Lífið

Neista­flug í Fram­sóknar­flokknum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hafdís Hrönn og Jóhann eru bæði liðsmenn Framsóknarflokksins.
Hafdís Hrönn og Jóhann eru bæði liðsmenn Framsóknarflokksins.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann H. Sigurðsson, skristofustjóri Framsóknar, eru að stinga saman nefjum. Það fór ekki fram hjá Framsóknarfólki sem sótti miðstjórnarfund flokksins í Vík í Mýrdal um helgina.

Jóhann H. Sigurðsson er skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Hann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Framsóknarflokksins um árabil, meðal annars sem miðstjórnarfulltrúi og stjórnarmeðlimur.

Hafdís Hrönn tók sæti á Alþingi eftir kosningar 2021. Hún á tvö börn úr fyrra sambandi en Jóhann á eina stúlku.

Hafdís og Jóhann sóttu miðstjórnarfund Framsóknar sem fram fór í Vík í Mýrdal liðna helgi. Þar létu þau vel hvert að öðru samkvæmt heimildum fréttastofu.

Fallegt parhús Hafdísar og barnsföður hennar Andra Björgvins Arnþórssonar við Björkustekk á Selfossi er komið á sölu. Ásett verð er 103,9 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×