Radcliffe framleiðir heimildarmynd um lamaðan áhættuleikara sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 08:17 Radcliffe framleiðir heimildarmynd um manninn sem lék áhættuatriðin hans í Harry Potter myndunum. Getty/Bruce Glikas Leikarinn Daniel Radcliffe framleiðir nú heimildarmynd um manninn sem lék öll áhættuatriði hans og lamaðist á setti við tökur á Harry Potter kvikmyndinni Deathly Hallows: Part 1. Framleiðslufyrirtæki Sky og HBO Documentary Films standa á bak við verkefnið og mun heimildarmyndin fá titilinn David Holmes: The Boy Who Lived, sem er vísun í skáldsagnapersónuna Harry Potter sem iðulega var vísað til sem drengsins sem lifði (e. boy who lived). Daniel Radcliffe fór einmitt með hlutverk Harry Potter í samnefndri kvikmyndasyrpu. Heimildarmyndin um David Holmes, manninn sem lék öll áhættuatriði Harry Potters, fjallar um æsku hans og uppvöxt og hvernig hann, sem var ungur farsæll fimleikakappi, varð náinn vinur Radcliffes. Holmes var eins og áður segir við tökur á Deathly Hallows: Part 1 þegar sprenging, sem var hluti af atriði í myndinni, leiddi til þess að hann hrapaði til jarðar og lamaðist í kjölfarið frá brjósti. Slysið sneri lífi hans á hvolf. Myndin kemur út í næsta mánuði en auk Radcliffe framleiða Holmes, Simon Chinn, Jonathan Chinn, Canessa Davies og Amy Stares myndina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Sky og HBO Documentary Films standa á bak við verkefnið og mun heimildarmyndin fá titilinn David Holmes: The Boy Who Lived, sem er vísun í skáldsagnapersónuna Harry Potter sem iðulega var vísað til sem drengsins sem lifði (e. boy who lived). Daniel Radcliffe fór einmitt með hlutverk Harry Potter í samnefndri kvikmyndasyrpu. Heimildarmyndin um David Holmes, manninn sem lék öll áhættuatriði Harry Potters, fjallar um æsku hans og uppvöxt og hvernig hann, sem var ungur farsæll fimleikakappi, varð náinn vinur Radcliffes. Holmes var eins og áður segir við tökur á Deathly Hallows: Part 1 þegar sprenging, sem var hluti af atriði í myndinni, leiddi til þess að hann hrapaði til jarðar og lamaðist í kjölfarið frá brjósti. Slysið sneri lífi hans á hvolf. Myndin kemur út í næsta mánuði en auk Radcliffe framleiða Holmes, Simon Chinn, Jonathan Chinn, Canessa Davies og Amy Stares myndina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein