Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 07:51 Skiptar skoðanir eru á kaupum á kjúklingakjöti í Danmörku. Mustafa Ciftci/Anadolu Agency via Getty Images Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn. Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn.
Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira