Harry Maguire og Onana hetjurnar í sigri United

Harry og Onana fagna.
Harry og Onana fagna. Vísir/Getty

Fyrir leikinn var Manchester United búið að tapa báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni hingað til, fyrst gegn Bayern en síðan gegn Galatasaray á heimavelli og því þurfti liðið að vinna FCK í kvöld.

Gestirnir frá Danmörku voru öflugir í fyrri hálfleiknum og mögulega sterkari aðilinn og ákvað því Erik Ten Hag, þjálfari United að gera skiptingu í hálfleik en þá setti hann Christan Eriksen inn á fyrir Sofyan Ambrabat.

Sú skipting virtist hafa jákvæð áhrif á United þar sem liðið hélt boltanum betur og bjó til betri marktækifæri en Christan Eriksen átti til dæmis frábært færi í byrjun seinni hálfleiksins þar sem Kamil Grabara þurfti að hafa sig allan við til að verja.

Eina mark leiksins kom síðan á 72. mínútu en það var Harry Maguire, fyrrum fyrirliði liðsins, sem skoraði markið mikilvæga eftir sendingu frá Eriksen. Stuttu eftir markið kom Orri Steinn Óskarsson inná fyrir FCK.

FCK fékk tækifæri til þess að jafna metin í uppbótartíma er liðið fékk vítaspyrnu en Andre Onana gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna frá Jordan Larsson og þar við sat. United komið með þrjú stig og er í þriðja sæti riðilsins.

Öll úrslit kvöldsins:

A-riðill

Galatasaray 1-3 Bayern Munchen

Manchester United 1-0 FCK

B-riðill

Lens 1-1 PSV

Sevilla 1-2 Arsenal

C-riðill

Braga 1-2 Real Madrid

Union Berlin 0-1 Napoli

D-riðill

Inter 2-1 Salzburg

Benfica 0-1 Real Sociedad

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira