Sport

Ákærður fyrir að hafa myrt móður sína og falið lík hennar

Aron Guðmundsson skrifar
Sergio Brown er sakaður um hrottaverk
Sergio Brown er sakaður um hrottaverk Vísir/Getty

Fyrrum NFL leikmaðurinn Sergio Brown hefur verið ákærður fyrir að myrða móður sína. Frá þessu greinir CNN í Bandaríkjunum.

Dómari í Illinoisríki fyrirskipaði í gær að Sergio Brown yrði hnepptur í gæsluvarðhald vegna ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa myrt móður sína og falið lík hennar. 

Brown var handtekinn í San Diego við komuna til Bandaríkjanna frá Mexíkó þann 10. október síðastliðinn og þaðan framseldur til Maywood í úthverfi Chicago 

Þar var hann ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og fyrir að hafa falið lík móður sinnar Myrtle Brown. 

Tereza Gonzalez, dómari í málinu, sagði að nokkrir þættir spiluðu inn í ákvörðun hennar að úrskurða Brown í gæsluvarðhald án þeirra skilyrða að hann gæti verið látinn laus gegn tryggingu. Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af Brown. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×