Lífið samstarf

Kalkúnn sem er ekki hægt að klúðra

Ali
Eldamennskan er einföld og það er erfitt að klúðra þessu, útkoman er ótrúlega bragðgóð og safarík.
Eldamennskan er einföld og það er erfitt að klúðra þessu, útkoman er ótrúlega bragðgóð og safarík.

Þakkargjörðarhátíð er á morgun fimmtudag. Þessi skemmtilega ameríska hefð hefur náð fótfestu á Íslandi og sífellt fleiri íslenskar fjölskyldur og vinahópar elda kalkún í kringum hátíðina. Það eru ekki allir sem leggja í að elda heilan kalkún enda er það flóknari knúst eða eru mögulega að elda fyrir fáa - þá er tilvalið að elda Ali Sous vide kalkúnabringur.

Ali kalkúnabringan er forelduð því þarf einungis að hita hana. Eldamennskan er einföld og það er erfitt að klúðra þessu, útkoman er ótrúlega bragðgóð og safarík. Þessi skothelda uppskrift er unnin í samstarfi við Berglindi hjá Gotterí og Gersemar.

Klippa: Uppskrift að þakkagjörðarkalkún

Ali Kalkúnabringa á þakkargjörðardaginn fyrir um 6 manns

  • 1 x Sous Vide kalkúnabringa frá Ali (fæst í Bónus)
  • Smjör til steikingar

Látið heitt vatn renna í vaskinn, takið pappann af pakkningunni og leggið bringuna í pokanum ofan í vatnið og leyfið að standa þar í 15 mínútur, takið þá upp úr og úr plastinu.  Bræðið þá væna klípu af smjöri á pönnu og brúnið bringuna á öllum hliðum áður en þið skerið í sneiðar.

Granatepla Waldorfsalat

  • 2 gul epli
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 granatepli
  • 40 g saxaðar pekanhnetur
  • 1 dós sýrður rjómi (180 g)
  • 200 ml þeyttur rjómi
  • 1 msk. sykur

Flysjið eplin og skerið í litla bita, kreistið sítrónusafann yfir.  Losið innan úr granateplinu og blandið því saman við ásamt pekanhnetum og restinni af hráefnunum.  Blandið öllu varlega saman með sleikju og geymið í kæli fram að notkun.

Kalkúnasósa uppskrift

  • 1 rauðlaukur
  • 3 hvítlauksrif (rifin)
  • 1 msk. saxað timjan
  • 1 msk. hvítvínsedik
  • 400 ml kalkúnasoð (úr fernu eða útbúið með krafti)
  • 300 ml rjómi
  • 1 msk. púðursykur
  • 4 msk. maizena sósujafnari
  • Salt, pipar, cheyenne pipar
  • Ólífuolía
  • Smjör

Skerið laukinn í þunnar sneiðar og steikið upp úr blöndu af smjöri og olíu ásamt hvítlauk og timjan við meðalhita þar til hann mýkist.  Hellið þá hvítvínsedikinu saman við og leyfið því að gufa upp og setjið næst soð og rjóma og náið upp suðunni að nýju og lækkið síðan alveg niður.  Bætið sósujafnara við og kryddið eftir smekk.

Brúnaðar kartöflur

  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • 200 g sykur
  • 50 g smjör

Sigtið allan vökva frá kartöflunum og hitið sykurinn á pönnu.  Hristið pönnuna reglulega og þegar sykurinn fer að bráðna má bæta smjörinu saman við, lækka hitann og hella kartöflunum á pönnuna.  Veltið kartöflunum upp úr sykurbráðinni með sleikju/sleif og leyfið þeim að malla þar til þær eru heitar í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.