Viðtal við 80's goðsagnir í fullri lengd: Hrifnir af Íslandi og hafa engu gleymt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2023 16:23 Öllu var tjaldað til á þrjátíu og fimm ára afmæli Todmobile í Hörpu um helgina. Vísir/Dúi Í gærkvöldi sveif andi níunda áratugarins yfir vötnum í Hörpu þegar Todmobile hélt tvenna afmælistónleika í röð en gestir hljómsveitarinnar voru ekki af verri endanum. Þeir Nik Kershaw, Tony Hadley söngvari Spandau Ballet og Midge Ure söngvari Ultravox stigu á svið ásamt SinfoniuNord undir stjórn Atla Örvarssonar og úr varð allsherjar tónlistarveisla þar sem salurinn söng hástöfum með lögum á borð við Vienna, Dancing with Tears in My Eyes, True, Through the Barricades, Don‘t Let the Sun go Down on Me og svo auðvitað Brúðkaupslaginu, Spiladósalaginu og helstu slögurum Tobmobile. Miðað við þessa veislu hlýtur fólk að velta fyrir sér hvernig fertugsafmæli sveitarinnar verður. Undirritaðri datt í hug að öll þau sem sóttu tónleikana í gær, og eru enn í hálfgerðri sæluvímu, gæti þyrst í meira efni. Hér að ofan má því sjá viðtalið við þá Kershaw, Tony Hadley og Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem tekið var síðasta föstudag í mun lengri útgáfu en þeirri sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í viðtalinu fara þeir um víðan völl, segja frá sínum bestu lögum á ferlinum og reyna að fanga hvað það er við níunda áratuginn sem er svona skrambi gott. Kapparnir eru í frábæru formi og hafa engu gleymt, í viðtalinu reyta þeir hreinlega af sér brandarana og á stundum leystist viðtalið upp í hálfgerðan galsa, enda höfðu þeir ekki náð miklum svefni eftir flugið til Íslands. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. 13. október 2023 23:44 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þeir Nik Kershaw, Tony Hadley söngvari Spandau Ballet og Midge Ure söngvari Ultravox stigu á svið ásamt SinfoniuNord undir stjórn Atla Örvarssonar og úr varð allsherjar tónlistarveisla þar sem salurinn söng hástöfum með lögum á borð við Vienna, Dancing with Tears in My Eyes, True, Through the Barricades, Don‘t Let the Sun go Down on Me og svo auðvitað Brúðkaupslaginu, Spiladósalaginu og helstu slögurum Tobmobile. Miðað við þessa veislu hlýtur fólk að velta fyrir sér hvernig fertugsafmæli sveitarinnar verður. Undirritaðri datt í hug að öll þau sem sóttu tónleikana í gær, og eru enn í hálfgerðri sæluvímu, gæti þyrst í meira efni. Hér að ofan má því sjá viðtalið við þá Kershaw, Tony Hadley og Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem tekið var síðasta föstudag í mun lengri útgáfu en þeirri sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í viðtalinu fara þeir um víðan völl, segja frá sínum bestu lögum á ferlinum og reyna að fanga hvað það er við níunda áratuginn sem er svona skrambi gott. Kapparnir eru í frábæru formi og hafa engu gleymt, í viðtalinu reyta þeir hreinlega af sér brandarana og á stundum leystist viðtalið upp í hálfgerðan galsa, enda höfðu þeir ekki náð miklum svefni eftir flugið til Íslands.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. 13. október 2023 23:44 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. 13. október 2023 23:44