Varð fyrir ælu á Baggalút Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. desember 2023 13:34 Lífið og gleðin var í fyrirrúmi á föstudagskvöldi þó sumir hafi kannski tekið aðeins of hressilega á því á Baggalút. Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi. Baggalútur hefur árum saman fyllt Háskólabíó með jólatónleikum sínum sem fjölmargir sækja á hverju ári. Borið hefur á ölvun á tónleikunum enda mikið stuð á fólki. Flestir hafa þó komist heim í hreinum fötum. Erlendur S. Þorsteinsson var meðal gesta í Háskólabíó í gærkvöldi og lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að kastað var upp á hann. Erlendur sem er reiknifræðingur, reiknaði það út að konan ætti við drykkjuvandamál að stríða, enda kastaði hún upp á bak Erlends fyrir hlé. Hann upplýsir að konan hafi verið fjarlægð úr tónleikasalnum. Kona góð, ef þú ert að æla á bakið á mér fyrir hlé, fyrir hlé!, á Baggalútstónleikum að þá átt þú við drykkjuvandamál að stríða.— Erlendur (@erlendur) December 8, 2023 Meðal annarra gesta í salnum voru Hreggviður Jónsson fjárfestir og stór eigandi í Veritas ásamt samstarfsfélögum. Nú þegar Vítalíumálið er að baki er tilefni til að sletta aðeins úr klaufunum og fagna jólunum. En það var víðar djammað í gærkvöldi. Útvarpsmaðurinn og TikTok-stjarnan Gústi B hélt tryllt afmælisteiti í kartöfluskúrunum í Ártúnsbrekkunni. Fallegi strákurinn Patrik Atlason tryllti lýðinn sem var í flestum tilfellum rétt yfir tvítugt ef frá er talinn fyrrnefndur Patrik og útvarpskonurnar Þórdís Valsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir. Af myndböndum að dæma gáfu þær yngra fólkinu ekkert eftir. Davíð Másson fjárfestir skellti sér út að borða á veitingastaðinn Nebraska í gær. Með í för voru meðal annars hjónin Anna Sigríður Arnarsdóttir hjá Spildu og Pétur Blöndal fjölmiðlamaður. Davíð er sérstaklega brúnn og sætur þessa dagana eftir ferðalög erlendis þar sem hann naut lífsins meðal annars í Namibíu og á fallegri eyju í Venesúela með sinni heittelskuðu Lilju Einars. Davíð Másson fjallmyndarlegur á Nebraska. En svo eru það þeir sem nýttu föstudaginn til að rækta líkama og sál. Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason hnykkluðu vöðvana í Laugum og fóru yfir málin með Benedikt Erlingssyni leikara. Hilmir steig svo á svið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í leikritinu Mátulegir, örugglega vel gíraður eftir góða rækt. Og svo eru það þau sem ákváðu að skilja við hasarinn á aðventunni og halda á hlýrri og spennandi slóðir. Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru mætt til Brasilíu þar sem Jesústyttan fræga í Ríó tók á móti þeim. Gísli Örn hefur meðal annars hitt óvæntan aðdáanda hans úr Ragnarökum auk þess sem þau skelltu sér á fótboltaleik í mekka fótboltans. Hjónin virðast hafa skemmt sér konunglega. Rakaði Dagur á sér bringuna? Síðast en ekki síst ber að nefna tryllt starfsmannapartý í ráðhúsi Reykjavíkur og í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Íþróttafréttamenn héldu jólaspurningakeppni og þá kepptu starfsmenn sín á milli í því hver ætti bestu jólaskreytinguna. Hápunktur kvöldsins í ráðhúsinu var svo líklega þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem á rétt rúman mánuð eftir í starfi, mætti sem Skíða-Ken í ráðhúsið. Það var vel við hæfi, enda Barbie þema. Sérstaka athygli vekur bringan á Degi en svo virðist vera sem borgarstjórinn hafi rakað hana í tilefni kvöldsins. Dagur var hrókur alls fagnaðar í teitinu, enda líklega í besta búningnum. Næturlíf Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Baggalútur hefur árum saman fyllt Háskólabíó með jólatónleikum sínum sem fjölmargir sækja á hverju ári. Borið hefur á ölvun á tónleikunum enda mikið stuð á fólki. Flestir hafa þó komist heim í hreinum fötum. Erlendur S. Þorsteinsson var meðal gesta í Háskólabíó í gærkvöldi og lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að kastað var upp á hann. Erlendur sem er reiknifræðingur, reiknaði það út að konan ætti við drykkjuvandamál að stríða, enda kastaði hún upp á bak Erlends fyrir hlé. Hann upplýsir að konan hafi verið fjarlægð úr tónleikasalnum. Kona góð, ef þú ert að æla á bakið á mér fyrir hlé, fyrir hlé!, á Baggalútstónleikum að þá átt þú við drykkjuvandamál að stríða.— Erlendur (@erlendur) December 8, 2023 Meðal annarra gesta í salnum voru Hreggviður Jónsson fjárfestir og stór eigandi í Veritas ásamt samstarfsfélögum. Nú þegar Vítalíumálið er að baki er tilefni til að sletta aðeins úr klaufunum og fagna jólunum. En það var víðar djammað í gærkvöldi. Útvarpsmaðurinn og TikTok-stjarnan Gústi B hélt tryllt afmælisteiti í kartöfluskúrunum í Ártúnsbrekkunni. Fallegi strákurinn Patrik Atlason tryllti lýðinn sem var í flestum tilfellum rétt yfir tvítugt ef frá er talinn fyrrnefndur Patrik og útvarpskonurnar Þórdís Valsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir. Af myndböndum að dæma gáfu þær yngra fólkinu ekkert eftir. Davíð Másson fjárfestir skellti sér út að borða á veitingastaðinn Nebraska í gær. Með í för voru meðal annars hjónin Anna Sigríður Arnarsdóttir hjá Spildu og Pétur Blöndal fjölmiðlamaður. Davíð er sérstaklega brúnn og sætur þessa dagana eftir ferðalög erlendis þar sem hann naut lífsins meðal annars í Namibíu og á fallegri eyju í Venesúela með sinni heittelskuðu Lilju Einars. Davíð Másson fjallmyndarlegur á Nebraska. En svo eru það þeir sem nýttu föstudaginn til að rækta líkama og sál. Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason hnykkluðu vöðvana í Laugum og fóru yfir málin með Benedikt Erlingssyni leikara. Hilmir steig svo á svið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í leikritinu Mátulegir, örugglega vel gíraður eftir góða rækt. Og svo eru það þau sem ákváðu að skilja við hasarinn á aðventunni og halda á hlýrri og spennandi slóðir. Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru mætt til Brasilíu þar sem Jesústyttan fræga í Ríó tók á móti þeim. Gísli Örn hefur meðal annars hitt óvæntan aðdáanda hans úr Ragnarökum auk þess sem þau skelltu sér á fótboltaleik í mekka fótboltans. Hjónin virðast hafa skemmt sér konunglega. Rakaði Dagur á sér bringuna? Síðast en ekki síst ber að nefna tryllt starfsmannapartý í ráðhúsi Reykjavíkur og í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Íþróttafréttamenn héldu jólaspurningakeppni og þá kepptu starfsmenn sín á milli í því hver ætti bestu jólaskreytinguna. Hápunktur kvöldsins í ráðhúsinu var svo líklega þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem á rétt rúman mánuð eftir í starfi, mætti sem Skíða-Ken í ráðhúsið. Það var vel við hæfi, enda Barbie þema. Sérstaka athygli vekur bringan á Degi en svo virðist vera sem borgarstjórinn hafi rakað hana í tilefni kvöldsins. Dagur var hrókur alls fagnaðar í teitinu, enda líklega í besta búningnum.
Næturlíf Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira