Lífið

Lang­þráður samningur í höfn í Hollywood

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá mótmælum við stúdíó Netflix í Kaliforníu í gær á degi 118 í verkfallinu. Þarna var farið að sjást til lands í samningaviðræðum.
Frá mótmælum við stúdíó Netflix í Kaliforníu í gær á degi 118 í verkfallinu. Þarna var farið að sjást til lands í samningaviðræðum. Getty Images/Mario Tama

Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

AP greinir frá. Samningurinn er til þriggja ára og á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá viðeigandi stéttarfélögum. Verkfallið hefur þýtt að nær öll framleiðsla á kvikmynda- og sjónvarpsefni hefur stöðvast. Talið er að aðgerðirnar hafi kostað efnahagslíf Kalíforníu milljarða dollara.

Handritshöfundar fóru í verkfall í maí og leikarar í júní. Handritshöfundar náðu samkomulagi um nýjan samning í lok september.

Reikna má með því að framleiðsla fari nú aftur á fullt.

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Fram kom á dögunum að til stæði að bíða þar til verkfalli leikara lyki áður en verðhækkanirnar yrðu tilkynntar. Verið væri að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stæði þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.


Tengdar fréttir

Stefn­a á verð­hækk­un hjá Net­flix

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Verk­fall­i hand­rits­höf­und­a af­lýst

Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×