Fékk fimmtíu dollara og handskrifað bréf frá Adele Íris Hauksdóttir skrifar 27. október 2023 07:02 Alexander Aron varð fyrir einstakri upplifun á tónleikum Adele fyrir stuttu. Alexander Aron Guðjónsson er enn að ná áttum eftir tónleika með Adele í Vegas á dögunum. Hann upplifði ekki aðeins einstakan flutning heldur fór hann heim með dýrmæta minjagripi. Hann tók stóran hluta tónleikanna upp á símann fyrir fylgjendur sína. Alexander Aron lýsir sjálfum sér sem lífskúnster, áhrifvaldi og fasteigna mógul en hann starfar sem lýsingarhönnuður og rafvirki. Ofar öllu öðru er hann einstakur áhugamaður um tónleika. Hann hefur ferðast víða um heim og þrætt þar lang flesta stórtónleika sem hægt er að berja augum. Nú síðast lagði hann leið sína vestur um haf þar sem söngkonan Adele hélt glæsilega tónleika. Óaðfinnanleg söngkona „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Adele á tónleikum,“ segir Alexander Aron og bætir við að tónleikarnir hafi verið þeir bestu sem hann hafi séð. „Ég fer mjög mikið á tónleika en þessir voru haldnir í Vegas. Við mamma fórum saman. Salurinn var ekkert sá stærsti. Kannski á stærð við Eldborgarsal Hörpu svo við sátum nálægt söngkonunni sem var magnað. Hún fór langt yfir tónleikatímann því hún talaði svo mikið á milli laga. Hún hafði verið ein með veikt barn alla vikuna og hafði ekki talað við fullorðið fólk svo lengi. Það var auðvitað bara bónus fyrir okkur enda er hún gjörsamlega óaðfinnanleg söngkona og gerir allt svo vel.“ Sjálfur mætti Alexander Aron vel undirbúinn fyrir tónleikana en hann tók upp brot af því besta úr öllum sínum eftirlætislögum. „Ég var búin að horfa á allskonar klippur á TikTok og vissi hvaða lög kæmu hvenær og hvaða partar væru flottastir. Ég náði því að mynda allt það flottasta á rauntíma.“ Brot af því besta frá tónleikum Adele má sjá hér í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Upptökur af Adele tónleikum Dýrustu tónleikarnir Hann segir andrúmsloftið í salnum sömuleiðis hafa verið einstakt og Adele nái einstaklega vel til áhorfenda sinna. Tónleikar á þessari stærðargráðu kosti þó skildinginn. „Þetta eru dýrustu tónleikar sem ég hef farið á en ég keypti miðana á þá í apríl. Ég er orðinn vel reyndur í að komast að hjá miðasölum og kalla mig eiginlega ticket master í að komast að í röð. Svona miðar eru mjög eftirsóttir.“ Sem dæmi um metnað sinn í að ná góðu plássi á tónleikum nefnir Alexander Aron rúma fimm tíma þar sem hann beið eftir besta plássinu á tónleika með Beyoncé. Auk hennar hefur hann fyrr á þessu ári sótt tónleika með Elton John, Lizzo og nú Adele. Tónleikarnir með Lizzo urðu einkar eftirminnilegir þegar söngkonan gerði sér lítið fyrir og færði Alexander rós þar sem hann stóð fremstur við sviðið. „Ég var með hennar rétta nafn skrifað á símann minn og undir því stóð I LOVE YOU. Hún rak augun í það og flissaði. Þegar hún rétti mér rósina og sagðist líka elska mig fríkaði ég algjörlega út.“ Myndbandið af atvikinu má sjá í spilaranum hér. Klippa: Lizzo á tónleikum Sambærilegt atvik átti sér stað á nýjustu tónleikunum en þá skaut Adele árituðum bol úr loftbyssu út í salinn. „Ég sem hef ekki svo mikið sem gripið bolta í lífinu kastaði mér yfir öryggisverði í von um að grípa bolinn sem ég gerði. Sjálfum mér til ómældrar furðu og ánægju. Inn í bolinn var vafið handskrifað blað frá henni og fimmtíu dollara seðill.“ Draumurinn að sjá um fararstjórn fyrir tónleikaferðir Spurður hvaða tónleikar séu á döfinni nefnir Alexander Aron fyrst söngkonuna Taylor Swift en segir listann nánast ótæmandi. „Ég fer til Frakkalands í júní að sjá hana sem verður pott þétt sturlað. Annars er Adele búin að auglýsa nýja tónleikaferð í júní og ég er alveg að berjast við sjálfan mig að bóka ekki miða aftur þá. Draumurinn væri náttúrulega að fá einhverja ferðaskrifstofu með mér í að skipuleggja svona tónleikaferðir með mér þar sem ég sæi um fararstjórn. Í það minnsta hef ég fengið mjög mikil viðbrögð frá fylgjendum mínum á samfélagsmiðlum.“ Áhugasamir geta fylgst með Alexander Aroni hér. Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Alexander Aron lýsir sjálfum sér sem lífskúnster, áhrifvaldi og fasteigna mógul en hann starfar sem lýsingarhönnuður og rafvirki. Ofar öllu öðru er hann einstakur áhugamaður um tónleika. Hann hefur ferðast víða um heim og þrætt þar lang flesta stórtónleika sem hægt er að berja augum. Nú síðast lagði hann leið sína vestur um haf þar sem söngkonan Adele hélt glæsilega tónleika. Óaðfinnanleg söngkona „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Adele á tónleikum,“ segir Alexander Aron og bætir við að tónleikarnir hafi verið þeir bestu sem hann hafi séð. „Ég fer mjög mikið á tónleika en þessir voru haldnir í Vegas. Við mamma fórum saman. Salurinn var ekkert sá stærsti. Kannski á stærð við Eldborgarsal Hörpu svo við sátum nálægt söngkonunni sem var magnað. Hún fór langt yfir tónleikatímann því hún talaði svo mikið á milli laga. Hún hafði verið ein með veikt barn alla vikuna og hafði ekki talað við fullorðið fólk svo lengi. Það var auðvitað bara bónus fyrir okkur enda er hún gjörsamlega óaðfinnanleg söngkona og gerir allt svo vel.“ Sjálfur mætti Alexander Aron vel undirbúinn fyrir tónleikana en hann tók upp brot af því besta úr öllum sínum eftirlætislögum. „Ég var búin að horfa á allskonar klippur á TikTok og vissi hvaða lög kæmu hvenær og hvaða partar væru flottastir. Ég náði því að mynda allt það flottasta á rauntíma.“ Brot af því besta frá tónleikum Adele má sjá hér í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Upptökur af Adele tónleikum Dýrustu tónleikarnir Hann segir andrúmsloftið í salnum sömuleiðis hafa verið einstakt og Adele nái einstaklega vel til áhorfenda sinna. Tónleikar á þessari stærðargráðu kosti þó skildinginn. „Þetta eru dýrustu tónleikar sem ég hef farið á en ég keypti miðana á þá í apríl. Ég er orðinn vel reyndur í að komast að hjá miðasölum og kalla mig eiginlega ticket master í að komast að í röð. Svona miðar eru mjög eftirsóttir.“ Sem dæmi um metnað sinn í að ná góðu plássi á tónleikum nefnir Alexander Aron rúma fimm tíma þar sem hann beið eftir besta plássinu á tónleika með Beyoncé. Auk hennar hefur hann fyrr á þessu ári sótt tónleika með Elton John, Lizzo og nú Adele. Tónleikarnir með Lizzo urðu einkar eftirminnilegir þegar söngkonan gerði sér lítið fyrir og færði Alexander rós þar sem hann stóð fremstur við sviðið. „Ég var með hennar rétta nafn skrifað á símann minn og undir því stóð I LOVE YOU. Hún rak augun í það og flissaði. Þegar hún rétti mér rósina og sagðist líka elska mig fríkaði ég algjörlega út.“ Myndbandið af atvikinu má sjá í spilaranum hér. Klippa: Lizzo á tónleikum Sambærilegt atvik átti sér stað á nýjustu tónleikunum en þá skaut Adele árituðum bol úr loftbyssu út í salinn. „Ég sem hef ekki svo mikið sem gripið bolta í lífinu kastaði mér yfir öryggisverði í von um að grípa bolinn sem ég gerði. Sjálfum mér til ómældrar furðu og ánægju. Inn í bolinn var vafið handskrifað blað frá henni og fimmtíu dollara seðill.“ Draumurinn að sjá um fararstjórn fyrir tónleikaferðir Spurður hvaða tónleikar séu á döfinni nefnir Alexander Aron fyrst söngkonuna Taylor Swift en segir listann nánast ótæmandi. „Ég fer til Frakkalands í júní að sjá hana sem verður pott þétt sturlað. Annars er Adele búin að auglýsa nýja tónleikaferð í júní og ég er alveg að berjast við sjálfan mig að bóka ekki miða aftur þá. Draumurinn væri náttúrulega að fá einhverja ferðaskrifstofu með mér í að skipuleggja svona tónleikaferðir með mér þar sem ég sæi um fararstjórn. Í það minnsta hef ég fengið mjög mikil viðbrögð frá fylgjendum mínum á samfélagsmiðlum.“ Áhugasamir geta fylgst með Alexander Aroni hér.
Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira