Lífið

Enn einn Skarsgårdinn á skjánum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gustaf, Bill og Alexander Skarsgård hressir á góðri stundu.
Gustaf, Bill og Alexander Skarsgård hressir á góðri stundu. Albert L. Ortega/Getty Images

Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla.

Í umfjöllun Aftonbladet er haft eftir Ossian, sem er næstyngsti sonur hins 72 ára gamla stórleikara, að þrátt fyrir að leiklistin heilli sé hann ekki algjörlega búinn að ákveða hvað hann ætli að gera að ævistarfi. Ossian fer með hlutverk tröllsins Love í jóladagatalinu sem í ár ber heitið Tröllatíðindi - goðsögnin um bergtröllið.

„Ég vil alveg klárlega prófa að leika meira. En ég er ekki alveg viss hvað ég vil gera svo,“ segir Ossian. Hann segir þó alveg klárt að hann vilji gera eitthvað sem tengist kvikmyndum. „Ég gæti meira að segja viljað prófa að leikstýra. Ég er frekar viss um að það ég vilji vinna við kvikmyndagerð.“

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ossian þegar verið viðriðinn nokkrar kvikmyndir, líkt og kvikmyndina The Wife og Burn all my letters. Hann á ekki langt að sækja leiklistargáfuna enda eru bræður hans nánast allir að starfa á því sviði.

Hinn fjórtán ára gamli Ossian á ekki langt að sækja hæfileikana.TV4

Þeir Alexander Skarsgård, Gustaf Skarsgård, Bill Skarsgård og Valter Skarsgård hafa allir leikið í hinum ýmsu þekktu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Alexander lék meðal annars í True Blood þáttunum og fór með aðalhlutverkið í Northman.

Gustaf leikur Loka í The Vikings þáttunum á meðan Bill hefur meðal annars leikið trúðinn Pennywise í It hryllingsmyndunum og illmennið í John Wick 4 svo fátt eitt sé nefnt. Valter vakti svo athygli í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd var á Netflix streymisveitunni í fyrra.

Það er eitthvað í genunum hjá Stellan Skarsgård.Jeff Kravitz/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.