„Núna eru að koma fram eldri karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 15:11 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson „Núna eru að koma fram eldri karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Búnir að bera djúpa skömm og sjálfsfyrirlitningu og aldrei orðað það við neinn. Við það að opna sig og vinna með ofbeldi hef ég séð karlmenn yngjast fyrir framan nefið á mér,“ segir Bjarni Karlsson sálgætir, prestur og siðfræðingur. Bjarni er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Í þættinum ræða þeir um ofbeldismenningu mannkyns, mikilvægi nándar og tengsla í bata og hversu miklu máli skiptir að lifa af alefli, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við getum ekki stungið upp höfðinu, hvað erum við þá að gera hérna? Við verðum að una þeirri staðreynd að lífið er háskalegt og enginn kemst undan því. Það er flókið að vera manneskja en við sem tegund á þessari jörð höfum gríðarlega mikla tilhneigingu til að valda tjóni. Og hver fjárinn er það?“ segir Bjarni á einlægum nótum. Þurfum á hvert öðru að halda Í því samhengi nefnir hann mannlegt markaleysi og hvernig það endurspeglast í muninum á hörmungunum í Grindavík og á Gaza. Annars vegar af völdum náttúrunnar, sem við höfum enga stjórn á og hins vegar mannvonsku. „Allt í einu skapast tilgangur; vakandi innviðir eins og björgunarsveitir og íslenskt samfélag. Við kunnum að standa saman þegar í harðbakkann slær og leggjum til hliðar allan ágreining. Kunnum að vera manneskjur,“ segir Bjarni. „Þegar fólk er framandi hvert öðru og fólk þorir ekki að gera mistök því það verður dæmt harkalega. Túlkunarvandi er svo víða í gangi. Ef ég vil skána, er í djúpum skít og vil ná bata, þá gerist það allt í nándinni og tengslum. Þess vegna þurfum við hvert á öðru að halda.“ Ráðist að kjarna persónunnar Í sinni prestlegu sálgæslu, eins og hann orðar það sjálfur, hefur hann mikið unnið með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Bjarni segist hafa lært ótrúlega margt um kynferðisofbeldi og áhrif þess á heilsu fólks. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að væri svo mikil regla, ekki undantekning. Ákveðið mynstur, t.d. hjá fjölskyldum þar sem barnaníð hefur haft sína farvegi eða í samfélagi þar sem aðgangur að líkama kvenna er eitthvað sem bara gerist. Það að vera þolandi kynferðisofbeldi er rosaleg árás á heilsu fólks. Eins og með kjarnorkusprengju. Geislunaráhrif ætla aldrei að hætta. Þetta er verra en annað ofbeldi. Það er kjarninn í mennskunni að stíga úr fyrir sjálfan sig og mynda kynferðissamband við aðra manneskju. Þarna er ráðist að kjarna persónunnar,“ segir hann. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Bjarni er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Í þættinum ræða þeir um ofbeldismenningu mannkyns, mikilvægi nándar og tengsla í bata og hversu miklu máli skiptir að lifa af alefli, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við getum ekki stungið upp höfðinu, hvað erum við þá að gera hérna? Við verðum að una þeirri staðreynd að lífið er háskalegt og enginn kemst undan því. Það er flókið að vera manneskja en við sem tegund á þessari jörð höfum gríðarlega mikla tilhneigingu til að valda tjóni. Og hver fjárinn er það?“ segir Bjarni á einlægum nótum. Þurfum á hvert öðru að halda Í því samhengi nefnir hann mannlegt markaleysi og hvernig það endurspeglast í muninum á hörmungunum í Grindavík og á Gaza. Annars vegar af völdum náttúrunnar, sem við höfum enga stjórn á og hins vegar mannvonsku. „Allt í einu skapast tilgangur; vakandi innviðir eins og björgunarsveitir og íslenskt samfélag. Við kunnum að standa saman þegar í harðbakkann slær og leggjum til hliðar allan ágreining. Kunnum að vera manneskjur,“ segir Bjarni. „Þegar fólk er framandi hvert öðru og fólk þorir ekki að gera mistök því það verður dæmt harkalega. Túlkunarvandi er svo víða í gangi. Ef ég vil skána, er í djúpum skít og vil ná bata, þá gerist það allt í nándinni og tengslum. Þess vegna þurfum við hvert á öðru að halda.“ Ráðist að kjarna persónunnar Í sinni prestlegu sálgæslu, eins og hann orðar það sjálfur, hefur hann mikið unnið með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Bjarni segist hafa lært ótrúlega margt um kynferðisofbeldi og áhrif þess á heilsu fólks. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að væri svo mikil regla, ekki undantekning. Ákveðið mynstur, t.d. hjá fjölskyldum þar sem barnaníð hefur haft sína farvegi eða í samfélagi þar sem aðgangur að líkama kvenna er eitthvað sem bara gerist. Það að vera þolandi kynferðisofbeldi er rosaleg árás á heilsu fólks. Eins og með kjarnorkusprengju. Geislunaráhrif ætla aldrei að hætta. Þetta er verra en annað ofbeldi. Það er kjarninn í mennskunni að stíga úr fyrir sjálfan sig og mynda kynferðissamband við aðra manneskju. Þarna er ráðist að kjarna persónunnar,“ segir hann. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16