Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Nánast skorað að vild í Þorlákshöfn Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 17. nóvember 2023 00:03 Vísir/Bára Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. Eins og sjá má á stigaskorinu skoruðu liðin nánast að vild en það var þó nokkuð langur kafli þar sem öðru liðinu tókst hreinlega ekki að skora. Fyrir fram mátti búast við nokkuð öruggum sigri heimamanna, og má segja að það hafi orðið raunin. Gestirnir náðu aldrei forystunni í leiknum og voru heimamenn fljótir að komast í tíu stiga forskot. Blikarnir slepptu þeim þó ekki frá sér fyrr en í lok þriðja leikhluta þar sem gestunum reyndist fyrirmunað að skora stig og á móti jóskt munurinn stöðugt og fór mest upp í 29 stig. Breiðablik skoraði ekki í rúmar fjórar mínútur í lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Eftir það var alveg ljóst hvort liðið myndi vinna leikinn og bæði lið gerðu eins og framan af leik, skoruðu að vild. Blikarnir náðu að minnka muninn og voru kannski tveimur körfum frá því að gera alvöru leik úr þessu í síðasta fjórðungnum en þá svöruðu heimamenn með góðum spretti og slökktu í öllum vonarneistum gestanna. Breiðablik er áfram án sigurs í leiknum en það eru þó jákvæðari teikn á lofti eftir síðustu tvo leiki heldur en voru fyrir þá. Zoran Vrkic hefur komið ágætlega inn í hlutina og ef Everage Lee Richardson nær að bæta liðið þegar hann snýr til baka þá gæti orðið erfitt að vinna Blikana. Þórsarar voru mjög skilvirkir og þurftu ekki að hafa neitt rosalega fyrir sigrinum í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög smurður og gæðin í Blikum ekki það mikil að öll hjól þyrftu að vera á hröðum snúningi til að landa þessum sigri. Þórsarar eru áfram á toppi deildarinnar, hafa unnið fimm sigra og tapað tveimur í upphafi móts. Af hverju vann Þór? Miklu fleiri leikmenn með mikil gæði og mun smurðari vél sem heild. Þórsarar vita upp á hár í hverju þeir eru góðir og Lárus Jónsson skýr með hvað hann vill fá sínum leikmönnum. Hverjir stóðu upp úr? Tómas Valur Þrastarson var framan af leik að stýra sýningunni hjá heimamönnum með flotta aukaleikara í Jordan Semple og Nigel Pruitt. Pruitt tók svo yfir í seinni hálfleik og sökti Blikum með þriggja stiga skotum. Sá var sjóðheitur! Tómas Valur getur eiginlega ekki lengur talist efnilegasti leikmaður deildarinnar eins og hann var valinn á síðasta tímabili. Hann er einfaldlega of góður fyrir þann stimpil. Í liði Breiðabliks var Keith Jordan mjög öflugur og fór fyrir liðinu í stigaskori. Sölvi Ólason var óvænt næst stigahæstur í liði Breiðabliks, átti frábæran leik og uppskar hrós frá báðum þjálfurum fyrir frammistöðu sína. Besti leikur Sölva á hans meistaraflokksferli, ef horft er í hans sóknarleik. Hvað gekk illa? Rúmlega fjögurra mínútna kafli hjá Breiðabliki þar sem liðið skoraði ekki stig. Bæði var liðið að tapa boltanum klaufalega á þeim kafla og að klikka á skotum sem einfaldlega neituðu að fara ofan í. Varnarleikurinn lengstum í þessum leik var ekki boðlegur, en ég ætla að hluta til að skrá það á að leikurinn var ekki spennandi og stutt í kæruleysið. Hvað gerist næst? Sannkallaður fallbaráttuslagur þegar Breiðablik og Hamar mætast í Smáranum og Þórsarar fara til Njarðvíkur. Báðir leikir eru settir á fimmtudagskvöld í næstu viku. „Mér finnst við geta unnið alla núna“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára „Við vorum að leiða allan leikinn og áttum meira inni heldur en Blikarnir, vorum að hreyfa vel við liðinu og menn voru ferskir. Þetta var okkar leikur allan tímann,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir leikinn. „Við vorum kannski svolítið værukærir í vörninni framan af. Við unnum svo leikinn í þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu sautján stig, leikurinn var nokkurn veginn búinn í fjórða.“ Lárus veit ekki hvort þetta sé lið sem getur farið alla leið í vor. „Það á eftir að koma í ljós, það er mikið sem á eftir að gerast í deildinni; maður veit ekki hvort önnur lið bæti við sig og veit því ekki við hvað maður á eftir að máta liðið. Mér finnst við geta unnið alla núna.“ Þjálfarinn hrósaði Sölva Ólasyni í liði Breiðablik sérstaklega í viðtalinu. „Hann var rosalega góður í dag. Hann var að hitta betur en við bjuggumst við,“ sagði Lárus. Áhugi á Tómasi erlendis en stærra hlutverk í Þorlákshöfn heillaði meira Tómas var í lok síðasta tímabils kjörinn efnilegasti leikmaður Subway-deildarinnar. Hann er átján ára gamall og var tilkynnt í lok september að hann yrði áfram í Þór á þessu tímabili. Hann var spurður út í áhuga erlendis frá í sumar í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Við náðum að skora mikið og þetta var nokkuð þægilegt. Við fengum yfir 100 stig á okkur, varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar í kvöld. Við þurfum að sýna meira stolt þeim megin.“ „Ég er að finna mikinn mun á mér frá því í fyrra. Ég reyni að bæta mig á hverjum degi, finn fyrir meira sjálfstrausti, Lalli er búinn að gefa mér mikið sjálfstraust. Sjálfstraustið er að hjálpa mér sóknarlega, það er bara að þora að taka af skarið. Það er dálítið það sem þetta snýst um í körfubolta.“ „Það var smá möguleiki að ég yrði ekki áfram, en síðan sannfærði Lalli mig og gaf mér stórt hlutverk. Það voru möguleikar bæði í Evrópu og eitthvað í Bandaríkjunum, en hlutverkið hér er miklu stærra og miklu fleiri mínútur. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun að vera áfram, gott líka að vera í kringum félagana,“ sagði Tómas að lokum. Sölvi Ólason: Fór bara í minn leik í kvöld Sölvi Ólason, leikmaður Breiðabliks, skoraði 26 stig, var með 69 prósent skotnýtingu og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í kvöld. Hann var spurður hvort þetta hefði verið hans besti leikur á meistaraflokksferlinum til þessa. Sölvi er fæddur árið 2004. „Kannski einstaklingslega, en þetta er liðsíþrótt. Ég átti fínan leik í fyrra á móti Grindavík, leikur sem við unnum. Mér líður að betur að hugsa út í það.“ „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Ég er búinn að vera ströggla smá, ef við þurfum einhvern neista sóknarlega þá veit ég að ég get skorað gegn öllum liðum. Ég fór bara í minn leik í kvöld eftir að hafa svolítið verið að spila einhvern annan leik.“ Treystirðu þér til lengri tíma til að vera einn af þeim sem skilar hvað flestum stigum á töfluna í liðinu? „Algjörlega, það fer bara allt eftir því hvað leikplanið okkar er. Ívar vill kannski meira hafa mig í því að stilla upp sókninni og spila góða vörn. Ég er ekki búinn að vera spila góða vörn og er ekki búinn að vera stilla upp sókninni vel. Við sjáum bara hvernig framhaldið verður.“ Núll sigrar, sjö töp. Er þetta þungt? „Já og nei. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar, strákarnir eru alltaf hressir. Við keppum hart á æfingum og erum að leggja okkur fram. Við erum að gera okkar besta. Okkur vantar náttúrulega Everage, sem er risastór leikmaður hjá okkur. Þegar hann kemur inn þá kannski fara hlutirnir að líta aðeins betur út.“ Hefurðu trú á því að þið haldið ykkur uppi? „Algjörlega. Fyrsti sigurinn okkar verður í næstu viku á móti Hamri. Vonandi byrjum við að slípa okkur aðeins saman eftir þennan leik, sækjum nokkra sigra, byrjum aðeins að rúlla. Við förum í hvern einasta leik sem „underdogs“, öll pressan á hinu liðinu og við ættum að geta tekið nokkur „upset“,“ sagði Sölvi að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Breiðablik
Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. Eins og sjá má á stigaskorinu skoruðu liðin nánast að vild en það var þó nokkuð langur kafli þar sem öðru liðinu tókst hreinlega ekki að skora. Fyrir fram mátti búast við nokkuð öruggum sigri heimamanna, og má segja að það hafi orðið raunin. Gestirnir náðu aldrei forystunni í leiknum og voru heimamenn fljótir að komast í tíu stiga forskot. Blikarnir slepptu þeim þó ekki frá sér fyrr en í lok þriðja leikhluta þar sem gestunum reyndist fyrirmunað að skora stig og á móti jóskt munurinn stöðugt og fór mest upp í 29 stig. Breiðablik skoraði ekki í rúmar fjórar mínútur í lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Eftir það var alveg ljóst hvort liðið myndi vinna leikinn og bæði lið gerðu eins og framan af leik, skoruðu að vild. Blikarnir náðu að minnka muninn og voru kannski tveimur körfum frá því að gera alvöru leik úr þessu í síðasta fjórðungnum en þá svöruðu heimamenn með góðum spretti og slökktu í öllum vonarneistum gestanna. Breiðablik er áfram án sigurs í leiknum en það eru þó jákvæðari teikn á lofti eftir síðustu tvo leiki heldur en voru fyrir þá. Zoran Vrkic hefur komið ágætlega inn í hlutina og ef Everage Lee Richardson nær að bæta liðið þegar hann snýr til baka þá gæti orðið erfitt að vinna Blikana. Þórsarar voru mjög skilvirkir og þurftu ekki að hafa neitt rosalega fyrir sigrinum í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög smurður og gæðin í Blikum ekki það mikil að öll hjól þyrftu að vera á hröðum snúningi til að landa þessum sigri. Þórsarar eru áfram á toppi deildarinnar, hafa unnið fimm sigra og tapað tveimur í upphafi móts. Af hverju vann Þór? Miklu fleiri leikmenn með mikil gæði og mun smurðari vél sem heild. Þórsarar vita upp á hár í hverju þeir eru góðir og Lárus Jónsson skýr með hvað hann vill fá sínum leikmönnum. Hverjir stóðu upp úr? Tómas Valur Þrastarson var framan af leik að stýra sýningunni hjá heimamönnum með flotta aukaleikara í Jordan Semple og Nigel Pruitt. Pruitt tók svo yfir í seinni hálfleik og sökti Blikum með þriggja stiga skotum. Sá var sjóðheitur! Tómas Valur getur eiginlega ekki lengur talist efnilegasti leikmaður deildarinnar eins og hann var valinn á síðasta tímabili. Hann er einfaldlega of góður fyrir þann stimpil. Í liði Breiðabliks var Keith Jordan mjög öflugur og fór fyrir liðinu í stigaskori. Sölvi Ólason var óvænt næst stigahæstur í liði Breiðabliks, átti frábæran leik og uppskar hrós frá báðum þjálfurum fyrir frammistöðu sína. Besti leikur Sölva á hans meistaraflokksferli, ef horft er í hans sóknarleik. Hvað gekk illa? Rúmlega fjögurra mínútna kafli hjá Breiðabliki þar sem liðið skoraði ekki stig. Bæði var liðið að tapa boltanum klaufalega á þeim kafla og að klikka á skotum sem einfaldlega neituðu að fara ofan í. Varnarleikurinn lengstum í þessum leik var ekki boðlegur, en ég ætla að hluta til að skrá það á að leikurinn var ekki spennandi og stutt í kæruleysið. Hvað gerist næst? Sannkallaður fallbaráttuslagur þegar Breiðablik og Hamar mætast í Smáranum og Þórsarar fara til Njarðvíkur. Báðir leikir eru settir á fimmtudagskvöld í næstu viku. „Mér finnst við geta unnið alla núna“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára „Við vorum að leiða allan leikinn og áttum meira inni heldur en Blikarnir, vorum að hreyfa vel við liðinu og menn voru ferskir. Þetta var okkar leikur allan tímann,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir leikinn. „Við vorum kannski svolítið værukærir í vörninni framan af. Við unnum svo leikinn í þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu sautján stig, leikurinn var nokkurn veginn búinn í fjórða.“ Lárus veit ekki hvort þetta sé lið sem getur farið alla leið í vor. „Það á eftir að koma í ljós, það er mikið sem á eftir að gerast í deildinni; maður veit ekki hvort önnur lið bæti við sig og veit því ekki við hvað maður á eftir að máta liðið. Mér finnst við geta unnið alla núna.“ Þjálfarinn hrósaði Sölva Ólasyni í liði Breiðablik sérstaklega í viðtalinu. „Hann var rosalega góður í dag. Hann var að hitta betur en við bjuggumst við,“ sagði Lárus. Áhugi á Tómasi erlendis en stærra hlutverk í Þorlákshöfn heillaði meira Tómas var í lok síðasta tímabils kjörinn efnilegasti leikmaður Subway-deildarinnar. Hann er átján ára gamall og var tilkynnt í lok september að hann yrði áfram í Þór á þessu tímabili. Hann var spurður út í áhuga erlendis frá í sumar í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Við náðum að skora mikið og þetta var nokkuð þægilegt. Við fengum yfir 100 stig á okkur, varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar í kvöld. Við þurfum að sýna meira stolt þeim megin.“ „Ég er að finna mikinn mun á mér frá því í fyrra. Ég reyni að bæta mig á hverjum degi, finn fyrir meira sjálfstrausti, Lalli er búinn að gefa mér mikið sjálfstraust. Sjálfstraustið er að hjálpa mér sóknarlega, það er bara að þora að taka af skarið. Það er dálítið það sem þetta snýst um í körfubolta.“ „Það var smá möguleiki að ég yrði ekki áfram, en síðan sannfærði Lalli mig og gaf mér stórt hlutverk. Það voru möguleikar bæði í Evrópu og eitthvað í Bandaríkjunum, en hlutverkið hér er miklu stærra og miklu fleiri mínútur. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun að vera áfram, gott líka að vera í kringum félagana,“ sagði Tómas að lokum. Sölvi Ólason: Fór bara í minn leik í kvöld Sölvi Ólason, leikmaður Breiðabliks, skoraði 26 stig, var með 69 prósent skotnýtingu og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í kvöld. Hann var spurður hvort þetta hefði verið hans besti leikur á meistaraflokksferlinum til þessa. Sölvi er fæddur árið 2004. „Kannski einstaklingslega, en þetta er liðsíþrótt. Ég átti fínan leik í fyrra á móti Grindavík, leikur sem við unnum. Mér líður að betur að hugsa út í það.“ „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Ég er búinn að vera ströggla smá, ef við þurfum einhvern neista sóknarlega þá veit ég að ég get skorað gegn öllum liðum. Ég fór bara í minn leik í kvöld eftir að hafa svolítið verið að spila einhvern annan leik.“ Treystirðu þér til lengri tíma til að vera einn af þeim sem skilar hvað flestum stigum á töfluna í liðinu? „Algjörlega, það fer bara allt eftir því hvað leikplanið okkar er. Ívar vill kannski meira hafa mig í því að stilla upp sókninni og spila góða vörn. Ég er ekki búinn að vera spila góða vörn og er ekki búinn að vera stilla upp sókninni vel. Við sjáum bara hvernig framhaldið verður.“ Núll sigrar, sjö töp. Er þetta þungt? „Já og nei. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar, strákarnir eru alltaf hressir. Við keppum hart á æfingum og erum að leggja okkur fram. Við erum að gera okkar besta. Okkur vantar náttúrulega Everage, sem er risastór leikmaður hjá okkur. Þegar hann kemur inn þá kannski fara hlutirnir að líta aðeins betur út.“ Hefurðu trú á því að þið haldið ykkur uppi? „Algjörlega. Fyrsti sigurinn okkar verður í næstu viku á móti Hamri. Vonandi byrjum við að slípa okkur aðeins saman eftir þennan leik, sækjum nokkra sigra, byrjum aðeins að rúlla. Við förum í hvern einasta leik sem „underdogs“, öll pressan á hinu liðinu og við ættum að geta tekið nokkur „upset“,“ sagði Sölvi að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti