Kleinukarl fagnar deginum með þremur til fjórum kleinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 11:55 Ágúst Fannar Einþórsson, eða Gústi bakari, segist mikill kleinukarl. Vísir/samsett Dagur kleinunnar er runninn upp í þriðja sinn. Annálaður kleinukarl og bakari segir fagnaðarefni að geta heiðrað bakkelsið almennilega og telur flesta Íslendinga eiga góðar minningar af kleinum. Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst. Bakarí Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst.
Bakarí Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira