Körfubolti

KR-ingurinn kemur heim en fer í Njarð­vík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Orri ásamt Halldóri Rúnari Karlssyni formanni Körfuknattleiksadeildar Njarðvíkur.
Þorvaldur Orri ásamt Halldóri Rúnari Karlssyni formanni Körfuknattleiksadeildar Njarðvíkur. umfn.is

Þorvaldur Orri Árnason hefur gert eins árs samning við Njarðvík og mun því spila með liðinu i Subway deild karla.

Njarðvíkingar tilkynntu í gærkvöldi um að félagið hafi samið við þennan skemmtilega leikmann.

Þorvaldur Orri hefur verið út í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði með Cleveland Charge en það er venslalið NBA félagsins Cleveland Cavaliers.

Þorvaldur er uppalinn KR-ingur og spilaði með KR í fyrravetur þegar liðið féll úr deildinni.

Eftir tímabilið fór hann síðan í nýliðaval þróunardeildar NBA og endaði hjá Cleveland Charge.

Þorvaldur var með 13,3 stig, 5,4 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali með KR á síðustu leiktíð en það var hans fjórða tímabil með meistaraflokki KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×