Frumsýning á Vísi: Jólatónlistarmyndband Más og Ladda Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2023 11:50 Tónlistarmyndbandið við lagið Mér finnst ég bara eiga það skilið kom út í dag. Már Gunnarsson Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag. Lagið kom út í lok októbermánaðar en nú hafa Már og Laddi slegið í tónlistarmyndband við það. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið er eftir Má og textinn eftir Tómas Eyjólfsson. „Ég samdi þetta lag fyrir stuttu síðan og mér leið rosalega mikið eins og þetta ætti að vera jólalag,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann og Laddi kynntust fyrir tveimur árum þegar sá síðarnefndi lék í tónlistarmyndbandi við lag Más Vinurinn vor. „Og ég heyrði Ladda bara svo ofboðslega mikið fyrir mér í þessu lagi,“ segir Már. Hann segir Ladda hafa verið meira en til í að vinna með honum að útgáfunni. „Sem er náttúrlega bara gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Már. Fjallar um að líta á björtu hliðarnar Már segist fyrst hafa átt í vandræðum með hvernig jólalag hann vildi semja. Búið sé að semja jólalög um svo margt. „Það sem mér fannst vanta í umræðuna var bara: Hey! Jólin geta bara verið ótrúlega erfið fyrir rosalega marga,“ segir Már. Hann segir að lagið fjalla um að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag. Öll eigum við skilið að komast í hátíðarskap um jólin. „Og meginskilaboðin eru bara, mér finnst ég eiga það skilið.“ Jólalagið er svo sannarlega ekki það fyrsta sem Már gefur út en hann og Ísold systir hans sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 með laginu Jólaósk. Már og Laddi auk hljóðfæaraleikara lagsins. Már Gunnarsson „Mér þykir líka svo vænt um þetta því ég er með stórkostlega hljóðfæraleikara með mér í þessu,“ segir Már. Hann segir nokkra færustu hljóðfæraleikara landsins auk strengjakvartetts úr Royal Northern College of Music í Manchester, þar sem hann lærir, hafa spilað inn á upptökuna. „Þannig að þetta er svolítið svona alþjóðlegt hjá okkur. Við erum bæði með íslenska hljóðfæraleikara og heimsklassa strengjasveit frá Manchester og svo eru líka ég og Laddi,“ segir Már. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér. Tónlist Jól Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið kom út í lok októbermánaðar en nú hafa Már og Laddi slegið í tónlistarmyndband við það. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið er eftir Má og textinn eftir Tómas Eyjólfsson. „Ég samdi þetta lag fyrir stuttu síðan og mér leið rosalega mikið eins og þetta ætti að vera jólalag,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann og Laddi kynntust fyrir tveimur árum þegar sá síðarnefndi lék í tónlistarmyndbandi við lag Más Vinurinn vor. „Og ég heyrði Ladda bara svo ofboðslega mikið fyrir mér í þessu lagi,“ segir Már. Hann segir Ladda hafa verið meira en til í að vinna með honum að útgáfunni. „Sem er náttúrlega bara gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Már. Fjallar um að líta á björtu hliðarnar Már segist fyrst hafa átt í vandræðum með hvernig jólalag hann vildi semja. Búið sé að semja jólalög um svo margt. „Það sem mér fannst vanta í umræðuna var bara: Hey! Jólin geta bara verið ótrúlega erfið fyrir rosalega marga,“ segir Már. Hann segir að lagið fjalla um að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag. Öll eigum við skilið að komast í hátíðarskap um jólin. „Og meginskilaboðin eru bara, mér finnst ég eiga það skilið.“ Jólalagið er svo sannarlega ekki það fyrsta sem Már gefur út en hann og Ísold systir hans sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 með laginu Jólaósk. Már og Laddi auk hljóðfæaraleikara lagsins. Már Gunnarsson „Mér þykir líka svo vænt um þetta því ég er með stórkostlega hljóðfæraleikara með mér í þessu,“ segir Már. Hann segir nokkra færustu hljóðfæraleikara landsins auk strengjakvartetts úr Royal Northern College of Music í Manchester, þar sem hann lærir, hafa spilað inn á upptökuna. „Þannig að þetta er svolítið svona alþjóðlegt hjá okkur. Við erum bæði með íslenska hljóðfæraleikara og heimsklassa strengjasveit frá Manchester og svo eru líka ég og Laddi,“ segir Már. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér.
Tónlist Jól Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira