,,Búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998” Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 22:52 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ,,Það voru tilfinningar fyrir þennan leik, ég lýg því ekki,” sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir magnaðan sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag í Subway-deild karla í kvöld. Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.” Subway-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.”
Subway-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum