Fjölskyldumeðlimirnir nefndir á nafn í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 14:40 Harry og Meghan koma mikið við sögu í nýjustu bók Omid Scobie. Joshua Sammer/Getty Images Ný bók breska rithöfundarins Omid Scobie um konungsfjölskylduna hefur verið fjarlægð úr hillum bókaverslanna í Hollandi vegna fregna af því að í bókinni leynist nafn tveggja manneskja sem sagðar eru hafa lýst áhyggjum af húðlit sonar þeirra Meghan og Harry. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Xander, hollenskur útgefandi bókarinnar, sem ber heitið Endgame, hafi ákveðið að stöðva sölu bókarinnar „tímabundið“ vegna „villu“ sem fundist hafi í bókinni. Omid Scobie skrifar um konungsfjölskylduna í bókinni en hann hefur áður skrifað bókina Finding Freedom um þau Harry og Meghan. Forsaga málsins er sú að í sögufrægu sjónvarpsviðtali við Opruh Winfrey árið 2021 lýsti Meghan Markle því að meðlimur í konungsfjölskyldunni hefði viðrað áhyggjur sínur af því hvaða húðlit ófæddur sonur hennar yrði með. Áður hefur Oprah sjálf sagt opinberlega að ekki hafi verið um að ræða Elísabetu Bretlandsdrottningu né Filippus. Í frétt Guardian kemur fram að Omid Scobie, sem ítrekað hefur skrifað bækur um konungsfjölskylduna, hafi ekki birt nafnið í bók sinni. Þar kemur hins vegar fram að ekki hafi einungis einn meðlimur fjölskyldunnar viðrað þessar áhyggjur, heldur hafi þeir verið tveir. Einhverra hluta vegna virðast nöfn þeirra þó hafa slæðst í hollenska þýðingu af bókinni. „Bókin hefur verið þýdd á nokkrum tungumálum og því miður tala ég ekki hollensku. En ef það eru þýðingarvillur þá mun útgefandi leiðrétta þær. Ég skrifaði ensku útgáfuna. Það er engin útgáfa frá mér þar sem þessi nöfn eru birt,“ hefur miðillinn eftir Scobie. Höfundurinn skrifar í bók sinni að vegna breskra laga megi hann ekki nafngreina einstaklingana í bók sinni. Mikinn styr stóð um málið árið 2021 eftir opinberanir Meghan Markle. Vilhjálmur Bretaprins sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að konungsfjölskyldan væri alls ekki rasísk. Bretland Kóngafólk Holland Harry og Meghan Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Xander, hollenskur útgefandi bókarinnar, sem ber heitið Endgame, hafi ákveðið að stöðva sölu bókarinnar „tímabundið“ vegna „villu“ sem fundist hafi í bókinni. Omid Scobie skrifar um konungsfjölskylduna í bókinni en hann hefur áður skrifað bókina Finding Freedom um þau Harry og Meghan. Forsaga málsins er sú að í sögufrægu sjónvarpsviðtali við Opruh Winfrey árið 2021 lýsti Meghan Markle því að meðlimur í konungsfjölskyldunni hefði viðrað áhyggjur sínur af því hvaða húðlit ófæddur sonur hennar yrði með. Áður hefur Oprah sjálf sagt opinberlega að ekki hafi verið um að ræða Elísabetu Bretlandsdrottningu né Filippus. Í frétt Guardian kemur fram að Omid Scobie, sem ítrekað hefur skrifað bækur um konungsfjölskylduna, hafi ekki birt nafnið í bók sinni. Þar kemur hins vegar fram að ekki hafi einungis einn meðlimur fjölskyldunnar viðrað þessar áhyggjur, heldur hafi þeir verið tveir. Einhverra hluta vegna virðast nöfn þeirra þó hafa slæðst í hollenska þýðingu af bókinni. „Bókin hefur verið þýdd á nokkrum tungumálum og því miður tala ég ekki hollensku. En ef það eru þýðingarvillur þá mun útgefandi leiðrétta þær. Ég skrifaði ensku útgáfuna. Það er engin útgáfa frá mér þar sem þessi nöfn eru birt,“ hefur miðillinn eftir Scobie. Höfundurinn skrifar í bók sinni að vegna breskra laga megi hann ekki nafngreina einstaklingana í bók sinni. Mikinn styr stóð um málið árið 2021 eftir opinberanir Meghan Markle. Vilhjálmur Bretaprins sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að konungsfjölskyldan væri alls ekki rasísk.
Bretland Kóngafólk Holland Harry og Meghan Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira