Húsnæðisverð hækki mest á Íslandi og fyrstu kaupendur í vanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ heldur erindi um húsnæðismarkaðinn í hádeginu á morgun á Háskólatorgi HÍ. Vísir/Arnar Fyrstu kaupendur eiga erfiðara með að kaupa sér húsnæði nú en eldri kynslóðir og fyrir einhverja hópa er það nánast vonlaust. Dósent við HÍ telur Seðlabankann bera ábyrgð á þessari þróun með vaxtaákvörðunum síðustu ár. Mannfjöldaþróun sé einnig stór áhrifavaldur. Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun.
Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira