„Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin“ Forlagið 27. nóvember 2023 08:47 „Þegar maður fór að kynna sér persónur úr þessum glæpamálum þá reyndust þær oft vera margbrotnar og áhugaverðar." Einar Már Guðmundsson sendir frá sér nýja bók. Frelsisþrá, áköf réttlætiskennd og fjötrar fátæktar, ævintýralegar persónur byggðar á sannsögulegum fyrirmyndum, uppreisnarhugur og eldfjörug atburðarás: Allt þetta má finna í nýrri og bráðskemmtilegri sögulegri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera, þar sem sagt er frá raunverulegum glæp, undirbúningi hans, eftirmálum og þungum refsidómum í litlu sjávarplássi á Íslandi snemma á 19. öld. Í Tangavík ríða hættulegar hugmyndir húsum, hugmyndir um réttlæti og jöfnuð. Á laun ráðgera menn að losa hina ríku við auðinn sem íþyngir þeim en þegar látið er til skarar skríða er yfirvöldum ekki skemmt. Glæpir ógna gildum samfélagsins og mikið liggur við að bæla niður mótþróa og uppreisnarhug; finna hina seku, dæma hart og refsa grimmilega. Einar segir fyrri hluta 19. aldar áhugaverðan og spennandi tíma í Íslandssögunni fyrir rithöfund. „Í fyrsta lagi er þessi tími talsvert reyfarakenndur, ótrúlegur órói í samfélaginu og mörg afbrot, margir glæpir. Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin, en vísar þá fyrst og fremst í fyrstu áratugi 19. aldar, frá 1800 til 1830. Óróinn á sér þó lengri aðdraganda, alveg til Skaftáreldanna 1783. Þeim fylgdu miklir erfiðleikar, fátækt og hungur, en um leið er allur heimurinn að breytast, þarna verður franska byltingin og síðan Napóleonsstríðin,“ útskýrir Einar. Framfarir hafi einnig einkennt þessi ár á Íslandi. Fólk reis gegn niðurnjörvuðu samfélagsmynstri og tók í einhverjum tilfellum ráðin í eigin hendur. Bófaflokkar riðu um héruð „Þessi tími er með ólíkindum líflegur, fólk fer að krefjast betri kjara, betra lífs og meira frelsis. Alls konar fáránlegar reglur eru í gildi og fólk hættir að taka þær alvarlega. Það myndast hálfgerðir uppreisnarflokkar eða bófaflokkar og spennan á milli þeirra og yfirvalda fæðir af sér endalaus atvik sem eru í frásögur færandi. Þá er og merkilegur hlutur kvenna, konur sóttu sjóinn og urðu framtakssamir útgerðarmenn, formenn og hásetar, og því myndast alls kyns mynstur sem minna á þjóðfélagsbaráttuna allt fram á þennan dag. Í þessum heimi býr upphaf þjóðfélagsbaráttu, verkalýðsbaráttu og kvennabaráttu. Sumir glæpamannanna hefðu orði mætir borgarar, eins og sagt er, en það var bara ekkert pláss fyrir þá í samfélaginu,“ segir Einar. Þessi tími gat af sér skrautlegar persónur og það var nóg af þeim í Tangavík. Hvernig komu þær til þín? „Þær bara bönkuðu upp á, sumar fann ég í bókum og í frásögnum. Þessar frásagnir sem ég byggi á lifðu ótrúlega lengi. Það var talað um þessa glæpi í marga áratugi, og alltaf eins og þeir hefðu gerst í gær. Svo kemur áhuginn líka út frá gömlum sögum, ættfræði og alls konar efnivið. Þegar maður fór að kynna sér persónur úr þessum glæpamálum þá reyndust þær oft vera margbrotnar og áhugaverðar. Og mér fannst ég líka þurfa að skrifa gegn þeirri mannfyrirlitningu og stéttahroka sem oft birtist í dómskjölum,“ segir Einar. Sú mynd sem við höfum af olnbogabörnum fortíðarinnar sé oftast mynd sem ráðandi öfl drógu upp af þeim. „Og sem skáld fer maður gegn slíkum viðhorfum. Skáldsögur eru alltaf í samræðum við sinn eigin tíma, samtímann. Það eru þættir í sögum sem eru eilífir en gerast um leið í sögulegu umhverfi. Í rauninni eru sumar persónur ótrúlega nútímalegar, persónur eins og Sigga sægarpur sem vill bara ganga í karlmannsfötum en það er ólöglegt á þessum tíma. Hún nær þó sínu fram en þetta veldur ýmsum deilum sem minna á deilumál í nútímanum. Í stuttu máli má segja að í svona litlu samfélagi speglist allur heimurinn,“ segir Einar. Tangavík sé hálfgerður nafli alheimsins og eigi sér fyrirmynd í íslenskum þorpum. „Tangavík á sér fyrirmynd í ýmsum sjávarþorpum við suðurströndina, og sum þeirra voru líka verslunarstaðir. Tangavík er um leið sköpunarverk mitt og þannig farið mjög frjálslega með staðhætti og aðstæður. Margir þykjast sjá Eyrarbakka og Stokkseyri í þessum sögum, og það er bara fínt. Þessir staðir eru nafli alheimsins, sérstaklega Stokkseyri. Sem dæmi, þá er til ljóðabók eftir Ísak Harðarson sem heitir Stokkseyri. Það er ekki til betra nafn á ljóðabók. Á þessum tíma sem ég er að skrifa um var Eyrarbakki eiginlega frekar höfuðborg en Reykjavík; og eins og segir í sögunni líta Tangvíkingar svo á að svo sé enn. Tangavík er bær með sjálfsmynd.“ Fyrsta verk að heimsækja rakarann Einar Már hefur allt frá upphafi ferils síns verið í hópi helstu rithöfunda þjóðarinnar. Hann hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ljóð, skrifað kvikmyndahandrit og greinar um þjóðfélagsmál. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um heim, ekki síst Englar alheimsins (1993) sem færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og er ein víðförlasta íslenska skáldsagan fyrr og síðar. Meðal annarra viðurkenninga Einars Más má nefna Bjartsýnisverðlaun Brøstes (1988), Karen Blixen Medaljen, heiðursverðlaun Dönsku akademíunnar (1999), ítölsku GiuseppeAcerbi-bókmenntaverðlaunin (1999), norsku Bjørnson-verðlaunin (2010) og Norrænu bókmenntaverðlaunin frá Sænsku akademíunni (2012). Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir skáldsöguna Hundadaga. Hvað gerir hann þegar hann hefur lokið bók? „Maður byrjar á því að láta klippa sig, og svo fer maður í að sinna bókinni þegar hún kemur út, lesa upp úr henni og ræða hana á mannamótum við þá sem það vilja,“ segir hann. Yfirleitt er hann með mörg járn í eldinum og sögurnar eru oft ár og áratugi að gerjast. „Ég er auðvitað með eitt og annað í gangi. Sögur þurfa alltaf nokkur áhlaup og margar umferðir. Þær koma og fara og koma svo aftur, og eru þá kannski orðnar allt öðruvísi. Maður byrjar á því að vinna í einhverju og veit ekki mikið. Svo fer maður og kynnir sér það betur, og fer síðan út í eitthvað annað og kemur svo að því aftur. Þannig er það til dæmis með þessar sögur, þessar síðustu sögur mínar úr Tangavík, Skáldlega afbrotafræði sem kom út fyrir tveimur árum og svo nú í ár Því dæmist rétt vera. Áhuginn á þeim málum öllum kviknaði fyrir um það bil þrjátíu árum, um svipað leyti og ég var að skrifa Engla alheimsins og síðan fjölskyldusögurnar Fótspor á himnum, Drauma á jörðu og Nafnlausa vegi. Svo er líka nauðsynlegt þegar bók er lokið að góna aðeins út í loftið.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Í Tangavík ríða hættulegar hugmyndir húsum, hugmyndir um réttlæti og jöfnuð. Á laun ráðgera menn að losa hina ríku við auðinn sem íþyngir þeim en þegar látið er til skarar skríða er yfirvöldum ekki skemmt. Glæpir ógna gildum samfélagsins og mikið liggur við að bæla niður mótþróa og uppreisnarhug; finna hina seku, dæma hart og refsa grimmilega. Einar segir fyrri hluta 19. aldar áhugaverðan og spennandi tíma í Íslandssögunni fyrir rithöfund. „Í fyrsta lagi er þessi tími talsvert reyfarakenndur, ótrúlegur órói í samfélaginu og mörg afbrot, margir glæpir. Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin, en vísar þá fyrst og fremst í fyrstu áratugi 19. aldar, frá 1800 til 1830. Óróinn á sér þó lengri aðdraganda, alveg til Skaftáreldanna 1783. Þeim fylgdu miklir erfiðleikar, fátækt og hungur, en um leið er allur heimurinn að breytast, þarna verður franska byltingin og síðan Napóleonsstríðin,“ útskýrir Einar. Framfarir hafi einnig einkennt þessi ár á Íslandi. Fólk reis gegn niðurnjörvuðu samfélagsmynstri og tók í einhverjum tilfellum ráðin í eigin hendur. Bófaflokkar riðu um héruð „Þessi tími er með ólíkindum líflegur, fólk fer að krefjast betri kjara, betra lífs og meira frelsis. Alls konar fáránlegar reglur eru í gildi og fólk hættir að taka þær alvarlega. Það myndast hálfgerðir uppreisnarflokkar eða bófaflokkar og spennan á milli þeirra og yfirvalda fæðir af sér endalaus atvik sem eru í frásögur færandi. Þá er og merkilegur hlutur kvenna, konur sóttu sjóinn og urðu framtakssamir útgerðarmenn, formenn og hásetar, og því myndast alls kyns mynstur sem minna á þjóðfélagsbaráttuna allt fram á þennan dag. Í þessum heimi býr upphaf þjóðfélagsbaráttu, verkalýðsbaráttu og kvennabaráttu. Sumir glæpamannanna hefðu orði mætir borgarar, eins og sagt er, en það var bara ekkert pláss fyrir þá í samfélaginu,“ segir Einar. Þessi tími gat af sér skrautlegar persónur og það var nóg af þeim í Tangavík. Hvernig komu þær til þín? „Þær bara bönkuðu upp á, sumar fann ég í bókum og í frásögnum. Þessar frásagnir sem ég byggi á lifðu ótrúlega lengi. Það var talað um þessa glæpi í marga áratugi, og alltaf eins og þeir hefðu gerst í gær. Svo kemur áhuginn líka út frá gömlum sögum, ættfræði og alls konar efnivið. Þegar maður fór að kynna sér persónur úr þessum glæpamálum þá reyndust þær oft vera margbrotnar og áhugaverðar. Og mér fannst ég líka þurfa að skrifa gegn þeirri mannfyrirlitningu og stéttahroka sem oft birtist í dómskjölum,“ segir Einar. Sú mynd sem við höfum af olnbogabörnum fortíðarinnar sé oftast mynd sem ráðandi öfl drógu upp af þeim. „Og sem skáld fer maður gegn slíkum viðhorfum. Skáldsögur eru alltaf í samræðum við sinn eigin tíma, samtímann. Það eru þættir í sögum sem eru eilífir en gerast um leið í sögulegu umhverfi. Í rauninni eru sumar persónur ótrúlega nútímalegar, persónur eins og Sigga sægarpur sem vill bara ganga í karlmannsfötum en það er ólöglegt á þessum tíma. Hún nær þó sínu fram en þetta veldur ýmsum deilum sem minna á deilumál í nútímanum. Í stuttu máli má segja að í svona litlu samfélagi speglist allur heimurinn,“ segir Einar. Tangavík sé hálfgerður nafli alheimsins og eigi sér fyrirmynd í íslenskum þorpum. „Tangavík á sér fyrirmynd í ýmsum sjávarþorpum við suðurströndina, og sum þeirra voru líka verslunarstaðir. Tangavík er um leið sköpunarverk mitt og þannig farið mjög frjálslega með staðhætti og aðstæður. Margir þykjast sjá Eyrarbakka og Stokkseyri í þessum sögum, og það er bara fínt. Þessir staðir eru nafli alheimsins, sérstaklega Stokkseyri. Sem dæmi, þá er til ljóðabók eftir Ísak Harðarson sem heitir Stokkseyri. Það er ekki til betra nafn á ljóðabók. Á þessum tíma sem ég er að skrifa um var Eyrarbakki eiginlega frekar höfuðborg en Reykjavík; og eins og segir í sögunni líta Tangvíkingar svo á að svo sé enn. Tangavík er bær með sjálfsmynd.“ Fyrsta verk að heimsækja rakarann Einar Már hefur allt frá upphafi ferils síns verið í hópi helstu rithöfunda þjóðarinnar. Hann hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ljóð, skrifað kvikmyndahandrit og greinar um þjóðfélagsmál. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um heim, ekki síst Englar alheimsins (1993) sem færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og er ein víðförlasta íslenska skáldsagan fyrr og síðar. Meðal annarra viðurkenninga Einars Más má nefna Bjartsýnisverðlaun Brøstes (1988), Karen Blixen Medaljen, heiðursverðlaun Dönsku akademíunnar (1999), ítölsku GiuseppeAcerbi-bókmenntaverðlaunin (1999), norsku Bjørnson-verðlaunin (2010) og Norrænu bókmenntaverðlaunin frá Sænsku akademíunni (2012). Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir skáldsöguna Hundadaga. Hvað gerir hann þegar hann hefur lokið bók? „Maður byrjar á því að láta klippa sig, og svo fer maður í að sinna bókinni þegar hún kemur út, lesa upp úr henni og ræða hana á mannamótum við þá sem það vilja,“ segir hann. Yfirleitt er hann með mörg járn í eldinum og sögurnar eru oft ár og áratugi að gerjast. „Ég er auðvitað með eitt og annað í gangi. Sögur þurfa alltaf nokkur áhlaup og margar umferðir. Þær koma og fara og koma svo aftur, og eru þá kannski orðnar allt öðruvísi. Maður byrjar á því að vinna í einhverju og veit ekki mikið. Svo fer maður og kynnir sér það betur, og fer síðan út í eitthvað annað og kemur svo að því aftur. Þannig er það til dæmis með þessar sögur, þessar síðustu sögur mínar úr Tangavík, Skáldlega afbrotafræði sem kom út fyrir tveimur árum og svo nú í ár Því dæmist rétt vera. Áhuginn á þeim málum öllum kviknaði fyrir um það bil þrjátíu árum, um svipað leyti og ég var að skrifa Engla alheimsins og síðan fjölskyldusögurnar Fótspor á himnum, Drauma á jörðu og Nafnlausa vegi. Svo er líka nauðsynlegt þegar bók er lokið að góna aðeins út í loftið.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira