Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. desember 2023 13:15 Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi á fundinum í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna. Bjarni Harðarson hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir bókajólin 2023 og kynnti helstu bækurnar, sem hann er að gefa út fyrir jól en þær eru rétt um 30. Hann hefur tröllatrú á því að þetta verði góð jólabókajól. „Öll jól eru bókajól og allir bókamenn fá bók í jólagjöf en við verðum auðvitað að vona að það verði sem allra flestir enda sýna nú nýjustu kannanir að þjóðin þarf að herða sig í og við þurfum að muna eftir því við Íslendingar að við erum bókaþjóð og við eigum að vera stolt af því,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Jú, lestur hefur dalað og menn eru stundum að halda að það sé allt Storytel að kenna en ég held að það sé ekki rétt. Ég held að það sé ein ástæða öðrum fremur að þjóðin, ekki bara við heldur heimsbyggðin les minna og það þetta hérna Magnús, það er snjallsíminn. Við sjáum þessa miklu bylgju niður á við akkúrat á sama tíma og snjallsíminn verður tæki okkar allra og við þurfum öll sjálfra okkar vegna að venja okkur svolítið af því, ég er ekkert bestur, venja okkur svolítið af því að vera alltaf með nefið ofan í litla skjánum, sem er vasanum hjá okkur“. Bjarni kynnti nokkrar af bókum, sem hann gefur út fyrir jól á fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af bókunum, sem Bjarni gefur út fyrir jólin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fyrsta bók ungra skáldkonu norður í Aðaldal, sem heitir Ester Hilmarsdóttir og fjallar um blæðingar kvenna. „Bókin heitir Fegurðin í flæðinu og fjallar um, og haltu þér nú Magnús, hún fjallar um blæðingar kvenna en hún er listavel gerð og hún er um leið saga af stöðu konunnar og saga af, já hún segir okkur svo margt. Hún er líka fyrir okkur karlpungana til að lesa,“ segir Bjarni. „Bókin „Fegurðin í flæðinu“ sem fjallar um blæðingar kvenna er ein af bókunum, sem Bjarni er að gefa út fyrir jól.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira
Bjarni Harðarson hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir bókajólin 2023 og kynnti helstu bækurnar, sem hann er að gefa út fyrir jól en þær eru rétt um 30. Hann hefur tröllatrú á því að þetta verði góð jólabókajól. „Öll jól eru bókajól og allir bókamenn fá bók í jólagjöf en við verðum auðvitað að vona að það verði sem allra flestir enda sýna nú nýjustu kannanir að þjóðin þarf að herða sig í og við þurfum að muna eftir því við Íslendingar að við erum bókaþjóð og við eigum að vera stolt af því,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Jú, lestur hefur dalað og menn eru stundum að halda að það sé allt Storytel að kenna en ég held að það sé ekki rétt. Ég held að það sé ein ástæða öðrum fremur að þjóðin, ekki bara við heldur heimsbyggðin les minna og það þetta hérna Magnús, það er snjallsíminn. Við sjáum þessa miklu bylgju niður á við akkúrat á sama tíma og snjallsíminn verður tæki okkar allra og við þurfum öll sjálfra okkar vegna að venja okkur svolítið af því, ég er ekkert bestur, venja okkur svolítið af því að vera alltaf með nefið ofan í litla skjánum, sem er vasanum hjá okkur“. Bjarni kynnti nokkrar af bókum, sem hann gefur út fyrir jól á fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af bókunum, sem Bjarni gefur út fyrir jólin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fyrsta bók ungra skáldkonu norður í Aðaldal, sem heitir Ester Hilmarsdóttir og fjallar um blæðingar kvenna. „Bókin heitir Fegurðin í flæðinu og fjallar um, og haltu þér nú Magnús, hún fjallar um blæðingar kvenna en hún er listavel gerð og hún er um leið saga af stöðu konunnar og saga af, já hún segir okkur svo margt. Hún er líka fyrir okkur karlpungana til að lesa,“ segir Bjarni. „Bókin „Fegurðin í flæðinu“ sem fjallar um blæðingar kvenna er ein af bókunum, sem Bjarni er að gefa út fyrir jól.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira