ÍBV sá aldrei til sólar gegn Ten5ion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:00 Leikmennirnir Pressi og Pat. Rafíþróttasamband Íslands Ten5ion er komið upp í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir öruggan 16-7 sigur á ÍBV. Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri. Rafíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti
Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri.
Rafíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti