Ármann jafnar Þór að stigum með góðum sigri Snorri Már Vagnsson skrifar 5. október 2023 22:15 Ármann vann góðan sigur í kvöld. Rafíþróttasamband Íslands Ármann er nú með jafn mörg stig og Þór í 2. sæti Ljósleiðaradeildarinnar. Ármann vann góðan 16-14 sigur á Saga í kvöld. Leikurinn fór fram í kjarnorkuverinu á Nuke þar sem Saga hófu leikinn í vörn. Fyrstu þrjár lotur leiksins fóru til leikmanna Saga í vörninni en Ármann hélt þó í við þá. Eftir sex lotur var staðan 4-2 fyrir Saga. Leikmenn Ármanns voru lengi að koma sér í gang en eftir erfiða byrjun virtust þeir loks hrökkva í gír og tóku lotu eftir lotu, staðan þá orðin 4-6. Eftir að hafa byrjaði leikinn betur sáu Saga-menn ekki ljósið í þó nokkurn tíma þar sem Ármann komu sér í stöðuna 4-9 í lotunum þar á eftir. Saga náðu þó að krafsa tvær lotur til viðbótar áður en hálfleikur skall á. Staðan í hálfleik: 6-9 Ármann hóf seinni hálfleikinn betur, en þeir tóku skammbyssulotuna. xZerq, leikmaður Saga fór þó á kostum í leiknum og hélt Saga inni í leiknum með flottri frammistöðu sinni í lotu 19 og kom stöðunni í 8-11. Kraken, leikmaður Ármanns var þó fljótur að finna sigurbraut Ármanns á ný þegar hann felldi þrjá leikmenn Saga á B-svæði Nuke. Staðan þá 9-12. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik og hvorugt lið virtist hafa almennilega yfirhönd á honum. Saga komu sér almennilega í leikinn aftur í seinni hálfleik með því að sækja eina og eina lotu. Loks náðu þeir að jafna stöðuna í 26. lotu og staðan þá 13-13. Við tóku æsispennandi lokalotur. Saga tóku forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 og staðan þá 14-13 en Ármann náði þá loksins að sigra lotu, 14-14. Guddi, nýjasti leikmaður Ármanns, sýndi stáltaugar í 29. lotu þegar hann var einn gegn tveimur leikmönnum Sögu en stóð einn eftir og aftengdi sprengjuna, 14-15. Leikmenn Saga voru þá með lítinn pening og þurftu að trúa á kraftaverk en allt kom fyrir ekki og Ármann tóku leikinn. Lokatölur: 14-16 Ármann stilla sér upp við hlið Þórs í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir vægast sagt æsispennandi lokalotur. Saga munu vera súrir með sitt, en á tímapunkti virtust þeir ætla að taka seríuna. Saga situr enn í 7. sæti deildarinnar með 2 stig. Rafíþróttir Tengdar fréttir Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31 Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1
Leikurinn fór fram í kjarnorkuverinu á Nuke þar sem Saga hófu leikinn í vörn. Fyrstu þrjár lotur leiksins fóru til leikmanna Saga í vörninni en Ármann hélt þó í við þá. Eftir sex lotur var staðan 4-2 fyrir Saga. Leikmenn Ármanns voru lengi að koma sér í gang en eftir erfiða byrjun virtust þeir loks hrökkva í gír og tóku lotu eftir lotu, staðan þá orðin 4-6. Eftir að hafa byrjaði leikinn betur sáu Saga-menn ekki ljósið í þó nokkurn tíma þar sem Ármann komu sér í stöðuna 4-9 í lotunum þar á eftir. Saga náðu þó að krafsa tvær lotur til viðbótar áður en hálfleikur skall á. Staðan í hálfleik: 6-9 Ármann hóf seinni hálfleikinn betur, en þeir tóku skammbyssulotuna. xZerq, leikmaður Saga fór þó á kostum í leiknum og hélt Saga inni í leiknum með flottri frammistöðu sinni í lotu 19 og kom stöðunni í 8-11. Kraken, leikmaður Ármanns var þó fljótur að finna sigurbraut Ármanns á ný þegar hann felldi þrjá leikmenn Saga á B-svæði Nuke. Staðan þá 9-12. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik og hvorugt lið virtist hafa almennilega yfirhönd á honum. Saga komu sér almennilega í leikinn aftur í seinni hálfleik með því að sækja eina og eina lotu. Loks náðu þeir að jafna stöðuna í 26. lotu og staðan þá 13-13. Við tóku æsispennandi lokalotur. Saga tóku forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 og staðan þá 14-13 en Ármann náði þá loksins að sigra lotu, 14-14. Guddi, nýjasti leikmaður Ármanns, sýndi stáltaugar í 29. lotu þegar hann var einn gegn tveimur leikmönnum Sögu en stóð einn eftir og aftengdi sprengjuna, 14-15. Leikmenn Saga voru þá með lítinn pening og þurftu að trúa á kraftaverk en allt kom fyrir ekki og Ármann tóku leikinn. Lokatölur: 14-16 Ármann stilla sér upp við hlið Þórs í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir vægast sagt æsispennandi lokalotur. Saga munu vera súrir með sitt, en á tímapunkti virtust þeir ætla að taka seríuna. Saga situr enn í 7. sæti deildarinnar með 2 stig.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31 Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1
Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31
Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56