Lífið samstarf

Jóla­gjöfin sem býr til skemmti­legar sam­veru­stundir

Myndform

Það tilheyrir jólum að grípa í spil og eiga samverustund með vinum og fjölskyldu. Við tókum saman þrjú stórskemmtileg spil sem eiga fullt erindi undir jólatréð og í möndlugjöfina.

Fjölskylduspilið

Þetta glænýja spil getur öll fjölskyldan spilað saman svo það ber nafn með rentu. Spilið inniheldur 800 spurningar eftir Stefán Pálsson sem spanna allt milli himins og jarðar. Ef þú ert ekki viss um svarið, getur þú alltaf giskað á A, B, C eða D. Spilið er tilvalið fyrir alla aldurshópa og mun færa þér og þínum sannkallaðar gæðastundir í fjörugri keppni.

  • Fyrir hversu marga: 2-6 spilarar
  • Hvaða tíma tekur spilið: 45+ mínútur
  • Aldursbil: 10+ ára

Langbesta svarið

Þetta er hressandi partýleikur og nú kemur í ljós hversu vel þú þekkir vini þína og hversu vel þeir þekkja þig. Lestu spurninguna og skrifaðu svarið niður án þess að sýna það. Aðrir spilarar sýna uppástungur sínar og þú gefur þeim einkunn í leyni. Veldu besta svarið, versta svarið og hentu inn einni blekkingu til að villa um fyrir hinum. Geta þeir lesið huga þinn og valið réttu svörin?

  • Fyrir hversu marga: 3-6 spilarar
  • Hvaða tíma tekur spilið: 20+ mínútur
  • Aldursbil: 12+ ára

Krakka Segðu

Krakka Segðu er frábær orðaleikur fyrir börn. Sá sem á leik setur spjald í ennisbandið sitt og þarf að giska á hvaða persóna eða hlutur hann sé. Aðrir spilarar vinna saman og reyna að útskýra persónuna eða hlutinn fyrir þeim sem á leik. Þú gætir verið hvað sem er, Hrói höttur, gíraffi eða kennari, svo að gott er að hlusta vel á hina spilarana til að komast að því hver eða hvað þú sért.

  • Fyrir hversu marga:  3+ spilarar
  • Hvaða tíma tekur spilið: 20+ mínútur
  • Aldursbil: 5+ ára





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.