Lífið

Lag Bjarkar og Rosalíu kemur út á fimmtu­daginn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi.
Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi. Getty/EPA

Lagið Oral, úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar með Rosalíu sem gestasöngkonu, kemur út fimmtudaginn næstkomandi, þann 9. nóvember. Lagið er að sögn Bjarkar framlag til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. 

Þetta kemur fram í viðtali breska miðilsins  The Guardian við Björk sem birt var í dag. Þar ræðir hún umhverfismál, sér í lagi sjókvíaeldi, kvennaverkfallið og samstarfið með Rosalíu. 

Fréttamaður Vísis ræddi við Björk á dögunum. Þar sagði hún söguna sem lagið Oral hefur að geyma. En Björk segist hafa samið lagið fyrir rúmlega tuttugu árum en síðar týnt því í langan tíma. Síðan hafi hún fundið það á tilviljanakenndan hátt. 

Þá segir hún Rosalíu strax hafa slegið til þegar hún spurði hvort hún vildi vera gestasöngkona í laginu.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.