnar hröpuðu í kjölfarið og hún féll. „Um vorið bauðst mér að fara í sumarskóla og taka þetta upp en ég var bara búin að kveðja þetta einhvern veginn. Ég vissi samt ekkert hvað ég ætlaði að gera. Það var krefjandi að horfast í augu við þetta og foreldrar mínir höfðu skiljanlega áhyggjur af mér.“ Um þetta leyti hafði Thelma verið að ganga til sálfræðings út af ýmsu öðru. Það var fyrir hans tilstilli að Thelma fékk tilvísun í ADHD greiningu, fyrst hjá öðrum sálfræðingi og síðan geðlækni. Sá sálfræðingur var með stofu í sama húsnæði og sálfræðingurinn sem hún gekk til og því voru hæg heimatökin. Hann sendi hana bókstaflega yfir í næsta herbergi til að kanna möguleikann á greiningu. Og öfugt við marga fékk Thelma greiningu innan nokkurra mánaða. „Sorgleg staðreynd íslensks heilbrigðiskerfis“ eins og Thelma orðar það. Hestaíþróttin hefur verið ástríða Thelmu frá því hún var barn.Birgit Zimmerman Greiningin var að hennar sögn ekki eitthvað sem henni datt í hug að vera sérlega ánægð með, en var að engu að síður blessun í dulargervi böls. „Þarna fékk ég loksins skýringu á svo mörgu. Af hverju ég þurfti alltaf að vaða í hlutina, af hverju ég var alltaf að segja hluti án þess að hugsa. Ég skildi loksins af hverju mér tókst aldrei að hafa stjórn á tímanum.“ Lyfin veittu nýja sýn Nokkrum mánuðum seinna skipti Thelma um skóla og hóf nám við Menntaskólanum í Kópavogi. „Ég upplifði það þannig að kennararnir í MK væru með meiri reynslu og þekkingu þegar kemur að „allskonar“ nemendum. Það var miklu rými þar fyrir fjölbreyttari kennsluaðferðir, umhverfið var ekki eins fastmótað eins og í skólum sem eru með bekkjarkerfi. Það var meira frelsi til að velja áfanga sem höfðuðu til manns.“ Um svipað leyti byrjaði Thelma að taka inn ofvirknilyfið Concerta. „Og ég varð allt önnur manneskja. Ég gat sest niður með stærðfræðibók og einbeitt mér. Ég gat skilið það sem stóð á blaðinu. Ég gat klárað heilt verkefni án þess að líta upp. Þetta var algjörlega nýtt líf og ég hugsaði með mér: „Vá, ég get þetta, þetta er allt hérna uppi í hausnum á mér.“ Á endanum komst Thelma þó að þeirri niðurstöðu að þó svo að lyfin gerðu henni kleift að „fúnkera“ betur í samfélaginu þá var það ekki þess virði. „Ég fékk kannski ekki alveg fullnægjandi eftirfylgni. Í mörgum tilfellum eru lyfin bjargráð, vissulega.Mér gekk jú betur í skólanum en ég hafði misst svo margt annað. Á nokkrum mánuðum léttist ég meira en þætti eðlilegt. Ég fór að finna fyrir miklu þunglyndi, í fyrsta sinn á ævinni, og það var orðið hrikalega erfitt að vakna á morgnana. Ég var rosalega virk á milli átta og fjögur á daginn en seinnipartinn, þegar áhrifin af lyfjunum fóru að dofna, þá varð ég ómöguleg. „Thelma fyrir lyfin“ var til dæmis miklu meira skapandi en Thelma sem var á lyfjunum." Mér finnst frekar sorglegt að hugsa til þess, út frá allri umræðunni um ADHD og lyf. Samfélagið okkar gengur svo mikið út á að „delivera“ sem mest og setja alla í sama boxið. Það er eins og viðhorfið sé að það sé langhentugast að taka þá sem passa ekki inn og eru til óþæginda og gera þá að einhverskonar vélmennum. Fékk aukinn metnað Thelma segir að „til allrar hamingju“ hafi móðir hennar tekist að tala hana ofan af því að taka lyfin áfram. Thelma las allt sem hún komst yfir um ADHD og áhrif lyfja á líkamann. Hún tók sátt við greininguna. Hún einsetti sér síðan að lifa lyfjalaus með ADHD. „Lyfin kynntu mig fyrir útgáfu af sjálfri mér sem ég hafði ekki upplifað áður en margt af því breytti mér of mikið. Ég er þakklát fyrir að ég prófaði lyfin vegna þess að það breytti svo miklu fyrir mig. Það gerði það að verkum að ég sá hvað ég gat. Og út frá því öðlaðist ég líka miklu meiri metnað og varð jákvæðari gagnvart skólagöngunni, af því að ég var búin að sjá að ég gat alveg lært eins og aðrir. Og ég fann hvað það var gaman að geta virkilega skilið námsefnið.“ Þegar hér var komið sögu var Thelma á síðari hluta menntaskólanámsins og þó svo það hafi reynst henni erfitt á köflum að klára námið, þá tókst henni það. Það hjálpaði að á þessum tíma hafði hún svigrúm til að sníða námið meira samkvæmt eigin áhugasviði. „Líffræðikennslan opnaði til dæmis hjá mér nýjar hugsanir þegar kom að hestamennskunni. Í íslenskunni gat ég tekið áfanga í yndislestri og fékk að rita eigin sögur. Áhuginn á náminu reis samhliða.“ Thelma er þakklát fyrir að hafa prófað ofvirknilyf, þó svo að hún hafi tekið þá ákvörðun að lifa lífinu án lyfja.James Einar Becker Hannaði eigið kerfi Eftir að Thelma útskrifaðist úr MK tók hún þá ákvörðun að flytja vestur til Borgarfjörð þar sem henni bauðst starf á hóteli í sveitinni. Hún hóf seinna meir nám við Háskólann á Bifröst og lauk diplólmanámi í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum samhliða náminu á Bifröst. „Ég var komin á stað þar sem ég var tiltölulega einangruð en á sama tíma var ég komin í ákveðna forréttindastöðu,“ segir hún og bætir við að það hafi reynst henni mikil blessun að vera komin í umhverfi þar sem hún var fjarri öllu áreiti, hlutum og stöðum sem toguðu sífellt í athyglina. Þarna skapaðist mikið rými fyrir sjálfsvinnu. Eitt af því sem Thelma tók upp á þessum tíma er ákveðin athöfn sem hún heldur sig við ennþá í dag. „Ég gaf sjálfri mér ákveðið loforð. Ég byrjaði að setjast niður á hverjum einasta sunnudegi með bullet journal dagbók og planaði vikuna framundan, upp á hverja einustu mínútu. Ég sá fyrir mér vikuna, hvað þetta og þetta myndi taka mig langan tíma. Svo vann ég út frá því. Ég gerði þetta að skemmtilegri og notalegri stund þar sem ég sat og skrifaði og teiknaði í dagbókina og var þá oft með einhvern skemmtilegan þátt eða tónlist í gangi á meðan. Þetta var algjörlega heilög stund fyrir mér og leyfði engu að trufla mig. Svo þegar ég var búin að skrifa þá lokaði ég bókinni og þá mátti alls ekki breyta neinu sem stóð þar. Það var allt í föstum skorðum. Þetta virkar rosalega vel fyrir mig, að vita nákvæmlega hvað ég er að fara að gera og hvenær.Þannig upplifði ég mig fá tilfinningu fyrir því sem ég tók mér fyrir hendur og ljúka verkefnunum en ekki vaða úr einu í annað." Sjálfsvinna er öllum holl Annað sem Thelma prófaði á sínum tíma og nýttist henni afar vel var að kortleggja og skrásetja nákvæmlega lífsvenjur sínar, mataræði, hreyfingu, svefn og annað. Hún bar það síðan saman við hvernig henni gekk að halda utan um verkefnin sín frá degi til dags. „Ég bjó til nokkurs konar graf yfir þetta og setti til dæmis inn hvað var ég var að sofa lengi eða hvað var ég að borða mikinn sykur sem voru tveir þættir sem geðlæknir benti mér sérstaklega á að gæta að. Út frá þessu komst ég að því að vatnsneysla hefur rosalega mikil áhrif á mig. Það virtist ekki hafa það mikil áhrif þó ég væri að sofa minna eða borða sykur. Mér gekk alltaf betur þegar ég var dugleg að drekka vatn. Það var rosalega valdeflandi að gera þessa tilraun og kynnast sjálfri mér betur. Í kjölfarið á þessu er ég miklu meðvitaðri um sjálfa mig.“ Thelma tekur fram að vissulega henti ekki það sama öllum. „Lyfin hjálpa mörgum, og í mörgum tilfellum eru þau mjög nauðsynleg. En þetta er það sem ég hef fundið út að virkar fyrir mig, og ég held að það sé bara mjög gott fyrir alla að fara í þessa sjálfsvinnu og kynnast sjálfum sér betur.“ Thelma tók fyrsta árið í Háskólanum á Bifröst í staðnámi en færði sig svo yfir í fjarnám. Sveigjanleikinn sem fylgdi fjarnáminu gerði það að verkum að hún átti ekki í neinum vandræðum með að fylgja námsefninu eftir. Hún efast um að hún hefði náð slíkum árangri í „hefðbundari“ skólum, eins og Háskóla Íslands. „Það breytti öllu að geta verið í fjarnámi, og vera í þessum aðstæðum þar sem að það var ekkert að trufla. Ég skapaði aðstæður sem gerðu mér kleift að sinna náminu, var með hestana nálægt mér og skólann hinum megin og hafði þetta eins einfalt og ég gat; hestarnir og skólinn.“ Thelma hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu.Birgit Zimmerman Kraftur sem þarf að virkja Thelma er með mörg járn í eldinum í dag. Hún er oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð og verktaki í ýmsum verkefnum sem tengjast samfélagsmiðlum og markaðssetningu. Hún er mikill náttúruverndarsinni og sinnir hestaíþróttinni af ástríðu. Hún segir að þökk sé mikilli sjálfsvinnu, sem hafi að sjálfsögðu ekki verið einföld, hafi hún náð að „beisla“ ADHD einkennin. Einkenni sem flestir telja vera bresti en ekki kosti. Og hún hefur að eigin sögn fundið leið til að nýta þessa eiginleika til góðs. „Í dag finnst mér ég hafa náð að breyta þessu í algjöran ofurkraft.“ Hún telur hiklaust þörf á gera grunn - og framhaldsskólanám einstaklingsmiðaðra. „Mér finnst mjög dapurlegt að hugsa til þess að það er ákveðinn hópur einstaklinga þarna úti sem eru með alla þessa hæfileika og þessa hæfni en hafa engan kost á því að fara í nám, af því að þeir passa ekki inn í skólaumhverfi sem er línulegt og rúðstrikað.“ Hún nefnir sjálfa sig sem dæmi. „Ég blæði og brenn fyrir hestum. Það er mín ástríða. Alltaf þegar ég var að lesa texta um hesta þá sogaðist ég inn. Ég gat lesið allt sem fann sem tengdist hestum, og lærði til og mynda dönsku mest á því að lesa skandinavísk hestablöð. Eins þegar kom að stærðfræði, ég nálgaðist hana öðruvísi ef hún tengist hestum á einhvern hátt, eins og reikna hvað það þyrfti mikið af fóðri eða heyi og þess háttar.“ Thelma bendir á að það geti skapast miklir möguleikar ef að skólakerfið reyni frekar að höfða til barna á grundvelli áhugamála þeirra. Tengja ástríðu þeirra og áhuga við námsefnið. „Eins og til dæmis strákar sem hafa rosa mikinn áhuga á fótbolta; leyfa þeim að lesa meira um fótbolta. Eða strákar sem elska tölvuleiki og geta þar af leiðandi verið rosalega klárir í tölvum. Það myndi örugglega breyta miklu ef að þeir fengu að nálgast námsefnið út frá því. Gefa þeim tækifæri til að skína og verða besta útgáfan af sjálfum sér." „Það eru svo margir þarna úti sem eru með ADHD og aðrar greiningar, sem hafa verið brotnir niður af menntakerfinu, og samfélaginu. Af því að þeir henta ekki þjóðhagkerfinu. Þeir þurfa að fara grýtta braut til að ná að vera eins og allir hinir. Það er reynt að láta þá fara auðveldu leiðina í gegnum þennan flöskuháls." Hún segir slæmt að horfa upp á hversu lítið menntakerfið er að gera til að koma til móts við þarfir ólíkra nemenda. Það er alþekkt að einstaklingar með ADHD eru með yfirburði á mörgum öðrum sviðum. Oft er um að ræða gífurlega öfluga, kraftmikla og skapandi einstaklinga. „Það er dapurlegt að sjá hvað það er stór hluti barna sem þurfa að neyta lyfja til að virka inni í skólunum. Mér finnst þetta líka vera spurning um hvernig samfélag við viljum reka. Viljum við troða öllum í sama boxið eftir hentugleika eða viljum við byggja upp samfélag þar sem hver og einn fær að blómstra á eigin forsendum? Ég hefði viljað að þegar ég var yngri að einhver hefði sest niður með mér sagt: „Þú ert með þennan ofurkraft, það er þín hæfni. Svona getum við hjálpað þér að virkja það. Það þýðir að þú ert ekki að fara að sitja við borð og lesa, þú ert að fara að gera hlutina öðruvísi. Það sem þú þarft að hjálp með er ekki það sama og einhver annar þarf hjálp með. Þó þú sért með ADHD eða eitthvað annað þá þarf það ekki að skilgreina þig. Þú ert ekki greiningin. Það þarf ekki að laga þig, heldur virkja þig,“ segir Thelma jafnframt. „Það skiptir sköpum fyrir börn og ungmenni sem greinast með ADHD að við þau sé talað eins og greiningin sé ekki þröskuldur sem þarf að yfirstíga heldur fyrst og fremst kraftur sem þarf að virkja. Ólíkir einstaklingar byggja fjölbreyttan heim. Og mikið væri heimurinn magnaður ef öll sem alast upp með ólíkar greiningar fengju að skína í umhverfi sem lagar sig að þeim, en ekki öfugt. Vonandi verður heimurinn einn daginn þannig.“
ADHD Skóla - og menntamál Borgarbyggð Tengdar fréttir „Ekki gott að við séum að greina of marga“ Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? Hversu margir Íslendingar eru með ADHD? Er verið að ofgreina röskunina? Hvað með lyfjagjöf; er verið að fara offörum í henni? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? 28. nóvember 2023 11:36 ADHD og núvitund: Hvernig ástundun núvitundar getur hjálpað til við að stjórna ADHD einkennum Að lifa með ADHD getur verið áskorun og getur oft verið yfirþyrmandi að stjórna einkennum þess. En vissir þú að það að æfa núvitund getur verið áhrifaríkt tæki til að stjórna ADHD einkennum? 20. nóvember 2023 07:30 Eflum ástríðu hjá börnum Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. 24. október 2023 10:31 Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Amfetamín og gulu kortin Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ 12. september 2023 12:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. 28. nóvember 2023 14:53
Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? Hversu margir Íslendingar eru með ADHD? Er verið að ofgreina röskunina? Hvað með lyfjagjöf; er verið að fara offörum í henni? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? 28. nóvember 2023 11:36
ADHD og núvitund: Hvernig ástundun núvitundar getur hjálpað til við að stjórna ADHD einkennum Að lifa með ADHD getur verið áskorun og getur oft verið yfirþyrmandi að stjórna einkennum þess. En vissir þú að það að æfa núvitund getur verið áhrifaríkt tæki til að stjórna ADHD einkennum? 20. nóvember 2023 07:30
Eflum ástríðu hjá börnum Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. 24. október 2023 10:31
Amfetamín og gulu kortin Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ 12. september 2023 12:01