Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Richard Armitage í Austurstræti, nýlentur frá New York. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndaþríleiknum Hobbitanum, þar sem hann fór með hlutverk æðstadvergsins Thorins Oakenshield. Og nú hefur hann haslað sér völl sem rithöfundur. Vísir/Arnar Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér. Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“ Hollywood Bókmenntir Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“
Hollywood Bókmenntir Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira