Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 20:51 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að heildartekjur á þriðja ársfjórðungi hafi aukist um 84 prósent samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Heildartekjurnar fóru úr 59,9 milljónum bandaríkjadala eða 8,3 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi 2022 í 110,2 milljónir bandaríkjadala, 15,3 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá nær tífaldaðist rekstrarhagnaður á milli ára. Hann fór úr 1,3 milljónum bandaríkjadala, 181 milljón króna á þriðja ársfjórðungi 2022 í 12,9 milljónir bandaríkjadala, nær 1,8 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi 2023. Sló eigið farþegamet Þá sló Play eigið farþegamet á þriðja ársfjórðungi þegar það flaug 191.577 farþegum í júlí. Sætanýting mældist 91,1 prósent en félagið var með áætlunarflug til 33 áfangastaða í þriðja ársfjórðungi. Stundvísi félagsins var 85,1 prósent og sætanýtingin 88,4 prósent á þriðja ársfjórðungi. Hliðartekjur héldu sömuleiðis áfram að aukast. Þær hafa aukist um 150 prósent áfyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra og hliðartekjur á hvern farþega aukist um 35 prósent. Tekjur á hvern sætiskílómetra (RASK) jukust um 9 prósent á milli ára og voru 6,1 dollarasent á þriðja ársfjórðungi. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneysikostnaðaðar (CASK Ex-Fuel) var 3,4 dollarasent en heildar CASK lækkaði um 2 prósent á milli ára og var 5,3 dollarasent. Handbært fé félagsins undir lok þriðja ársfjórðungs nam 39,2 milljónum bandaríkjadölum, 5,4 milljörðum króna, þar á meðal bundið fé. Félagið hefur engar vaxtaberandi skuldir. Einingatekjur eru í áframhaldandi vexti á komandi mánuðum. Viðskiptamódelið að virka Birgir Jónsson segir starfsfólk Play stolt af árangrinum á þriðja ársfjórðungi. Sérstaklega því að Play hafi skilað um 720 milljón króna hagnaði, sem sé í fyrsta sinn sem félagið skilar hagnaði eftir skatta. „Rekstrarhagnaður tífaldaðist frá sama fjórðungi á síðasta ári, tekjur jukust um 84% og farþegahópurinn stækkaði um 74%. Þetta eru merkilegar staðreyndir og skýr vitnisburður um að viðskiptamódel PLAY er að virka vel og þess að félagið hefur á að skipa gríðarlega hæfu teymi fagfólks á öllum sviðum,“ segir Birgir. „Play hefur vaxið gríðarlega mikið síðustu misseri enda höfum stækkað flugflota okkar mikið, bætt fjölmörgum áfangastöðum við leiðakerfið og ráðið og þjálfað mörg hundruð frábæra starfsmenn. Það er því sérstakt afrek að í þessum mikla vexti hefur okkur tekist að hækka einingatekjur okkar umtalsvert, skila hagnaði, ásamt því að byggja upp heilbrigða lausafjárstöðu.“ Ætla ekki að vaxa eins hratt á næsta ári Hann segir svo hraðan vöxt þó mjög dýran og setja mikið álag á innviði fyrirtækisins. Það ætli sér ekki að vaxa eins hratt á næsta ári, heldur einbeita sér að því að fínstilla starfsemina á öllum sviðum og hámarka þannig afkomuna af rekstrinum. „Við vitum að það mun skila sér í sterkara og arðbærara fyrirtæki og mun undirbúa okkur fyrir næsta vaxtatímabil sem hefst árið 2025 þegar við tökum inn enn fleiri flugvélar, sem sumar hafa nú þegar verið pantaðar, og stækkum og þéttum leiðarkerfið enn frekar,“ segir Birgir. „Við leggjum allt kapp á að halda kostnaðinum í lágmarki og hefur það tekist vel hingað til enda er það algjörlega nauðsynlegt til þess að ná árangri í flugrekstri. Þetta er viðvarandi verkefni sem þarf að stöðugt að vaka yfir, ekki síst á verðbólgutímum, og því er sérstök ástæða til að þakka mínu frábæra teymi fyrir þennan góðan árangur. Allt starfsfólk Play hefur staðið sig eins og hetjurnar sem þau eru á þessum fjórðungi og ég er sannfærður um að ekkert getur stoppað þau þegar þau halda áfram að spila til sigurs í framtíðinni.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að heildartekjur á þriðja ársfjórðungi hafi aukist um 84 prósent samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Heildartekjurnar fóru úr 59,9 milljónum bandaríkjadala eða 8,3 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi 2022 í 110,2 milljónir bandaríkjadala, 15,3 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá nær tífaldaðist rekstrarhagnaður á milli ára. Hann fór úr 1,3 milljónum bandaríkjadala, 181 milljón króna á þriðja ársfjórðungi 2022 í 12,9 milljónir bandaríkjadala, nær 1,8 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi 2023. Sló eigið farþegamet Þá sló Play eigið farþegamet á þriðja ársfjórðungi þegar það flaug 191.577 farþegum í júlí. Sætanýting mældist 91,1 prósent en félagið var með áætlunarflug til 33 áfangastaða í þriðja ársfjórðungi. Stundvísi félagsins var 85,1 prósent og sætanýtingin 88,4 prósent á þriðja ársfjórðungi. Hliðartekjur héldu sömuleiðis áfram að aukast. Þær hafa aukist um 150 prósent áfyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra og hliðartekjur á hvern farþega aukist um 35 prósent. Tekjur á hvern sætiskílómetra (RASK) jukust um 9 prósent á milli ára og voru 6,1 dollarasent á þriðja ársfjórðungi. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneysikostnaðaðar (CASK Ex-Fuel) var 3,4 dollarasent en heildar CASK lækkaði um 2 prósent á milli ára og var 5,3 dollarasent. Handbært fé félagsins undir lok þriðja ársfjórðungs nam 39,2 milljónum bandaríkjadölum, 5,4 milljörðum króna, þar á meðal bundið fé. Félagið hefur engar vaxtaberandi skuldir. Einingatekjur eru í áframhaldandi vexti á komandi mánuðum. Viðskiptamódelið að virka Birgir Jónsson segir starfsfólk Play stolt af árangrinum á þriðja ársfjórðungi. Sérstaklega því að Play hafi skilað um 720 milljón króna hagnaði, sem sé í fyrsta sinn sem félagið skilar hagnaði eftir skatta. „Rekstrarhagnaður tífaldaðist frá sama fjórðungi á síðasta ári, tekjur jukust um 84% og farþegahópurinn stækkaði um 74%. Þetta eru merkilegar staðreyndir og skýr vitnisburður um að viðskiptamódel PLAY er að virka vel og þess að félagið hefur á að skipa gríðarlega hæfu teymi fagfólks á öllum sviðum,“ segir Birgir. „Play hefur vaxið gríðarlega mikið síðustu misseri enda höfum stækkað flugflota okkar mikið, bætt fjölmörgum áfangastöðum við leiðakerfið og ráðið og þjálfað mörg hundruð frábæra starfsmenn. Það er því sérstakt afrek að í þessum mikla vexti hefur okkur tekist að hækka einingatekjur okkar umtalsvert, skila hagnaði, ásamt því að byggja upp heilbrigða lausafjárstöðu.“ Ætla ekki að vaxa eins hratt á næsta ári Hann segir svo hraðan vöxt þó mjög dýran og setja mikið álag á innviði fyrirtækisins. Það ætli sér ekki að vaxa eins hratt á næsta ári, heldur einbeita sér að því að fínstilla starfsemina á öllum sviðum og hámarka þannig afkomuna af rekstrinum. „Við vitum að það mun skila sér í sterkara og arðbærara fyrirtæki og mun undirbúa okkur fyrir næsta vaxtatímabil sem hefst árið 2025 þegar við tökum inn enn fleiri flugvélar, sem sumar hafa nú þegar verið pantaðar, og stækkum og þéttum leiðarkerfið enn frekar,“ segir Birgir. „Við leggjum allt kapp á að halda kostnaðinum í lágmarki og hefur það tekist vel hingað til enda er það algjörlega nauðsynlegt til þess að ná árangri í flugrekstri. Þetta er viðvarandi verkefni sem þarf að stöðugt að vaka yfir, ekki síst á verðbólgutímum, og því er sérstök ástæða til að þakka mínu frábæra teymi fyrir þennan góðan árangur. Allt starfsfólk Play hefur staðið sig eins og hetjurnar sem þau eru á þessum fjórðungi og ég er sannfærður um að ekkert getur stoppað þau þegar þau halda áfram að spila til sigurs í framtíðinni.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira