Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 07:01 Kamilla er þekkt fyrir einstakan húmor sinn og einlægni, líkt og augljóst er í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kamilla er gestur. Hún ræðir barnæskuna í Hlíðunum og fjölskylduna en Kamilla er dóttir Einars Kárasonar rithöfunds og Hildar Baldursdóttur, bókasafnsfræðings. Kamilla er þekkt fyrir húmor sinn og ræðir eigið hispursleysi á samfélagsmiðlum, en einnig veikindi móður sinnar sem er með ólæknandi krabbamein og hvernig fjölskyldan hefur tekist á við þau með jákvæðnina og Duolingo að vopni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Kamilla Einarsdóttir Keppst við að segja sögur „Það er rosa mikill áhugi í fjölskyldunni fyrir sögum og það eru allir alltaf að hvetja alla til þess að segja sögur. Þegar ég var unglingur og maður lenti í einhverju hræðilegu, hvöttu mamma og pabbi mig alltaf til að segja þeim frá þessu og rifja upp ömurlegustu sögurnar, af því að þeim fannst þær svo fyndnar,“ segir Kamilla. Þannig hafi Kamilla lært frá unga aldri að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum. Kamilla hefur gefið út tvær skáldsögur, Kópavogskrónikuna og Tilfinningar eru fyrir aumingja. Hún segist sækja innblástur í hversdaginn. „Maður fær þetta allt í kringum sig. Ég var nýlega í strætó og það var einhver kona að svara í símann sinn. „Æi fyrirgefðu vinur minn að ég skyldi keyra á þig þarna um daginn,“ svo þurfti ég að fara út,“ segir Kamilla sem segist hafa verið skilin eftir með fleiri spurningar en svör. Kamilla segir alls engan ríg á milli rithöfundanna í fjölskyldunni, á milli hennar, pabba hennar Einars Kárasonar og systur, Júlíu Margrétar Einarsdóttur. Kamilla segir fjölskylduna alltaf hafa heillast af góðum sögum. „Við berum ekki undir hvort annað eigin skrif. En það er ótrúlega gott að hafa þau, ég get oft talað við þau um eitthvað leiðinlegt, sem listamenn kannast við, til dæmis vesenið með skattinn. Ég hef skrifað skattinum mjög marga tölvupósta.“ Fyrsta bók Kamillu í fullri lengd, Kópavogskrónikan, var sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 2020 í leikstjórn Silju Hauksdóttur. Ilmur Kristjánsdóttir fór með aðalhlutverk. Kamilla segir ferlið hafa verið lyginni líkast, þó heimsfaraldurinn hafi haft sín áhrif á sýningarnar. „Þetta var svo skemmtilegt, að sjá hvernig þær unnu þetta og hvernig leikhús virkar. Ég ætlaði ekkert að vera með en svo buðu þær mér á æfingu og ég heillaðist svo af þessu. Öllu sem var hægt að gera, ég var óþolandi,“ segir Kamilla hress í bragði. Hún segist hafa verið dugleg að mæta á sýningar í samkomutakmörkunum. „Ég man að á fyrsta samlestrinum þá talaði sviðshöfundurinn um að láta sviðið mynda leg. Ég hugsaði hvort ég væri í einhverjum Tvíhöfðaskets en svo kom þetta ótrúlega vel út,“ segir Kamilla hlæjandi. Kamilla á ekki langt að sækja áhugann á bókum. Stundum lesið um ástarlíf Kamillu í blöðunum Ástarlíf Kamillu hefur meðal annars verið umfjöllunarefni fjölmiðla. Hún segir að það skipti sig litlu máli og lýsir því hvernig mamma sín hafi eitt sinn lesið um nýjan elskhuga í blaðinu. „Eins og síðast þegar það kom frétt um að ég væri í sambandi þá las mamma um það í blaðinu. Hún var bara: „Kamilla, hefurðu eitthvað að segja mér?“ Ég var bara: „Ahhhh, já ég gleymdi því.“ Var hún sár? „Nei, guð henni fannst það ógeðslega fyndið. Mömmu er alveg sama hvern ég er að hitta og hvern ekki,“ segir Kamilla hlæjandi. Hún segist vera einhleyp og hamingjusöm. „Ég er ekki á neinum stefnumótaöppum og mér finnst sambönd mjög skrítin. Mér finnst deit fáránleg hugmynd en ég hef verið mjög heppin og hef verið með frábæru fólki og kannski hittir maður einhvern einhvern tímann en ef það gerist aldrei þá skiptir það mig engu máli, ég á ógeðslega mikið af vinum og það er nóg að gera.“ Kamilla segir húmorinn alltaf hafa ráðið ríkjum á heimili foreldra sinna. Veikindin hafa sett lífið í samhengi Kamilla segist ekki í neinu kvíðakasti yfir fréttaskrifum af ástarlífi sínu. Ekkert skipti máli annað en fjölskyldan og vinir. „Í desember á síðasta ári þá gerist það að mamma mín greinist með gamalt krabbamein sem tekur sig upp aftur. Hún ermeð fjórða stigs ólæknandi krabbamein og það býr til lærdómsríkan fókus, um að lífið er núna. Allt svona utanaðkomandi skiptir engu máli, eitthvað svona bull, hvað einhver skrifar.“ Kamilla segir að það eina sem skipti máli sé að vera með fjölskyldunni sinni. Að þeim líði vel og að hún geti verið til staðar fyrir þau. Hún segist afar þakklát Krabbameinsfélaginu, sem hafi hjálpað fjölskyldunni mikið. „Þess vegna er ég öll í bleiku slaufunni. Það er ótrúlega mikinn stuðning hægt að fá hjá þeim. Fólk sem er leiðinlegt, dramatískt og fer í fýlu, ekki hafa þau í lífi þínu. Í staðinn fyrir að reyna að redda því og reyna að gera allt gott, slepptu því bara. Slepptu því bara að vera með þannig fólk í lífi þínu og einbeittu þér að öllu því góða og skemmtilega, sem er ógeðslega mikið, meira að segja þegar eitthvað svona er í gangi.“ Kamilla fer yfir það hvað skiptir máli í lífinu í nýjasta þættinum af Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan öll á Duolingo Kamilla segist virkilega þakklát vinum sínum sem hafi gert mikið fyrir sig á erfiðum tímum. Allir hafi sinn djöful að draga en allir séu tilbúnir til þess að vera til staðar. „Það er miklu skemmtilegra að hugsa um allt það fallega og góða og einbeita sér að því. Hitt er alveg erfitt en maður dílar bara við það jafnóðum. Maður getur allavega sleppt því að missa vefn yfir því hvað einhverjum finnst um ástarlíf mitt.“ Kamilla segir nánast vesen fyrir fjölskylduna að fara saman á kaffihús. Svo mikið sé hlegið og gleðin allsráðandi. Það sé ekki síst vegna þess að þau hafi fengið svo mikla hjálp og stuðning, meðal annars frá Krabbameinsfélaginu. „Ég held að fólk díli við þetta á misjafnan hátt. Ég ætlaði fyrst að taka þetta á hörkunni. Ef það væri einhver zombie faraldur þá er rosa gott að einhver geti gert það. En svo gengur það ekki endalaust. Þetta kemur aftan að manni og það eru allskonar tilfinningar og þetta er rosa yfirþyrmandi.“ Kamilla segir mömmu sína vera besta í að leiðbeina fjölskyldunni. Hún hnippi í þau og minni á að leita sér stuðnings og sé dugleg að gera það sjálf. Kamilla ásamt mömmu sinni Hildi Baldursdóttur og systur, Júlíu Margréti Einarsdóttur. „Svo er líka rosa gott að mamma ákvað að díla við þetta með því að læra förðun og þýsku. Okkur fannst það svo skrítið fyrst en við fylgdum henni. Við vorum alveg tilbúin. Ef hún hefði sagt sjósund þá værum við bara öll komin út í sjó. Þannig að við vorum öll til í að bera á okkur krem, ókei.“ Kamilla segir létt í bragði að fjölskyldan hafi verið hissa á að móðir hennar hafi viljað læra þýsku. Það hafi þó fljótlega komið í ljós ða það væri frábær leið. „Svo erum við búin að fatta að þetta er náttúrulega besta kvíðalyf í heimi. Hún fór í þýsku, ein í fjölskyldunni fór að læra ítölsku, ég er alveg á kafi í spænsku og þetta er fullkomið þegar kvíði hellist allt í einu yfir mann. Auðvitað er hægt að fá allskonar professional hjálp, en þau eru kannski ekki alltaf við höndina. Fljótvirk ráð eru að hella sig fulla eða fara að ríða út í bæ en það er kannski líka vesen ef þetta er á þriðjudegi klukkan 11. Þá er ég með spænskuna, af því að ef þú ert að hella þér í að skilja einhverja spænska óreglulega sögn, þá geturðu ekki hugsað um neitt annað. Allt annað verður að víkja.“ Þannig að þú, mamma þín og systir þín eruð allar í þessu? „Og dætur mínar! Við erum öll í þessu. Við sitjum öll í þessu heima hjá mömmu og pabba og erum í Duolingo. Bling. Það er líka gott, þá erum við að keppast um að ná betra stigi í einhverju.Eins og hjá mér ef það er einhver kvíði þá bara svíf ég upp metorðastigann í Duolingo. Ég mæli með, þetta er rosalega holl leið til að díla við kvíða.“ Hægt er að horfa á Einkalífið í heild sinni á Vísi. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kamilla er gestur. Hún ræðir barnæskuna í Hlíðunum og fjölskylduna en Kamilla er dóttir Einars Kárasonar rithöfunds og Hildar Baldursdóttur, bókasafnsfræðings. Kamilla er þekkt fyrir húmor sinn og ræðir eigið hispursleysi á samfélagsmiðlum, en einnig veikindi móður sinnar sem er með ólæknandi krabbamein og hvernig fjölskyldan hefur tekist á við þau með jákvæðnina og Duolingo að vopni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Kamilla Einarsdóttir Keppst við að segja sögur „Það er rosa mikill áhugi í fjölskyldunni fyrir sögum og það eru allir alltaf að hvetja alla til þess að segja sögur. Þegar ég var unglingur og maður lenti í einhverju hræðilegu, hvöttu mamma og pabbi mig alltaf til að segja þeim frá þessu og rifja upp ömurlegustu sögurnar, af því að þeim fannst þær svo fyndnar,“ segir Kamilla. Þannig hafi Kamilla lært frá unga aldri að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum. Kamilla hefur gefið út tvær skáldsögur, Kópavogskrónikuna og Tilfinningar eru fyrir aumingja. Hún segist sækja innblástur í hversdaginn. „Maður fær þetta allt í kringum sig. Ég var nýlega í strætó og það var einhver kona að svara í símann sinn. „Æi fyrirgefðu vinur minn að ég skyldi keyra á þig þarna um daginn,“ svo þurfti ég að fara út,“ segir Kamilla sem segist hafa verið skilin eftir með fleiri spurningar en svör. Kamilla segir alls engan ríg á milli rithöfundanna í fjölskyldunni, á milli hennar, pabba hennar Einars Kárasonar og systur, Júlíu Margrétar Einarsdóttur. Kamilla segir fjölskylduna alltaf hafa heillast af góðum sögum. „Við berum ekki undir hvort annað eigin skrif. En það er ótrúlega gott að hafa þau, ég get oft talað við þau um eitthvað leiðinlegt, sem listamenn kannast við, til dæmis vesenið með skattinn. Ég hef skrifað skattinum mjög marga tölvupósta.“ Fyrsta bók Kamillu í fullri lengd, Kópavogskrónikan, var sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 2020 í leikstjórn Silju Hauksdóttur. Ilmur Kristjánsdóttir fór með aðalhlutverk. Kamilla segir ferlið hafa verið lyginni líkast, þó heimsfaraldurinn hafi haft sín áhrif á sýningarnar. „Þetta var svo skemmtilegt, að sjá hvernig þær unnu þetta og hvernig leikhús virkar. Ég ætlaði ekkert að vera með en svo buðu þær mér á æfingu og ég heillaðist svo af þessu. Öllu sem var hægt að gera, ég var óþolandi,“ segir Kamilla hress í bragði. Hún segist hafa verið dugleg að mæta á sýningar í samkomutakmörkunum. „Ég man að á fyrsta samlestrinum þá talaði sviðshöfundurinn um að láta sviðið mynda leg. Ég hugsaði hvort ég væri í einhverjum Tvíhöfðaskets en svo kom þetta ótrúlega vel út,“ segir Kamilla hlæjandi. Kamilla á ekki langt að sækja áhugann á bókum. Stundum lesið um ástarlíf Kamillu í blöðunum Ástarlíf Kamillu hefur meðal annars verið umfjöllunarefni fjölmiðla. Hún segir að það skipti sig litlu máli og lýsir því hvernig mamma sín hafi eitt sinn lesið um nýjan elskhuga í blaðinu. „Eins og síðast þegar það kom frétt um að ég væri í sambandi þá las mamma um það í blaðinu. Hún var bara: „Kamilla, hefurðu eitthvað að segja mér?“ Ég var bara: „Ahhhh, já ég gleymdi því.“ Var hún sár? „Nei, guð henni fannst það ógeðslega fyndið. Mömmu er alveg sama hvern ég er að hitta og hvern ekki,“ segir Kamilla hlæjandi. Hún segist vera einhleyp og hamingjusöm. „Ég er ekki á neinum stefnumótaöppum og mér finnst sambönd mjög skrítin. Mér finnst deit fáránleg hugmynd en ég hef verið mjög heppin og hef verið með frábæru fólki og kannski hittir maður einhvern einhvern tímann en ef það gerist aldrei þá skiptir það mig engu máli, ég á ógeðslega mikið af vinum og það er nóg að gera.“ Kamilla segir húmorinn alltaf hafa ráðið ríkjum á heimili foreldra sinna. Veikindin hafa sett lífið í samhengi Kamilla segist ekki í neinu kvíðakasti yfir fréttaskrifum af ástarlífi sínu. Ekkert skipti máli annað en fjölskyldan og vinir. „Í desember á síðasta ári þá gerist það að mamma mín greinist með gamalt krabbamein sem tekur sig upp aftur. Hún ermeð fjórða stigs ólæknandi krabbamein og það býr til lærdómsríkan fókus, um að lífið er núna. Allt svona utanaðkomandi skiptir engu máli, eitthvað svona bull, hvað einhver skrifar.“ Kamilla segir að það eina sem skipti máli sé að vera með fjölskyldunni sinni. Að þeim líði vel og að hún geti verið til staðar fyrir þau. Hún segist afar þakklát Krabbameinsfélaginu, sem hafi hjálpað fjölskyldunni mikið. „Þess vegna er ég öll í bleiku slaufunni. Það er ótrúlega mikinn stuðning hægt að fá hjá þeim. Fólk sem er leiðinlegt, dramatískt og fer í fýlu, ekki hafa þau í lífi þínu. Í staðinn fyrir að reyna að redda því og reyna að gera allt gott, slepptu því bara. Slepptu því bara að vera með þannig fólk í lífi þínu og einbeittu þér að öllu því góða og skemmtilega, sem er ógeðslega mikið, meira að segja þegar eitthvað svona er í gangi.“ Kamilla fer yfir það hvað skiptir máli í lífinu í nýjasta þættinum af Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan öll á Duolingo Kamilla segist virkilega þakklát vinum sínum sem hafi gert mikið fyrir sig á erfiðum tímum. Allir hafi sinn djöful að draga en allir séu tilbúnir til þess að vera til staðar. „Það er miklu skemmtilegra að hugsa um allt það fallega og góða og einbeita sér að því. Hitt er alveg erfitt en maður dílar bara við það jafnóðum. Maður getur allavega sleppt því að missa vefn yfir því hvað einhverjum finnst um ástarlíf mitt.“ Kamilla segir nánast vesen fyrir fjölskylduna að fara saman á kaffihús. Svo mikið sé hlegið og gleðin allsráðandi. Það sé ekki síst vegna þess að þau hafi fengið svo mikla hjálp og stuðning, meðal annars frá Krabbameinsfélaginu. „Ég held að fólk díli við þetta á misjafnan hátt. Ég ætlaði fyrst að taka þetta á hörkunni. Ef það væri einhver zombie faraldur þá er rosa gott að einhver geti gert það. En svo gengur það ekki endalaust. Þetta kemur aftan að manni og það eru allskonar tilfinningar og þetta er rosa yfirþyrmandi.“ Kamilla segir mömmu sína vera besta í að leiðbeina fjölskyldunni. Hún hnippi í þau og minni á að leita sér stuðnings og sé dugleg að gera það sjálf. Kamilla ásamt mömmu sinni Hildi Baldursdóttur og systur, Júlíu Margréti Einarsdóttur. „Svo er líka rosa gott að mamma ákvað að díla við þetta með því að læra förðun og þýsku. Okkur fannst það svo skrítið fyrst en við fylgdum henni. Við vorum alveg tilbúin. Ef hún hefði sagt sjósund þá værum við bara öll komin út í sjó. Þannig að við vorum öll til í að bera á okkur krem, ókei.“ Kamilla segir létt í bragði að fjölskyldan hafi verið hissa á að móðir hennar hafi viljað læra þýsku. Það hafi þó fljótlega komið í ljós ða það væri frábær leið. „Svo erum við búin að fatta að þetta er náttúrulega besta kvíðalyf í heimi. Hún fór í þýsku, ein í fjölskyldunni fór að læra ítölsku, ég er alveg á kafi í spænsku og þetta er fullkomið þegar kvíði hellist allt í einu yfir mann. Auðvitað er hægt að fá allskonar professional hjálp, en þau eru kannski ekki alltaf við höndina. Fljótvirk ráð eru að hella sig fulla eða fara að ríða út í bæ en það er kannski líka vesen ef þetta er á þriðjudegi klukkan 11. Þá er ég með spænskuna, af því að ef þú ert að hella þér í að skilja einhverja spænska óreglulega sögn, þá geturðu ekki hugsað um neitt annað. Allt annað verður að víkja.“ Þannig að þú, mamma þín og systir þín eruð allar í þessu? „Og dætur mínar! Við erum öll í þessu. Við sitjum öll í þessu heima hjá mömmu og pabba og erum í Duolingo. Bling. Það er líka gott, þá erum við að keppast um að ná betra stigi í einhverju.Eins og hjá mér ef það er einhver kvíði þá bara svíf ég upp metorðastigann í Duolingo. Ég mæli með, þetta er rosalega holl leið til að díla við kvíða.“ Hægt er að horfa á Einkalífið í heild sinni á Vísi. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00